Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. september 2014 00:01 Leicester vann ótrúlegan 5-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en gestirnir komust bæði 2-0 og 3-1 yfir í leiknum. Sigurinn var lyginni líkastur en vandræði United í vörninni virðast engan endi ætla að taka en til að bæta gráu á svart misstu þeir rauðu hinn unga Tyler Blackett af velli með rautt spjald. Stjarna leiksins var Jamie Vardy en hann kom að öllum mörkum Leicester í leiknum.Robin van Persie kom United yfir snemma leiks með fínu skallamarki eftir fyrirgjöf Falcao áður en Angel Di Maria jók forystuna fyrir gestina með frábærri vippu yfir Kasper Schmeichel í markinu. En aðeins mínútu síðar komu brotalamir United í vörninni í ljós er Leonardo Ulloa skoraði með skalla eftir sendingu Vardy frá hægri.Van Gaal á erfiða daga í vændum.Vísir/GettyUnited virtist þó hafa gert út um leikinn með marki Ander Herrera á 57. mínútu eftir undirbúning Di Maria. En annað átti eftir að koma á daginn. Leicester komst aftur inn í leikinn með marki úr vítaspyrnu sem reyndist rangur dómur. Rafael gerðist vissulega brotlegur þegar hann felldi Vardy í teignum en stuttu áður hafði Vardy brotið sjálfur á Rafael.David Nugent skoraði úr aukaspyrnunni og aðeins tveimur mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Esteban Cambiasso gerði það og aftur átti Vardy stoðsendinguna.Di Maria skoraði og lagði upp í dag en það dugði ekki til.Vísir/GettyLeikmenn United virtust einfaldlega slegnir af laginu. Heimamenn gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir að Juan Mata kom inn á fyrir United tapaði hann boltanum á miðjunni og Leicester komst í sókn. Ritchie De Laet gaf á Vardy sem kórónaði stórkostlegan leik með því að skora, einn gegn De Gea í markinu. Vardy var svo enn og aftur í eldlínunni á 83. mínútu þegar hann vann boltann af hinum seinheppna Blackett sem brást við því með því að elta Vardy uppi og brjóta á honum. Víti var dæmt og Blackett fékk að líta rauða spjaldið. Heimamenn héldu áfram að sækja eftir þetta en 5-3 reyndist niðurstaðan í ótrúlegum knattspyrnuleik. Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Leicester vann ótrúlegan 5-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en gestirnir komust bæði 2-0 og 3-1 yfir í leiknum. Sigurinn var lyginni líkastur en vandræði United í vörninni virðast engan endi ætla að taka en til að bæta gráu á svart misstu þeir rauðu hinn unga Tyler Blackett af velli með rautt spjald. Stjarna leiksins var Jamie Vardy en hann kom að öllum mörkum Leicester í leiknum.Robin van Persie kom United yfir snemma leiks með fínu skallamarki eftir fyrirgjöf Falcao áður en Angel Di Maria jók forystuna fyrir gestina með frábærri vippu yfir Kasper Schmeichel í markinu. En aðeins mínútu síðar komu brotalamir United í vörninni í ljós er Leonardo Ulloa skoraði með skalla eftir sendingu Vardy frá hægri.Van Gaal á erfiða daga í vændum.Vísir/GettyUnited virtist þó hafa gert út um leikinn með marki Ander Herrera á 57. mínútu eftir undirbúning Di Maria. En annað átti eftir að koma á daginn. Leicester komst aftur inn í leikinn með marki úr vítaspyrnu sem reyndist rangur dómur. Rafael gerðist vissulega brotlegur þegar hann felldi Vardy í teignum en stuttu áður hafði Vardy brotið sjálfur á Rafael.David Nugent skoraði úr aukaspyrnunni og aðeins tveimur mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Esteban Cambiasso gerði það og aftur átti Vardy stoðsendinguna.Di Maria skoraði og lagði upp í dag en það dugði ekki til.Vísir/GettyLeikmenn United virtust einfaldlega slegnir af laginu. Heimamenn gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir að Juan Mata kom inn á fyrir United tapaði hann boltanum á miðjunni og Leicester komst í sókn. Ritchie De Laet gaf á Vardy sem kórónaði stórkostlegan leik með því að skora, einn gegn De Gea í markinu. Vardy var svo enn og aftur í eldlínunni á 83. mínútu þegar hann vann boltann af hinum seinheppna Blackett sem brást við því með því að elta Vardy uppi og brjóta á honum. Víti var dæmt og Blackett fékk að líta rauða spjaldið. Heimamenn héldu áfram að sækja eftir þetta en 5-3 reyndist niðurstaðan í ótrúlegum knattspyrnuleik.
Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira