Erlent

Svíar sannfærðir að um kafbát hafi verið að ræða

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Svíar eru enn sannfærðir um að kafbátur annars ríkis hafi verið á ferðinni við Stokkhólm, en allri leit var hætt í dag. Leitin hefur þá staðið yfir í viku. Byrjað var að draga úr leitinni á miðvikudaginn.

„Okkar mat er að það hafi verið minnst einn,“ sagði Anders Grenstad, aðmíráll, og bætti við að líklega væri báturinn núna farinn af svæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem gefið er í skyn að fleiri en einn kafbátur hafi verið á ferðinni.

Hann sagði á blaðamannafundi í dag að talið væri að erlendir aðilar hafi verið á ferðinni undir yfirborðinu við eyjaklasann í við Stokkhólm. Það sagði hann vera óásættanlegt.

Skip, þyrlur og rúmlega 200 manns tóku þátt í leitinni, sem hófst eftir að fjöldi fólks taldi sig hafa séð eitthvað í sjónum nærri Stokkhólmi. Aðmírállinn útilokaði að um hefðbundin kafbát væri að ráða.

Þrátt fyrir að yfirvöld í Svíþjóð hefur atvikið óneitanlega minnt á tíma Kalda stríðsins. Yfirvöld í Svíþjóð hafa ekki bendlað Rússa við málið, en því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að um rússneskan kafbát væri að ræða. Því hafa Rússar neitað og jafnvel hafa þeir sagt að hollenskur kafbátur hefði verið þar á ferð. Sem yfirvöld í Hollandi neituðu.

„Ég vil ekki tjá mig um hvað Rússar hafa sagt. Ég hef ekki bent á neina þjóð,“ sagði aðmírállinn.


Tengdar fréttir

Kafbáturinn enn ófundinn

Sænski herinn leitar enn að mögulegum kafbát í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm en nú eru sex dagar liðnir frá því leitin hófst.

Hafna fullyrðingum um kafbát í vanda

Leit sænska sjóhersins að kafbáti í sænska Skerjagarðinum hefur engan árangur borið. Talið er að kafbáturinn sé rússneskur og eigi við einhvers konar vélarbilun að stríða en Rússar vísa þessum fullyrðingum á bug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×