„Hver einasta mínúta frá þessum degi er greypt í hugann“ Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2014 22:01 Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Norðfirðingafélagsins í Reykjavík. Vísir/GVA/Facebook „Svona atburður mun alltaf lifa með Norðfirðingum. Allir Norðfirðingar um allan heim hugsa heim þennan dag,“ segir Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Norðfirðingafélagsins í Reykjavík, en fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að tólf manns fórust í snjóflóðum á Neskaupstað þann 20. desember 1974. Guðrún Kristín var nýkomin af kyrrðarstund í Fella- og Hólakirkju þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. „Þetta er tíunda árið í röð þar sem Norðfirðingafélagið stendur fyrir kyrrðarstund á þessum degi til að minnast þeirra látnu,“ segir Guðrún sem áætlar að um hundrað manns hafi verið komnir saman í kirkjunni í kvöld. Hún segir þetta hafa verið mjög fallega stund, sem sé í raun orðinn ómissandi fyrir alla Norðfirðinga fyrir sunnan. „Þetta var og er reyndar enn mjög þungur dagur. Það fjörutíu ár liðin en maður man þetta eins og þetta hafi gerst í gær. Sjálf var ég ekki nema þrettán ára þegar þetta gerðist en hver einasta mínúta frá þessum degi er greypt í hugann.“Einna erfiðast að vita ekki neittGuðrún Kristín rifjar upp að það var búið að snjóa mjög mikið dagana fyrir flóðin. „Ég man að ég var í gagnfræðiskólanum og við vorum að undirbúa jólaskemmtunina sem átti að vera þarna um kvöldið. Svo er hringt út í skóla og okkur er tilkynnt að það hafi fallið snjóflóð inn við Bræðslu. Það vissi enginn neitt en svo komu fréttir að það hafi fallið annað snjóflóð og þá var til dæmis ákveðið að aflýsa jólaskemmtuninni. Svo var mjög langur tími þar sem enginn vissi neitt. Það var eitt það erfiðasta, að ekki vita neitt.“ Nokkru síðar hafi svo borist fréttir af því að snjóflóðin hafi fallið á Bræðsluna og frystihúsið. „Þetta eru náttúrulega stórir vinnustaðir en sem betur fer þá var öll vinnsla hætt í frystihúsinu. Það var verið að þrífa fyrir jólin, þannig að það var ekki nein fiskvinnsla í gangi og því færri í húsunum en vanalega. Það má því segja að það hafi verið lán í óláni, því annars hefði mikið fleira fólk lent í flóðinu.“ Guðrún Kristín segir að þetta hafi verið mjög erfiður tími. „Það voru margir sem voru týndir þannig að það voru gleðifréttir þegar einhver fannst á lífi og sorgarfréttir þegar aðrir fundust dánir. Séra Svavar [Stefánsson] lagði líka út frá því áðan að sorgin og gleðin væru systur sem haldist oft í hendur.“ Séra Svavar er sóknarprestur í Fella- og Hólakirkju en tók til starfa á Neskaupstað árið eftir að snjóflóðin á Neskaupstað og hefur kyrrðarstund Norðfirðingafélagsins verið haldin í Fella- og Hólakirkju síðastliðin tíu ár.Tvö mannskæð snjóflóð með skömmu millibiliSnjóflóð féllu úr flestum giljum á Neskaupstað þennan dag og tvö þeirra með skelfilegum afleiðingum. Flóðin áttu sér stað með skömmu millibili um klukkan tvö um miðjan dag. Í því fyrra, Bræðsluflóðinu svokallaða, létust sjö, en í því síðara, Mánaflóðinu, létust fimm. „Það var meðal annars maður sem misst bæði börnin sín tvö, konuna og húsið.“ Guðrún Kristín segir að seinna flóðið hafi fallið á svokölluðu Mánasvæði, þar sem var vinnusvæði en einnig íbúðarhús með skrifstofu í. „Það varð giftusamleg björgun þar. Það var ung kona með ungabarn sem var í risi á húsinu. Þau flutu ofan á flóðinu og lifðu en það voru konur á miðhæðinni þarna sem fóru í flóðinu. Flóðin fóru ekki inn í bæinn sjálfan heldur fyrir innan þar sem vinnslusvæðið er.“Rosalegt áfall fyrir bæinnGuðrún Kristín segir snjóflóðin hafa verið rosalegt áfall fyrir bæinn. „Frystihúsið og síldarvinnslan var stærsti vinnustaðurinn á Neskaupstað, og er ennþá, en starfsemin fór öll í flóðunum. „Ég hitti einmitt manninn sem var forstjóri Síldarvinnslunnar þá á kyrrðarstundinni áðan og hann sagði að allt árið á eftir hafi verið endalaus uppbygging. Það var verið að grafa upp úr rústunum, en hann vissi ekki hvort hann gæti borgað laun. Það var auðvitað engin vinnsla í gangi þar sem það var ekkert frystihús.“ Hún segist ekki hafa áttað sig ekki á því sem krakki hvað þetta hafði ofboðsleg áhrif á atvinnulíf í bænum. „Á þessum tíma var líka bara einn prestur á svæðinu með allt þetta á sínum herðum, sem gerðist þennan dag, þennan vetur og árin á eftir. 20. desember var þungur dagur og er enn.“Áfallahjálpin barst rúmum tuttugu árum síðarAð sögn Guðrúnar Kristínar fór umræðan um snjóflóðin á Neskaupstað almennilega í gang í kjölfar þess að snjóflóðin féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995. „Það var voðalega lítið rætt fram að því, en þá barst fyrst áfallahjálpin heim. Það var engin áfallahjálp fyrir þá sem lentu í þessu heima fyrr en rúmum tuttugu árum síðar. Ég missti ekki mitt fólk, en það voru bekkjarsystkini og vinir sem misstu foreldra sína. Þetta fólk fékk enga áfallahjálp fyrr en snjóflóðin féllu fyrir vestan. Þá ýfðist þetta allt saman upp og síðan þá hefur þetta verið rætt opinskátt.“ Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
„Svona atburður mun alltaf lifa með Norðfirðingum. Allir Norðfirðingar um allan heim hugsa heim þennan dag,“ segir Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Norðfirðingafélagsins í Reykjavík, en fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að tólf manns fórust í snjóflóðum á Neskaupstað þann 20. desember 1974. Guðrún Kristín var nýkomin af kyrrðarstund í Fella- og Hólakirkju þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. „Þetta er tíunda árið í röð þar sem Norðfirðingafélagið stendur fyrir kyrrðarstund á þessum degi til að minnast þeirra látnu,“ segir Guðrún sem áætlar að um hundrað manns hafi verið komnir saman í kirkjunni í kvöld. Hún segir þetta hafa verið mjög fallega stund, sem sé í raun orðinn ómissandi fyrir alla Norðfirðinga fyrir sunnan. „Þetta var og er reyndar enn mjög þungur dagur. Það fjörutíu ár liðin en maður man þetta eins og þetta hafi gerst í gær. Sjálf var ég ekki nema þrettán ára þegar þetta gerðist en hver einasta mínúta frá þessum degi er greypt í hugann.“Einna erfiðast að vita ekki neittGuðrún Kristín rifjar upp að það var búið að snjóa mjög mikið dagana fyrir flóðin. „Ég man að ég var í gagnfræðiskólanum og við vorum að undirbúa jólaskemmtunina sem átti að vera þarna um kvöldið. Svo er hringt út í skóla og okkur er tilkynnt að það hafi fallið snjóflóð inn við Bræðslu. Það vissi enginn neitt en svo komu fréttir að það hafi fallið annað snjóflóð og þá var til dæmis ákveðið að aflýsa jólaskemmtuninni. Svo var mjög langur tími þar sem enginn vissi neitt. Það var eitt það erfiðasta, að ekki vita neitt.“ Nokkru síðar hafi svo borist fréttir af því að snjóflóðin hafi fallið á Bræðsluna og frystihúsið. „Þetta eru náttúrulega stórir vinnustaðir en sem betur fer þá var öll vinnsla hætt í frystihúsinu. Það var verið að þrífa fyrir jólin, þannig að það var ekki nein fiskvinnsla í gangi og því færri í húsunum en vanalega. Það má því segja að það hafi verið lán í óláni, því annars hefði mikið fleira fólk lent í flóðinu.“ Guðrún Kristín segir að þetta hafi verið mjög erfiður tími. „Það voru margir sem voru týndir þannig að það voru gleðifréttir þegar einhver fannst á lífi og sorgarfréttir þegar aðrir fundust dánir. Séra Svavar [Stefánsson] lagði líka út frá því áðan að sorgin og gleðin væru systur sem haldist oft í hendur.“ Séra Svavar er sóknarprestur í Fella- og Hólakirkju en tók til starfa á Neskaupstað árið eftir að snjóflóðin á Neskaupstað og hefur kyrrðarstund Norðfirðingafélagsins verið haldin í Fella- og Hólakirkju síðastliðin tíu ár.Tvö mannskæð snjóflóð með skömmu millibiliSnjóflóð féllu úr flestum giljum á Neskaupstað þennan dag og tvö þeirra með skelfilegum afleiðingum. Flóðin áttu sér stað með skömmu millibili um klukkan tvö um miðjan dag. Í því fyrra, Bræðsluflóðinu svokallaða, létust sjö, en í því síðara, Mánaflóðinu, létust fimm. „Það var meðal annars maður sem misst bæði börnin sín tvö, konuna og húsið.“ Guðrún Kristín segir að seinna flóðið hafi fallið á svokölluðu Mánasvæði, þar sem var vinnusvæði en einnig íbúðarhús með skrifstofu í. „Það varð giftusamleg björgun þar. Það var ung kona með ungabarn sem var í risi á húsinu. Þau flutu ofan á flóðinu og lifðu en það voru konur á miðhæðinni þarna sem fóru í flóðinu. Flóðin fóru ekki inn í bæinn sjálfan heldur fyrir innan þar sem vinnslusvæðið er.“Rosalegt áfall fyrir bæinnGuðrún Kristín segir snjóflóðin hafa verið rosalegt áfall fyrir bæinn. „Frystihúsið og síldarvinnslan var stærsti vinnustaðurinn á Neskaupstað, og er ennþá, en starfsemin fór öll í flóðunum. „Ég hitti einmitt manninn sem var forstjóri Síldarvinnslunnar þá á kyrrðarstundinni áðan og hann sagði að allt árið á eftir hafi verið endalaus uppbygging. Það var verið að grafa upp úr rústunum, en hann vissi ekki hvort hann gæti borgað laun. Það var auðvitað engin vinnsla í gangi þar sem það var ekkert frystihús.“ Hún segist ekki hafa áttað sig ekki á því sem krakki hvað þetta hafði ofboðsleg áhrif á atvinnulíf í bænum. „Á þessum tíma var líka bara einn prestur á svæðinu með allt þetta á sínum herðum, sem gerðist þennan dag, þennan vetur og árin á eftir. 20. desember var þungur dagur og er enn.“Áfallahjálpin barst rúmum tuttugu árum síðarAð sögn Guðrúnar Kristínar fór umræðan um snjóflóðin á Neskaupstað almennilega í gang í kjölfar þess að snjóflóðin féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995. „Það var voðalega lítið rætt fram að því, en þá barst fyrst áfallahjálpin heim. Það var engin áfallahjálp fyrir þá sem lentu í þessu heima fyrr en rúmum tuttugu árum síðar. Ég missti ekki mitt fólk, en það voru bekkjarsystkini og vinir sem misstu foreldra sína. Þetta fólk fékk enga áfallahjálp fyrr en snjóflóðin féllu fyrir vestan. Þá ýfðist þetta allt saman upp og síðan þá hefur þetta verið rætt opinskátt.“
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira