Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. október 2014 08:00 Arnar Gunnlaugsson og félagar hans í einkahlutafélaginu JL Holding ehf. hafa óskað eftir því að opna hostel á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. vísir/stefán Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem eru á meðal hluthafa í einkahlutafélaginu JL Holding ehf., hafa lagt inn umsókn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að opna gistiheimili í JL-húsinu sögufræga sem stendur við Hringbraut í Reykjavík. Félagið hefur í hyggju að starfrækja gististað á tveimur efstu hæðunum í húsinu, fjórðu og fimmtu hæð. „Okkur langar mikið til að glæða þetta sögufræga hús smá lífi. Við teljum húsið henta mjög vel í slíka starfsemi. Húsið á mikla sögu og við erum alveg á því að það eigi að vera líf þarna,“ segir Arnar Gunnlaugsson. Sem stendur er umsókn þeirra félaga í ferli hjá Reykjavíkurborg og er ekki enn komið grænt ljós á framkvæmdirnar. „Við vonumst eftir því að umsóknin verði tekin til skoðunar á næstu vikum,“ bætir Arnar við. Í umsókninni er óskað eftir leyfi fyrir 185 gistirýmum eða rúmum, en JL Holding hefur átt fjórðu og fimmtu hæðina í húsinu í um það bil eitt ár. „Það er yfirleitt talað um rúm frekar en herbergi þegar talað er um hostel.“Arnar GunnlaugssonHerbergin verða misstór, allt frá einstaklingsherbergjum upp í tíu manna herbergi. Arnar segir Kex hostel hafi sett ákveðinn staðal hvað varðar gæði og stemningu en að þeir félagar ætli að gera sína eigin hluti og hafa sitt eigið konsept. „Við erum fullvissir um að okkar konsept og stemning eigi eftir að falla vel að ört stækkandi ferðamannamarkaði á Íslandi. Stemningin á Kexi er mjög skemmtileg og heillandi en okkur langar líka að búa til góða stemningu og ætlum okkur allavega ekki að verða síðri en Kex. Það er alveg rými fyrir nokkur góð hostel í viðbót í Reykjavík,“ útskýrir Arnar og bætir við; „Ég held að hinn almenni ferðamaður geri líka meiri kröfur í dag, hvort sem það er hostel eða hótel.“ Arnar segir það vel geta verið að þeir muni sækja um leyfi fyrir bar eða veitingastað seinna meir, en það sé ekki á döfinni núna. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, ReykjavíkurAkademían, var áður með aðstöðu sína á efstu tveimur hæðunum í húsinu. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem eru á meðal hluthafa í einkahlutafélaginu JL Holding ehf., hafa lagt inn umsókn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að opna gistiheimili í JL-húsinu sögufræga sem stendur við Hringbraut í Reykjavík. Félagið hefur í hyggju að starfrækja gististað á tveimur efstu hæðunum í húsinu, fjórðu og fimmtu hæð. „Okkur langar mikið til að glæða þetta sögufræga hús smá lífi. Við teljum húsið henta mjög vel í slíka starfsemi. Húsið á mikla sögu og við erum alveg á því að það eigi að vera líf þarna,“ segir Arnar Gunnlaugsson. Sem stendur er umsókn þeirra félaga í ferli hjá Reykjavíkurborg og er ekki enn komið grænt ljós á framkvæmdirnar. „Við vonumst eftir því að umsóknin verði tekin til skoðunar á næstu vikum,“ bætir Arnar við. Í umsókninni er óskað eftir leyfi fyrir 185 gistirýmum eða rúmum, en JL Holding hefur átt fjórðu og fimmtu hæðina í húsinu í um það bil eitt ár. „Það er yfirleitt talað um rúm frekar en herbergi þegar talað er um hostel.“Arnar GunnlaugssonHerbergin verða misstór, allt frá einstaklingsherbergjum upp í tíu manna herbergi. Arnar segir Kex hostel hafi sett ákveðinn staðal hvað varðar gæði og stemningu en að þeir félagar ætli að gera sína eigin hluti og hafa sitt eigið konsept. „Við erum fullvissir um að okkar konsept og stemning eigi eftir að falla vel að ört stækkandi ferðamannamarkaði á Íslandi. Stemningin á Kexi er mjög skemmtileg og heillandi en okkur langar líka að búa til góða stemningu og ætlum okkur allavega ekki að verða síðri en Kex. Það er alveg rými fyrir nokkur góð hostel í viðbót í Reykjavík,“ útskýrir Arnar og bætir við; „Ég held að hinn almenni ferðamaður geri líka meiri kröfur í dag, hvort sem það er hostel eða hótel.“ Arnar segir það vel geta verið að þeir muni sækja um leyfi fyrir bar eða veitingastað seinna meir, en það sé ekki á döfinni núna. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, ReykjavíkurAkademían, var áður með aðstöðu sína á efstu tveimur hæðunum í húsinu.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira