Krefjast þess að Ísland víki frá stóriðjustefnu sinni Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2014 11:20 Hildur Knútsdóttir er einn skipuleggjenda Loftslagsgöngunnar, en sambærilegar göngur eru nú haldnar víða um heim. Vísir/AFP og GVA „Við munum lesa upp kröfur til íslenskra stjórnvalda á fundinum á eftir um að ríkisstjórn Íslands víki frá þessari stóriðjustefnu, því hún samræmist ekki þeim skuldbindingum sem Ísland hefur gert á alþjóðavettvangi um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur og einn skipuleggjenda Loftslagsgöngu Reykjavíkur sem farin verður klukkan 14 í dag. Hildur segir gönguna vera hluta af alþjóðlegri hreyfingu, People‘s Climate March og þegar hafa verið boðaðir yfir 2.700 viðburðir í dag og í gær í 160 löndum. „Þetta er gert til að setja pressu á leiðtogana og sýna að fólk er að pæla í þessu, hefur áhyggjur og vill alvöru aðgerðir. Það er stór fundur í New York á þriðjudaginn sem Ban Ki-moon stendur fyrir og hann er búinn að bjóða þjóðarleiðtogum þangað. Hugsunin með fundinum er að liðka fyrir að samkomulag náist á loftslagsráðstefnu í París á næsta ári. Hann er að reyna að veita leiðtogum vettvang til að ræða málin í rólegheitum svo að almennilegt samkomulag náist á næsta ári,“ segir Hildur en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn í New York fyrir Íslands hönd. Gangan hefst á Drekasvæðinu Loftslagsganga Reykjavíkur fer frá Drekasvæðinu svokallaða (fyrir framan söluturninn Drekann á horni Kárastígs, Grettisgötu og Frakkastígs) sem leið liggur upp Kárastíg, niður Skólavörðustíg, Bankastræti, Austurstræti og á Austurvöll. Þar verður haldinn kröfufundur og þess krafist að stjórnvöld virði skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og taki af alvöru á málinu, „enda eru loftslagsbreytingar af mannavöldum stærsta ógn sem Ísland, og reyndar lífríki allt, stendur frammi fyrir,“ líkt og segir í tilkynningu. Hildur mun flytja ræðu ásamt Halldóri Björnssyni, hópstjóra loftlagsrannsókna hjá Veðurstofunni og Finni Guðmundarsyni Olgusyni landfræðinema. Veðrið í dag forsmekkur af því sem koma skal Hildur segir það ef til vill viðeigandi að veðrið sé eins og það er í dag, „því með hækkandi hitastigi mun líklega verða hvassara og blautara hér á Íslandi. Þetta er því kannski forsmekkurinn af því sem koma skal ef ekkert verður að gert.“ Hildur segir alþjóðasamfélagið ekki hafa mörg ár til stefnu, sé ætlunin að afstýra mestu hörmungunum. „Þetta er málefni sem er afskaplega mikilvægt og það ríður á að gera eitthvað núna. Aukaverkun af auknum koltvísýringi er líka súrnun sjávar. Það ógnar mjög útgerð á Ísland, sem er einn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar og við erum að stefna fiskinum í ofsalega hættu.“ Stóriðja Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Við munum lesa upp kröfur til íslenskra stjórnvalda á fundinum á eftir um að ríkisstjórn Íslands víki frá þessari stóriðjustefnu, því hún samræmist ekki þeim skuldbindingum sem Ísland hefur gert á alþjóðavettvangi um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur og einn skipuleggjenda Loftslagsgöngu Reykjavíkur sem farin verður klukkan 14 í dag. Hildur segir gönguna vera hluta af alþjóðlegri hreyfingu, People‘s Climate March og þegar hafa verið boðaðir yfir 2.700 viðburðir í dag og í gær í 160 löndum. „Þetta er gert til að setja pressu á leiðtogana og sýna að fólk er að pæla í þessu, hefur áhyggjur og vill alvöru aðgerðir. Það er stór fundur í New York á þriðjudaginn sem Ban Ki-moon stendur fyrir og hann er búinn að bjóða þjóðarleiðtogum þangað. Hugsunin með fundinum er að liðka fyrir að samkomulag náist á loftslagsráðstefnu í París á næsta ári. Hann er að reyna að veita leiðtogum vettvang til að ræða málin í rólegheitum svo að almennilegt samkomulag náist á næsta ári,“ segir Hildur en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn í New York fyrir Íslands hönd. Gangan hefst á Drekasvæðinu Loftslagsganga Reykjavíkur fer frá Drekasvæðinu svokallaða (fyrir framan söluturninn Drekann á horni Kárastígs, Grettisgötu og Frakkastígs) sem leið liggur upp Kárastíg, niður Skólavörðustíg, Bankastræti, Austurstræti og á Austurvöll. Þar verður haldinn kröfufundur og þess krafist að stjórnvöld virði skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og taki af alvöru á málinu, „enda eru loftslagsbreytingar af mannavöldum stærsta ógn sem Ísland, og reyndar lífríki allt, stendur frammi fyrir,“ líkt og segir í tilkynningu. Hildur mun flytja ræðu ásamt Halldóri Björnssyni, hópstjóra loftlagsrannsókna hjá Veðurstofunni og Finni Guðmundarsyni Olgusyni landfræðinema. Veðrið í dag forsmekkur af því sem koma skal Hildur segir það ef til vill viðeigandi að veðrið sé eins og það er í dag, „því með hækkandi hitastigi mun líklega verða hvassara og blautara hér á Íslandi. Þetta er því kannski forsmekkurinn af því sem koma skal ef ekkert verður að gert.“ Hildur segir alþjóðasamfélagið ekki hafa mörg ár til stefnu, sé ætlunin að afstýra mestu hörmungunum. „Þetta er málefni sem er afskaplega mikilvægt og það ríður á að gera eitthvað núna. Aukaverkun af auknum koltvísýringi er líka súrnun sjávar. Það ógnar mjög útgerð á Ísland, sem er einn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar og við erum að stefna fiskinum í ofsalega hættu.“
Stóriðja Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira