Magnaðar myndir úr tómatsósu Marín Manda skrifar 2. maí 2014 12:30 Brynjar Björnsson með verkin sín. Brynjar Björnsson gerir skemmtilegar myndir úr matvælum og sandi til að fjármagna dansinn. „Ég er að gera myndir úr hveiti, sandi, sykri og jafnvel tómatsósu. Þetta er eins konar endurnýjunaraðferð hjá mér en ég ákvað bara að fara í eldhússkápana og prófa mig áfram,“ segir hinn 17 ára Brynjar Björnsson sem stundar nám á myndlistarbraut í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Brynjar segist hafa heillast af myndlist og sköpun fyrir alvöru þegar hann sótti starfskynningu hjá Bjarna Þórs, listamanni á Akranesi, og ákvað þá að þreifa fyrir sér í listinni.„Ég teikna með blýanti eða penna en var spenntur fyrir þessum fræðum að nota matvæli eða önnur efni í myndirnar mínar. Sandinum helli ég á plötu og teikna með puttanum. Síðan spreyja ég þetta með hárlakki og þá helst þetta voðalega vel.“ Klippimyndir og betrekktir stólar með gömlum nótnabókum og teiknimyndablöðum eru einnig verkefni sem hann hefur verið að sinna af miklum eldmóð.Brynjar BjörnssonListin á þó ekki einungis hug hans allan því hann sinnir dansíþróttinni af fullum krafti hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar ásamt kærustu sinni og dansfélaga, Perlu Steingrímsdóttur. Parið tók þátt í Ísland got talent fyrir skömmu og stóð sig með prýði í keppninni. Brynjar stefnir á myndlistarnám erlendis þegar hann klárar skólann því þar getur hann einnig sinnt dansinum betur. „Dansinn er svo dýr íþrótt svo ég hef verið að fjármagna dansinn með sölu á myndunum mínum. Þá get ég keypt nýja dansskó og búninga. Þetta hefur bara gengið vel hingað til og ég er voðalega þakklátur að fólki líki myndirnar mínar.“ Hægt er að skoða myndirnar nánar á Brynjars artwork á Facebook. Ísland Got Talent Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Brynjar Björnsson gerir skemmtilegar myndir úr matvælum og sandi til að fjármagna dansinn. „Ég er að gera myndir úr hveiti, sandi, sykri og jafnvel tómatsósu. Þetta er eins konar endurnýjunaraðferð hjá mér en ég ákvað bara að fara í eldhússkápana og prófa mig áfram,“ segir hinn 17 ára Brynjar Björnsson sem stundar nám á myndlistarbraut í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Brynjar segist hafa heillast af myndlist og sköpun fyrir alvöru þegar hann sótti starfskynningu hjá Bjarna Þórs, listamanni á Akranesi, og ákvað þá að þreifa fyrir sér í listinni.„Ég teikna með blýanti eða penna en var spenntur fyrir þessum fræðum að nota matvæli eða önnur efni í myndirnar mínar. Sandinum helli ég á plötu og teikna með puttanum. Síðan spreyja ég þetta með hárlakki og þá helst þetta voðalega vel.“ Klippimyndir og betrekktir stólar með gömlum nótnabókum og teiknimyndablöðum eru einnig verkefni sem hann hefur verið að sinna af miklum eldmóð.Brynjar BjörnssonListin á þó ekki einungis hug hans allan því hann sinnir dansíþróttinni af fullum krafti hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar ásamt kærustu sinni og dansfélaga, Perlu Steingrímsdóttur. Parið tók þátt í Ísland got talent fyrir skömmu og stóð sig með prýði í keppninni. Brynjar stefnir á myndlistarnám erlendis þegar hann klárar skólann því þar getur hann einnig sinnt dansinum betur. „Dansinn er svo dýr íþrótt svo ég hef verið að fjármagna dansinn með sölu á myndunum mínum. Þá get ég keypt nýja dansskó og búninga. Þetta hefur bara gengið vel hingað til og ég er voðalega þakklátur að fólki líki myndirnar mínar.“ Hægt er að skoða myndirnar nánar á Brynjars artwork á Facebook.
Ísland Got Talent Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira