Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2014 14:48 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að meintum kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Hafði ekki milligöngu „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli, við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni um þetta mál,“ sagði hann. „Mér finnst mjög gott að lögreglan sé að endurnýja sín vopn. Það er mikilvægt að lögreglan hafi aðgang að slíkum vopnum við það umhverfi sem hún er að starfa í dag. Þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan sé að endurnýja þann búnað sem hún hefur.“ Aðspurður hvort það kæmi almenningi ekki við hvað lögreglan gerði sagði Gunnar svo auðvitað vera en að hún væri ekki að gera neitt annað en það sem hún hefði heimildir til. „Auðvitað kemur það því við sem hún er að gera og þau eru bara að starfa innan þeirra laga og reglna sem þessar stofnanir hafa og það er bara mjög eðlilegt að þau endurnýi sinn búnað og þar á meðal vopn.“„Rugl“ að tala um stefnubreytingu Gunnar Bragi sagði það einnig vera rugl að tala um stefnubreytingu vegna vélbyssukaupanna. „Nei, nei, það er engin… Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting vegna þess að lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum,“ sagði hann og sagðist ekki skilja af hverju talað væri um stefnubreytingu í fjölmiðlum. Benti hann á að lítið hafi verið rætt um vopnavæðingu lögreglunnar þegar norskir fjölmiðlar sögðu frá því árið 2010 að Landhelgisgæslan hefði keypt byssur af yfirvöldum þar. „Voru menn að velta því fyrir sér þá, hvort það væri eðlilegt eða löglegt eða ekki? Nei það var ekki gert. Það var engin að gera athugasemd við það þá, af hverju er menn að gera athugasemdir núna.“Metur ekki vopnaþörfina Gunnar Bragi sagðist ekki geta svarað því hvað eðlilegt væri að landhelgisgæslan og lögreglan ættu af vopnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún þyrfti mikið af vopnum. Lögreglan og gæslan metur bara sjálf hvað hún þarf að búnaði,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort gæslan og lögreglan gætu þá alveg eins keypt skriðdreka án aðkomu ríkisins brást hann ókvæða við. „Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, fáránleg hugmynd og fáránlegt að segja þetta ágæti fréttamaður að það sé sama að kaupa skriðdreka og vopn, vélbyssur eða handbyssur eða svoleiðis. Þetta er algjörlega fáránlegt, ég bara svara ekki svona vitlausri spurningu,“ sagði hann.Svörin áttu að vera skýrari Þá sagði Gunnar Bragi að engin leynd væri yfir málinu. „Það er engin leynd yfir þessu. Það vita allir að lögreglan hefur haft vopn,“ sagði hann. „Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta.“ Hann sagði að sér fyndist að veita hefði átt skýrari svör en vildi ekki ganga svo langt að segja að talsmenn gæslunnar og lögreglunnar væru tvísaga.Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að meintum kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Hafði ekki milligöngu „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli, við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni um þetta mál,“ sagði hann. „Mér finnst mjög gott að lögreglan sé að endurnýja sín vopn. Það er mikilvægt að lögreglan hafi aðgang að slíkum vopnum við það umhverfi sem hún er að starfa í dag. Þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan sé að endurnýja þann búnað sem hún hefur.“ Aðspurður hvort það kæmi almenningi ekki við hvað lögreglan gerði sagði Gunnar svo auðvitað vera en að hún væri ekki að gera neitt annað en það sem hún hefði heimildir til. „Auðvitað kemur það því við sem hún er að gera og þau eru bara að starfa innan þeirra laga og reglna sem þessar stofnanir hafa og það er bara mjög eðlilegt að þau endurnýi sinn búnað og þar á meðal vopn.“„Rugl“ að tala um stefnubreytingu Gunnar Bragi sagði það einnig vera rugl að tala um stefnubreytingu vegna vélbyssukaupanna. „Nei, nei, það er engin… Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting vegna þess að lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum,“ sagði hann og sagðist ekki skilja af hverju talað væri um stefnubreytingu í fjölmiðlum. Benti hann á að lítið hafi verið rætt um vopnavæðingu lögreglunnar þegar norskir fjölmiðlar sögðu frá því árið 2010 að Landhelgisgæslan hefði keypt byssur af yfirvöldum þar. „Voru menn að velta því fyrir sér þá, hvort það væri eðlilegt eða löglegt eða ekki? Nei það var ekki gert. Það var engin að gera athugasemd við það þá, af hverju er menn að gera athugasemdir núna.“Metur ekki vopnaþörfina Gunnar Bragi sagðist ekki geta svarað því hvað eðlilegt væri að landhelgisgæslan og lögreglan ættu af vopnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún þyrfti mikið af vopnum. Lögreglan og gæslan metur bara sjálf hvað hún þarf að búnaði,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort gæslan og lögreglan gætu þá alveg eins keypt skriðdreka án aðkomu ríkisins brást hann ókvæða við. „Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, fáránleg hugmynd og fáránlegt að segja þetta ágæti fréttamaður að það sé sama að kaupa skriðdreka og vopn, vélbyssur eða handbyssur eða svoleiðis. Þetta er algjörlega fáránlegt, ég bara svara ekki svona vitlausri spurningu,“ sagði hann.Svörin áttu að vera skýrari Þá sagði Gunnar Bragi að engin leynd væri yfir málinu. „Það er engin leynd yfir þessu. Það vita allir að lögreglan hefur haft vopn,“ sagði hann. „Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta.“ Hann sagði að sér fyndist að veita hefði átt skýrari svör en vildi ekki ganga svo langt að segja að talsmenn gæslunnar og lögreglunnar væru tvísaga.Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira