Ísland í dag: Halda minningu Ölla á lofti Edda Sif Pálsdóttir skrifar 14. júlí 2014 14:41 Rúm fjórtán ár eru liðin síðan einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, Örlygur Aron Sturluson, lést af slysförum aðeins átján ára gamall. Ölli, eins og hann var kallaður, vakti mikla athygli fyrir einstaka hæfileika á körfuboltavellinum og fékk ungur stórt hlutverk í liði Njarðvíkur sem varð Íslandsmeistari 1998. Í fyrra var gefin út heimildamynd um Ölla þar sem líf hans og afrek eru rifjuð upp og í kjölfarið stofnaður minningarsjóður sem ætlað er að styrkja börn úr fátækum fjölskyldum til íþróttaiðkunar. Í júní var í fyrsta skipti veitt úr sjóðnum og fékk Fjölskylduhjálp Íslands eina milljón króna. Hægt er að styrkja sjóðinn með margvíslegum hætti, til dæmis með því að kaupa myndina eða með því að hlaupa fyrir sjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað hann var góður körfuboltamaður fyrr en ég sá myndina. Ég var alveg dolfallin og afskaplega sorgmædd yfir því að hann hafi ekki fengið fleiri tækifæri,“ segir Erna Agnarsdóttir, amma Ölla.„Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf“Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta og einn besti vinur Ölla, var staddur í Bandaríkjunum þegar slysið varð en man þennan dag eins og hann hafi verið í gær. „Ég var lengi að jafna mig og ástæðan fyrir því að ég fer ekki og klára námið mitt er að ég er bara ekki í stakk búinn að fara aftur út, aleinn,“ segir Logi. Í gegnum þessi fjórtán ár sem liðin eru segist Logi oft hafa hugsað til vinar síns og þess sem hefði getað orðið. „Við höfðum ákveðna drauma, um að spila saman í atvinnumennsku og töluðum oft um það. Meðan ég spilaði öll þessi ár úti í Evrópu hugsaði ég mikið til hans, sérstaklega inni á vellinum. Til dæmis þegar ég var á vítalínunni og allt var stopp, þá skaust hann inn í höfuðið á manni.“ Tengdar fréttir Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30 Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Rúm fjórtán ár eru liðin síðan einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, Örlygur Aron Sturluson, lést af slysförum aðeins átján ára gamall. Ölli, eins og hann var kallaður, vakti mikla athygli fyrir einstaka hæfileika á körfuboltavellinum og fékk ungur stórt hlutverk í liði Njarðvíkur sem varð Íslandsmeistari 1998. Í fyrra var gefin út heimildamynd um Ölla þar sem líf hans og afrek eru rifjuð upp og í kjölfarið stofnaður minningarsjóður sem ætlað er að styrkja börn úr fátækum fjölskyldum til íþróttaiðkunar. Í júní var í fyrsta skipti veitt úr sjóðnum og fékk Fjölskylduhjálp Íslands eina milljón króna. Hægt er að styrkja sjóðinn með margvíslegum hætti, til dæmis með því að kaupa myndina eða með því að hlaupa fyrir sjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað hann var góður körfuboltamaður fyrr en ég sá myndina. Ég var alveg dolfallin og afskaplega sorgmædd yfir því að hann hafi ekki fengið fleiri tækifæri,“ segir Erna Agnarsdóttir, amma Ölla.„Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf“Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta og einn besti vinur Ölla, var staddur í Bandaríkjunum þegar slysið varð en man þennan dag eins og hann hafi verið í gær. „Ég var lengi að jafna mig og ástæðan fyrir því að ég fer ekki og klára námið mitt er að ég er bara ekki í stakk búinn að fara aftur út, aleinn,“ segir Logi. Í gegnum þessi fjórtán ár sem liðin eru segist Logi oft hafa hugsað til vinar síns og þess sem hefði getað orðið. „Við höfðum ákveðna drauma, um að spila saman í atvinnumennsku og töluðum oft um það. Meðan ég spilaði öll þessi ár úti í Evrópu hugsaði ég mikið til hans, sérstaklega inni á vellinum. Til dæmis þegar ég var á vítalínunni og allt var stopp, þá skaust hann inn í höfuðið á manni.“
Tengdar fréttir Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30 Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30
Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54