Lífið

Útlit trompar húmor

Úr sjónvarpsþættinum Freaks and Geeks
Úr sjónvarpsþættinum Freaks and Geeks
Allison Jones, sem vinnur við að velja í hlutverk í Hollywood, er þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í leikaravali. Hún valdi í hlutverk í þáttaröðum á borð við Freaks and Geeks og í kvikmyndinni Superbad, svo eitthvað sé nefnt.

Hún ræddi um þrjátíu ára reynlu sína af bransanum í viðtali við Fast Company í vikunni og sagði að þótt hún ætti í engum erfiðleikum með að taka húmor fram yfir útlit, kvartaði hún yfir því að framleiðendur væru ekki alltaf á sama máli.

„Þetta á sérstaklega við um konur. Þegar þær eru ekki sérlega aðlaðandi samkvæmt hefðbundnum stöðlum en eru fáránlega fyndnar, er sumu fólki í bransanum alveg sama. Þau ná þessu ekki,“ segir Jones meðal annars og nefnir kvikmyndina Bridesmaids sem dæmi.

„Maður hélt að kvikmynd eins og Bridesmaids myndu brjóta þessa mynd upp. En það var ekki svo. Myndin hjálpaði bara þeim leikkonum sem í henni léku, ekki endilega þeim sem koma á eftir,“ segir Jones jafnframt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.