Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2014 10:40 Þórunn Egilsdóttir. Óvænt komu holl ráð úr ræðustól þingsins til þeirra sem ganga til veiða í dag. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu og flutti óvænt holl ráð til rjúpnaskytta. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakið máls á vopnavæðingu lögreglunnar og var henni mikið niðri fyrir, máli sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga, en Þórunn vék tali sínu óvænt að öðru. „Talandi um byssur og vopnaeign, það leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga, það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi og hvetja sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi,“ sagði Þórunn. Þórunn hélt áfram og sagði mikilvægt að menn gæti varúðar í öllu, viti hvað þeir eru með í höndunum, þekki vopn sín, kanni landslag, láti vita af sér og séu í vatnsheldum skóm með grófum sóla því maður viti aldrei hverju maður lendir í. Vísi er ekki kunnugt um að margir á þinginu séu skotveiðimenn, Guðlaugur Þór Þórðarson er reyndar þekkt skytta, og hann var í þingsal þegar þessi góðu ráð voru flutt. „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“En, eru margir veiðimenn á Alþingi? „Nei, í rauninni mjög fáir. Ég held að það sé bara ég. Og, ég klikka ekki á skónum. Ég get alveg sagt þér það. Ekki eftir þessa ræðu,“ sagði Guðlaugur Þór sem lítið hefur komist til veiða þetta haustið, og var reyndar á fundi fjárlaganefndar þegar Vísir náði af honum tali. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu og flutti óvænt holl ráð til rjúpnaskytta. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakið máls á vopnavæðingu lögreglunnar og var henni mikið niðri fyrir, máli sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga, en Þórunn vék tali sínu óvænt að öðru. „Talandi um byssur og vopnaeign, það leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga, það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi og hvetja sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi,“ sagði Þórunn. Þórunn hélt áfram og sagði mikilvægt að menn gæti varúðar í öllu, viti hvað þeir eru með í höndunum, þekki vopn sín, kanni landslag, láti vita af sér og séu í vatnsheldum skóm með grófum sóla því maður viti aldrei hverju maður lendir í. Vísi er ekki kunnugt um að margir á þinginu séu skotveiðimenn, Guðlaugur Þór Þórðarson er reyndar þekkt skytta, og hann var í þingsal þegar þessi góðu ráð voru flutt. „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“En, eru margir veiðimenn á Alþingi? „Nei, í rauninni mjög fáir. Ég held að það sé bara ég. Og, ég klikka ekki á skónum. Ég get alveg sagt þér það. Ekki eftir þessa ræðu,“ sagði Guðlaugur Þór sem lítið hefur komist til veiða þetta haustið, og var reyndar á fundi fjárlaganefndar þegar Vísir náði af honum tali.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira