Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 3-0 | Guðjón Pétur gerði út um Evrópuvonir Vals Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Breiðabliki 1-0 sigur á Val í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Markið kom úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. Stuttu áður hafði Kristinn Freyr Sigurðsson fengið að líta rauða spjaldið og voru því flest vopn slegin úr höndum Valsmanna með stuttu millibili. Guðjón Pétur skoraði svo annað mark Blika eftir snarpa sókn í uppbótartíma áður en Ellert Hreinsson bætti þriðja markinu við eftir sendingu Guðjóns Péturs. Valur átti möguleika á Evrópusæti fyrir leikinn og sigur í dag hefði dugað liðinu til að komast upp í fjórða sætið. En í stað þess voru það Víkingar sem fögnuðu þrátt fyrir tap liðsins í Keflavík. Leikurinn fór afar rólega af stað og ef frá eru taldar tvær marktilraunir af löngu færi gerðist lítið sem ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Valsmenn tóku þá smá kipp og juku sóknarþungann jafnt og þétt. Besta færið átti Tonny Mawejje þegar hann skallaði fyrirgjöf frá hægri í stöngina af stuttu færi. Sjálfsagt hafa Valsmenn fengið að heyra tíðindin úr leik Keflavíkur og Víkins í hálfleiknum. Miðað við gang mála í þeim leik var ljóst að sigur á Blikum hér myndi duga til að koma liðinu í Evrópukeppni. Engu að síður gekk Valsmönnum illa að skapa sér hættu og það átti eftir að koma þeim í koll. Leikurinn breyttist þegar Andri Rafn Yeoman komst á sprett á 64. mínútu. Kristinn Freyr Sigurðsson braut á honum og fékk fyrir það síðara gula spjaldið sitt og þar með rautt. Upp úr aukaspyrnunni kom markið sem skildi á milli liðanna. Guðjón Pétur Lýðsson tók aukaspyrnuna og hafnaði boltinn í varnarveggnum. Hins vegar var það mat Vilhjálmar Alvars Þórarinssonar dómara að Sigurður Egill Lárusson hafi varið boltann með höndinni og því dæmdi hann vítaspyrnu. Valsmenn voru afar ósáttir við dóminn en honum var ekki breytt. Guðjón Pétur skoraði af öryggi úr spyrnunni. Blikar voru mun nær því að bæta við eftir þetta en Damir Muminovic átti skalla í slá og stuttu síðar átti Ellert Hreinsson skot í slá. Höskuldur Gunnlaugsson komst svo tvívegis í góð skotfæri áður en Guðjón Pétur skoraði loks annað mark sinna manna eftir vel útfærða skyndisókn. Þriðja markið kom svo stuttu síðar er Ellert skallaði boltann í netið eftir sendingu Guðjóns Péturs, sem kórónaði þar með frábæran leik. Heimamenn fögnuðu þó að lokum góðum sigri og gerðu því út um Evrópuvonir Valsmanna.Vísir/DaníelGuðmundur: Kemur allt saman mjög fljótlega í ljós Guðmundur Benediktsson var ánægður með 3-0 sigur sinna manna á Val í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Hann vildi þó ekkert segja um hvort að hann yrði áfram með liðið. „Við vorum reyndar hægir af stað en héldum þó skipulagi. Það bar þess merki framan af leik að hann skipti ekki miklu máli fyrir okkur,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég er ánægður með hvernig við unnum úr spilunum og kláruðum þetta sannfærandi í þessum lokaleik.“ Hann neitar því ekki að það hafi verið svekkjandi að hugsa til þess að Evrópusætið hafi verið innan seilingar fyrir Blikana. „Þó það sé nema að hugsa viku til baka þegar við skitum upp á bak á Akureyri. Auðvitað pirrar það aðeins en það er voða lítið hægt að dvelja í fortíðinni.“ Hann segir að það séu blendnar tilfinningar að loknu tímabilinu en tók við liðinu í byrjun júní þegar Ólafur Kristjánsson fór til Danmerkur. „Ég tók við liðinu í fallsæti og í svolítið erfiðri stöðu. Það var ýmislegt að angra leikmannahópinn að því virtist vera. Því var ég heilt yfir ánægður með hvernig til tókst að halda hópnum saman. Ég held að við náðum að vinna ágætlega úr hlutunum úr því sem komið var.“ „Þetta var allt saman mjög erfitt. Það var vitað að þjálfarinn væri að fara og annar að taka við. Það er kúnst að eiga við slíka hluti en mér fannst það takast ágætlega.“ Hann segist ekki vita hvernig framtíð sín er hjá Breiðabliki. „Ég veit bara að framtíðin er björt í lífinu.“Það hafa verið sögusagnir um að þér hafi verið stillt upp við vegg og gert að hætta í dagvinnunni til að geta haldið áfram hjá Breiðabliki. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Þetta kemur allt saman í ljós. Ég ætla að njóta þess að hafa unnið þennan leik. En það kemur í ljós mjög fljótlega.“Viltu halda áfram með Breiðablik? „Ég kýs að tjá mig ekki um þetta á þessu augnabliki.“vísir/daníelMagnús: Ég er búinn að gera upp hug minn Magnús Gylfason vill ekki segja hvort hann ætli að halda áfram sem þjálfari Vals sem tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í dag. Um leið varð liðið af Evrópusæti. „Þetta var gríðarlega svekkjandi enda vorum við að spila ágætlega framan af og vorum mun betra liðið þegar við lendum í því að missa mann af velli og fá vítið á okkur. Eftir það var á brattann að sækja.“ Víkingur lenti snemma undir í Keflavík og því líklegt að Valsmönnum myndi duga sigur til að tryggja sér Evrópusætið eftirsótta. „Við fréttum af stöðunni í Keflavík en vorum ekkert að láta það berast til leikmanna. Við vissum ekkert hvort þeir vissu af því eða ekki.“ „Við lögðum áherslu á að spila okkar leik og það gekk ágætlega. En við vorum klaufar að brjóta af okkur og það var of dýrt.“ Hann segir þó að vítaspyrnudómurinn hafi veirð „fáránlegur“. Vítið var dæmt eftir að bolti fór í hönd Valsmanns í varnarvegg þegar Blikar áttu aukaspyrnu á hættulegum stað. „Mér skilst meira að segja að boltinn hafi ekki farið í höndina. Þess fyrir utan er mjög erfitt að dæma svona lagað þegar boltanum er dúndrað í vegginn.“ Mikil óvissa hefur verið um framtíð Magnúsar hjá Vals og hann segist vera búinn að ákveða sig. „Ég er löngu búinn að gera upp minn hug og það er löngu orðið ljóst. Ég mun ræða það við stjórn Vals eftir mótið en við erum löngu búin að ákveða þetta í sameiningu.“ „Ég ætla ekki að staðfesta neitt. En ég er löngu búinn að gera upp minn hug.“ Hann segir að það hafi ekki verið erfitt að starfa hjá Val þegar sögusagnir hafi verið á kreiki um að hann sé á útleið. „Alls ekki. Mér líður vel hjá Val og mjög gott að starfa þar.“Vísir/StefánHaukur Páll: Vítadómurinn algjör þvælaHaukur Páll Sigurðsson neitaði því ekki að það hafi verið dræm stemning í klefa eftir leikinn í dag. „Sérstaklega eftir að hafa séð úrslit í leikjunum. Þetta er erfitt,“ sagði Haukur Páll við Vísi eftir leik. „Það var mjög erfitt að koma til baka eftir rauða spjaldið og vítið, sem mér fannst ekki réttur dómur. Ef þetta var víti þá áttum við að fá víti í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta algjör þvæla,“ sagði Haukur. „Við ætluðum að vinna leikinn og lögðum allt í sóknina. Þá opnaðist vörnin hjá okkur og þeir nýttu sér það.“ Það hefur verið umræða í kringum Val í sumar og baráttu þess fyrir Evrópusætinu margfræga. Haukur segir að hún hafi ekki haft áhrif á liðið. „Við ætluðum okkur í Evrópusæti og settum okkur það markmið fyrir tímabilið. Það var á brattann að sækja um mitt sumar en svo duttum við aftur í þetta. En þetta tókst ekki.“ „Tilfinningin eftir tímabilið er ekki góð. Við þurfum að læra af því og koma enn sterkari til leiks á því næsta.“Vísir/DaníelGuðjón Pétur: Þoli ekki svona afsakanir Guðjón Pétur Lýðsson, sem skoraði tvö mörk í dag og lagði upp eitt í 3-0 sigrinum á Val, segir þetta hafa verið tímabil vonbrigða en að framtíðin sé björt. „Það var krafa okkar strákanna í liðinu að klára þetta með stæl og kveðja fólkið almennilega,“ sagði Guðjón Pétur eftir leikinn í dag. „Það er fúlt hugsa til þess að sigur á Þór um síðustu helgi hefði dugað upp í fjórða sætið en það þýðir ekkert að hugsa þannig. Við töpuðum þeim leik og það er bara þannig.“ Breiðablik gerði tólf jafntefli í sumar og Guðjón Pétur segir að tímabilið hafi verið vonbrigði heilt yfir. „En við erum með marga unga leikmenn og ég vona að menn nýti sér þessa reynsu til að mæta enn sterkari til leiks á næsta ári.“ Það gekk á ýmsu í upphafi móts þegar skipt var um þjálfara. „Auðvitað var það ákveðið sjokk en ég þoli ekki svona afsakanir. Menn eiga bara að gleyma því sem er búið og halda áfram. Við áttum að tækla þetta betur.“ Hann er bjartsýnn á framtíðina fyrir hönd Breiðabliks. „Við erum nokkrir að eldast en eigum marga frábæra unga leikmenn. Mér sjálfum hefur liðið mjög vel og ég kveð tímabilið sáttur með átta mörk og níu stoðsendingar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Breiðabliki 1-0 sigur á Val í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Markið kom úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. Stuttu áður hafði Kristinn Freyr Sigurðsson fengið að líta rauða spjaldið og voru því flest vopn slegin úr höndum Valsmanna með stuttu millibili. Guðjón Pétur skoraði svo annað mark Blika eftir snarpa sókn í uppbótartíma áður en Ellert Hreinsson bætti þriðja markinu við eftir sendingu Guðjóns Péturs. Valur átti möguleika á Evrópusæti fyrir leikinn og sigur í dag hefði dugað liðinu til að komast upp í fjórða sætið. En í stað þess voru það Víkingar sem fögnuðu þrátt fyrir tap liðsins í Keflavík. Leikurinn fór afar rólega af stað og ef frá eru taldar tvær marktilraunir af löngu færi gerðist lítið sem ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Valsmenn tóku þá smá kipp og juku sóknarþungann jafnt og þétt. Besta færið átti Tonny Mawejje þegar hann skallaði fyrirgjöf frá hægri í stöngina af stuttu færi. Sjálfsagt hafa Valsmenn fengið að heyra tíðindin úr leik Keflavíkur og Víkins í hálfleiknum. Miðað við gang mála í þeim leik var ljóst að sigur á Blikum hér myndi duga til að koma liðinu í Evrópukeppni. Engu að síður gekk Valsmönnum illa að skapa sér hættu og það átti eftir að koma þeim í koll. Leikurinn breyttist þegar Andri Rafn Yeoman komst á sprett á 64. mínútu. Kristinn Freyr Sigurðsson braut á honum og fékk fyrir það síðara gula spjaldið sitt og þar með rautt. Upp úr aukaspyrnunni kom markið sem skildi á milli liðanna. Guðjón Pétur Lýðsson tók aukaspyrnuna og hafnaði boltinn í varnarveggnum. Hins vegar var það mat Vilhjálmar Alvars Þórarinssonar dómara að Sigurður Egill Lárusson hafi varið boltann með höndinni og því dæmdi hann vítaspyrnu. Valsmenn voru afar ósáttir við dóminn en honum var ekki breytt. Guðjón Pétur skoraði af öryggi úr spyrnunni. Blikar voru mun nær því að bæta við eftir þetta en Damir Muminovic átti skalla í slá og stuttu síðar átti Ellert Hreinsson skot í slá. Höskuldur Gunnlaugsson komst svo tvívegis í góð skotfæri áður en Guðjón Pétur skoraði loks annað mark sinna manna eftir vel útfærða skyndisókn. Þriðja markið kom svo stuttu síðar er Ellert skallaði boltann í netið eftir sendingu Guðjóns Péturs, sem kórónaði þar með frábæran leik. Heimamenn fögnuðu þó að lokum góðum sigri og gerðu því út um Evrópuvonir Valsmanna.Vísir/DaníelGuðmundur: Kemur allt saman mjög fljótlega í ljós Guðmundur Benediktsson var ánægður með 3-0 sigur sinna manna á Val í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Hann vildi þó ekkert segja um hvort að hann yrði áfram með liðið. „Við vorum reyndar hægir af stað en héldum þó skipulagi. Það bar þess merki framan af leik að hann skipti ekki miklu máli fyrir okkur,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég er ánægður með hvernig við unnum úr spilunum og kláruðum þetta sannfærandi í þessum lokaleik.“ Hann neitar því ekki að það hafi verið svekkjandi að hugsa til þess að Evrópusætið hafi verið innan seilingar fyrir Blikana. „Þó það sé nema að hugsa viku til baka þegar við skitum upp á bak á Akureyri. Auðvitað pirrar það aðeins en það er voða lítið hægt að dvelja í fortíðinni.“ Hann segir að það séu blendnar tilfinningar að loknu tímabilinu en tók við liðinu í byrjun júní þegar Ólafur Kristjánsson fór til Danmerkur. „Ég tók við liðinu í fallsæti og í svolítið erfiðri stöðu. Það var ýmislegt að angra leikmannahópinn að því virtist vera. Því var ég heilt yfir ánægður með hvernig til tókst að halda hópnum saman. Ég held að við náðum að vinna ágætlega úr hlutunum úr því sem komið var.“ „Þetta var allt saman mjög erfitt. Það var vitað að þjálfarinn væri að fara og annar að taka við. Það er kúnst að eiga við slíka hluti en mér fannst það takast ágætlega.“ Hann segist ekki vita hvernig framtíð sín er hjá Breiðabliki. „Ég veit bara að framtíðin er björt í lífinu.“Það hafa verið sögusagnir um að þér hafi verið stillt upp við vegg og gert að hætta í dagvinnunni til að geta haldið áfram hjá Breiðabliki. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Þetta kemur allt saman í ljós. Ég ætla að njóta þess að hafa unnið þennan leik. En það kemur í ljós mjög fljótlega.“Viltu halda áfram með Breiðablik? „Ég kýs að tjá mig ekki um þetta á þessu augnabliki.“vísir/daníelMagnús: Ég er búinn að gera upp hug minn Magnús Gylfason vill ekki segja hvort hann ætli að halda áfram sem þjálfari Vals sem tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í dag. Um leið varð liðið af Evrópusæti. „Þetta var gríðarlega svekkjandi enda vorum við að spila ágætlega framan af og vorum mun betra liðið þegar við lendum í því að missa mann af velli og fá vítið á okkur. Eftir það var á brattann að sækja.“ Víkingur lenti snemma undir í Keflavík og því líklegt að Valsmönnum myndi duga sigur til að tryggja sér Evrópusætið eftirsótta. „Við fréttum af stöðunni í Keflavík en vorum ekkert að láta það berast til leikmanna. Við vissum ekkert hvort þeir vissu af því eða ekki.“ „Við lögðum áherslu á að spila okkar leik og það gekk ágætlega. En við vorum klaufar að brjóta af okkur og það var of dýrt.“ Hann segir þó að vítaspyrnudómurinn hafi veirð „fáránlegur“. Vítið var dæmt eftir að bolti fór í hönd Valsmanns í varnarvegg þegar Blikar áttu aukaspyrnu á hættulegum stað. „Mér skilst meira að segja að boltinn hafi ekki farið í höndina. Þess fyrir utan er mjög erfitt að dæma svona lagað þegar boltanum er dúndrað í vegginn.“ Mikil óvissa hefur verið um framtíð Magnúsar hjá Vals og hann segist vera búinn að ákveða sig. „Ég er löngu búinn að gera upp minn hug og það er löngu orðið ljóst. Ég mun ræða það við stjórn Vals eftir mótið en við erum löngu búin að ákveða þetta í sameiningu.“ „Ég ætla ekki að staðfesta neitt. En ég er löngu búinn að gera upp minn hug.“ Hann segir að það hafi ekki verið erfitt að starfa hjá Val þegar sögusagnir hafi verið á kreiki um að hann sé á útleið. „Alls ekki. Mér líður vel hjá Val og mjög gott að starfa þar.“Vísir/StefánHaukur Páll: Vítadómurinn algjör þvælaHaukur Páll Sigurðsson neitaði því ekki að það hafi verið dræm stemning í klefa eftir leikinn í dag. „Sérstaklega eftir að hafa séð úrslit í leikjunum. Þetta er erfitt,“ sagði Haukur Páll við Vísi eftir leik. „Það var mjög erfitt að koma til baka eftir rauða spjaldið og vítið, sem mér fannst ekki réttur dómur. Ef þetta var víti þá áttum við að fá víti í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta algjör þvæla,“ sagði Haukur. „Við ætluðum að vinna leikinn og lögðum allt í sóknina. Þá opnaðist vörnin hjá okkur og þeir nýttu sér það.“ Það hefur verið umræða í kringum Val í sumar og baráttu þess fyrir Evrópusætinu margfræga. Haukur segir að hún hafi ekki haft áhrif á liðið. „Við ætluðum okkur í Evrópusæti og settum okkur það markmið fyrir tímabilið. Það var á brattann að sækja um mitt sumar en svo duttum við aftur í þetta. En þetta tókst ekki.“ „Tilfinningin eftir tímabilið er ekki góð. Við þurfum að læra af því og koma enn sterkari til leiks á því næsta.“Vísir/DaníelGuðjón Pétur: Þoli ekki svona afsakanir Guðjón Pétur Lýðsson, sem skoraði tvö mörk í dag og lagði upp eitt í 3-0 sigrinum á Val, segir þetta hafa verið tímabil vonbrigða en að framtíðin sé björt. „Það var krafa okkar strákanna í liðinu að klára þetta með stæl og kveðja fólkið almennilega,“ sagði Guðjón Pétur eftir leikinn í dag. „Það er fúlt hugsa til þess að sigur á Þór um síðustu helgi hefði dugað upp í fjórða sætið en það þýðir ekkert að hugsa þannig. Við töpuðum þeim leik og það er bara þannig.“ Breiðablik gerði tólf jafntefli í sumar og Guðjón Pétur segir að tímabilið hafi verið vonbrigði heilt yfir. „En við erum með marga unga leikmenn og ég vona að menn nýti sér þessa reynsu til að mæta enn sterkari til leiks á næsta ári.“ Það gekk á ýmsu í upphafi móts þegar skipt var um þjálfara. „Auðvitað var það ákveðið sjokk en ég þoli ekki svona afsakanir. Menn eiga bara að gleyma því sem er búið og halda áfram. Við áttum að tækla þetta betur.“ Hann er bjartsýnn á framtíðina fyrir hönd Breiðabliks. „Við erum nokkrir að eldast en eigum marga frábæra unga leikmenn. Mér sjálfum hefur liðið mjög vel og ég kveð tímabilið sáttur með átta mörk og níu stoðsendingar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira