Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. október 2014 08:00 Arnar Gunnlaugsson og félagar hans í einkahlutafélaginu JL Holding ehf. hafa óskað eftir því að opna hostel á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. vísir/stefán Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem eru á meðal hluthafa í einkahlutafélaginu JL Holding ehf., hafa lagt inn umsókn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að opna gistiheimili í JL-húsinu sögufræga sem stendur við Hringbraut í Reykjavík. Félagið hefur í hyggju að starfrækja gististað á tveimur efstu hæðunum í húsinu, fjórðu og fimmtu hæð. „Okkur langar mikið til að glæða þetta sögufræga hús smá lífi. Við teljum húsið henta mjög vel í slíka starfsemi. Húsið á mikla sögu og við erum alveg á því að það eigi að vera líf þarna,“ segir Arnar Gunnlaugsson. Sem stendur er umsókn þeirra félaga í ferli hjá Reykjavíkurborg og er ekki enn komið grænt ljós á framkvæmdirnar. „Við vonumst eftir því að umsóknin verði tekin til skoðunar á næstu vikum,“ bætir Arnar við. Í umsókninni er óskað eftir leyfi fyrir 185 gistirýmum eða rúmum, en JL Holding hefur átt fjórðu og fimmtu hæðina í húsinu í um það bil eitt ár. „Það er yfirleitt talað um rúm frekar en herbergi þegar talað er um hostel.“Arnar GunnlaugssonHerbergin verða misstór, allt frá einstaklingsherbergjum upp í tíu manna herbergi. Arnar segir Kex hostel hafi sett ákveðinn staðal hvað varðar gæði og stemningu en að þeir félagar ætli að gera sína eigin hluti og hafa sitt eigið konsept. „Við erum fullvissir um að okkar konsept og stemning eigi eftir að falla vel að ört stækkandi ferðamannamarkaði á Íslandi. Stemningin á Kexi er mjög skemmtileg og heillandi en okkur langar líka að búa til góða stemningu og ætlum okkur allavega ekki að verða síðri en Kex. Það er alveg rými fyrir nokkur góð hostel í viðbót í Reykjavík,“ útskýrir Arnar og bætir við; „Ég held að hinn almenni ferðamaður geri líka meiri kröfur í dag, hvort sem það er hostel eða hótel.“ Arnar segir það vel geta verið að þeir muni sækja um leyfi fyrir bar eða veitingastað seinna meir, en það sé ekki á döfinni núna. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, ReykjavíkurAkademían, var áður með aðstöðu sína á efstu tveimur hæðunum í húsinu. Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem eru á meðal hluthafa í einkahlutafélaginu JL Holding ehf., hafa lagt inn umsókn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að opna gistiheimili í JL-húsinu sögufræga sem stendur við Hringbraut í Reykjavík. Félagið hefur í hyggju að starfrækja gististað á tveimur efstu hæðunum í húsinu, fjórðu og fimmtu hæð. „Okkur langar mikið til að glæða þetta sögufræga hús smá lífi. Við teljum húsið henta mjög vel í slíka starfsemi. Húsið á mikla sögu og við erum alveg á því að það eigi að vera líf þarna,“ segir Arnar Gunnlaugsson. Sem stendur er umsókn þeirra félaga í ferli hjá Reykjavíkurborg og er ekki enn komið grænt ljós á framkvæmdirnar. „Við vonumst eftir því að umsóknin verði tekin til skoðunar á næstu vikum,“ bætir Arnar við. Í umsókninni er óskað eftir leyfi fyrir 185 gistirýmum eða rúmum, en JL Holding hefur átt fjórðu og fimmtu hæðina í húsinu í um það bil eitt ár. „Það er yfirleitt talað um rúm frekar en herbergi þegar talað er um hostel.“Arnar GunnlaugssonHerbergin verða misstór, allt frá einstaklingsherbergjum upp í tíu manna herbergi. Arnar segir Kex hostel hafi sett ákveðinn staðal hvað varðar gæði og stemningu en að þeir félagar ætli að gera sína eigin hluti og hafa sitt eigið konsept. „Við erum fullvissir um að okkar konsept og stemning eigi eftir að falla vel að ört stækkandi ferðamannamarkaði á Íslandi. Stemningin á Kexi er mjög skemmtileg og heillandi en okkur langar líka að búa til góða stemningu og ætlum okkur allavega ekki að verða síðri en Kex. Það er alveg rými fyrir nokkur góð hostel í viðbót í Reykjavík,“ útskýrir Arnar og bætir við; „Ég held að hinn almenni ferðamaður geri líka meiri kröfur í dag, hvort sem það er hostel eða hótel.“ Arnar segir það vel geta verið að þeir muni sækja um leyfi fyrir bar eða veitingastað seinna meir, en það sé ekki á döfinni núna. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, ReykjavíkurAkademían, var áður með aðstöðu sína á efstu tveimur hæðunum í húsinu.
Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira