Wired-tímaritið vinnur nú að umfjöllun um Sigurð Inga Þórðarson sem flestir þekkja betur sem Sigga hakkara. Siggi var nýverið dæmdur í tveggja ára fangelsi mestan part vegna fjársvika, en hann og mál honum tengd hafa oft verið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum, en það er helst að maðurinn sé þekktur af endemum.
Nú virðist kastljós heimspressunar vera að beinast að honum, eða ef marka má Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndara og verkefnastjóra hjá PressPhotos. Hann greinir frá því á Facebooksíðu sinni, nú fyrir stuttu að þeir hjá Wired-tímaritinu hafi haft samband við sig, en Wired er eitt þekktasta tímarit í heimi. „Blaðamaður þeirra sem er að vinna að einhverri grein um árið 2014 [og] vildu þeir afskaplega mikið fá mynd sem ég tók af títt nefndum Sigga Hakkara. Ég auðvitað var upp með mér að þeir sögðust ætla að hafa myndina á hálfri, jafnvel heilli síðu með myndtexta, enda ekki á hverjum degi sem svona „exposure“ er í boði,“ segir Ásgeir, en babb kom í bátinn þegar að samningaviðræðum kom.
„Samningar fóru alveg út um þúfur þar sem þeir buðu mér nafnið mitt í "credit" við myndina en fannst ómögulegt að þurfa að fara að greiða fyrir myndina góðu,“ segir Ásgeir... „enda yrði maður déskoti mikið meira blankur ef maður færi að gera það.“