"Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Randver Kári Randversson skrifar 14. júlí 2014 22:36 Pálmi Gestsson stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík á morgun um friðun húsa í bænum. Vísir/GVA „Ég vil nú leggja áherslu á það að sagan er ekki mæld í fermetrum eða einhverjum höllum. Við megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga. Þetta segir söguna hér í þessu byggðarlagi. Saga er ekki skoðun eða smekkur, hún er bara saga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari, sem stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. Atvikið frá því í síðustu viku þegar unnin voru skemmdarverk á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík hafði áhrif á Pálma og hvatti hann til að halda þennan fund. „Það var auðvitað dálítið áfall að sjá fólk ganga svona til verks, í skjóli nætur. En fundurinn kemur ekki til með að fjalla um það sérstaka atvik. Það fer bara sína leið. Þetta hvatti mig til að halda þennan fund og vita hvort að hvað Bolvíkingar hefðu að segja um þessi mál, um þessi gömlu sögulegu hús og minjar hér. Af því ég held að það hafi í rauninni aldrei talað um þessi mál hér nema í tveggja manna tali,“ segir Pálmi. Pálmi kallar eftir því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík myndi stefnu um þessi mál. „Það er búið að rífa svo mikið af gömlum húsum hérna, sem mér finnst vera svolítið slys. Sjálfsagt á þetta sér einhverjar skýringar og sjálfsagt er eitthvað af þessu réttlætanlegt, en þetta er of mikið orðið. Ég tel of langt gengið í þessum málum. Núna líka þegar flest bæjarfélög, að mér er sagt, eru að vakna til vitundar um sinn menningararf í þessum efnum. Maður sér víða hvað fólk er orðið duglegt við að gera upp þessi gömlu fallegu hús sem eru með sögu og sál. “ Fundurinn hefst klukkan 20 á morgun og þar mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðvesturlands halda erindi um lög um minjavernd. Pálmi hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum að mæta. „Mér rann blóðið til skyldunnar og ég held að þetta verði bara skemmtilegt og fróðlegt, og þetta er nú bara hugsað til þess. Við ætlum að skoða gamlar myndir héðan og það verða þessi erindi og svo kannski einhverjar fyrirspurnir. Aðalatriðið er fólk komi og sýni bara að því standi ekki á sama. Þess vegna vil ég hveta alla áhugamenn um söguna, bæði hér og annars staðar að koma. Það eru allir velkomnir,“ segir Pálmi að lokum. Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira
„Ég vil nú leggja áherslu á það að sagan er ekki mæld í fermetrum eða einhverjum höllum. Við megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga. Þetta segir söguna hér í þessu byggðarlagi. Saga er ekki skoðun eða smekkur, hún er bara saga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari, sem stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. Atvikið frá því í síðustu viku þegar unnin voru skemmdarverk á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík hafði áhrif á Pálma og hvatti hann til að halda þennan fund. „Það var auðvitað dálítið áfall að sjá fólk ganga svona til verks, í skjóli nætur. En fundurinn kemur ekki til með að fjalla um það sérstaka atvik. Það fer bara sína leið. Þetta hvatti mig til að halda þennan fund og vita hvort að hvað Bolvíkingar hefðu að segja um þessi mál, um þessi gömlu sögulegu hús og minjar hér. Af því ég held að það hafi í rauninni aldrei talað um þessi mál hér nema í tveggja manna tali,“ segir Pálmi. Pálmi kallar eftir því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík myndi stefnu um þessi mál. „Það er búið að rífa svo mikið af gömlum húsum hérna, sem mér finnst vera svolítið slys. Sjálfsagt á þetta sér einhverjar skýringar og sjálfsagt er eitthvað af þessu réttlætanlegt, en þetta er of mikið orðið. Ég tel of langt gengið í þessum málum. Núna líka þegar flest bæjarfélög, að mér er sagt, eru að vakna til vitundar um sinn menningararf í þessum efnum. Maður sér víða hvað fólk er orðið duglegt við að gera upp þessi gömlu fallegu hús sem eru með sögu og sál. “ Fundurinn hefst klukkan 20 á morgun og þar mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðvesturlands halda erindi um lög um minjavernd. Pálmi hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum að mæta. „Mér rann blóðið til skyldunnar og ég held að þetta verði bara skemmtilegt og fróðlegt, og þetta er nú bara hugsað til þess. Við ætlum að skoða gamlar myndir héðan og það verða þessi erindi og svo kannski einhverjar fyrirspurnir. Aðalatriðið er fólk komi og sýni bara að því standi ekki á sama. Þess vegna vil ég hveta alla áhugamenn um söguna, bæði hér og annars staðar að koma. Það eru allir velkomnir,“ segir Pálmi að lokum.
Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira
Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23
Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40
„Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43