Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2014 20:15 Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, sem nú er einnig Hljómahöllin. Þar funduðu sjö norrænir ráðherrar atvinnu- orku- og byggðamála en samhliða fór fram norræn ráðstefna um byggðamál í gær og í dag. Meðal ráðherranna var olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Tord Lien, sem norskir fjölmiðlar kalla Turbo Tord, eða Túrbó-Þórð. Í fyrra var hann sagður ætla að opna á meira íslenskt olíuævintýri þegar hann ákvað að norska ríkið, í gegnum ríkisolíufélagið Petoro, skyldi taka fullan þátt í olíuleit með Íslendingum á Drekasvæðinu, þrátt fyrir að nýgerður stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinar mælti fyrir um að Jan Mayen-svæðið skyldi ekki opnað til olíuleitar. „Við tókum þátt í þessu því höfum trú á að hér séu möguleikar sem hægt sé að kortleggja,“ segir Tord Lien í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en bætir við: „Það er ekkert leyndarmál að sjávarbotninn á hluta af íslenska og norska landgrunninu umhverfis Jan Mayen er mun erfiðari til rannsóknar en til dæmis landgrunnsbotninn við Noreg.“ Þótt hægriflokkarnir tveir í minnihlutastjórn Ernu Solberg í Noregi styðji báðir olíuleit við Jan Mayen neyddust þeir við stjórnarmyndun í fyrra til að fallast á kröfu tveggja smáflokka, um bann við opnun nýrra olíusvæða, til að tryggja sér stuðning þeirra á Stórþinginu. -Er bara spurning um tíma hvenær Noregur fer inn á Jan Mayen svæðið? „Ég vil ekki vera með getgátur um það,“ svarar Tord Lien. „Flokkur minn hefur talið að það eigi að opna Jan Mayen svæðið. Nú er fyrir hendi samstarfssamningur sem gildir til ársins 2017 og ríkisstjórnin fer eftir honum. Þannig er staðan í dag.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra stýrði fundi norrænu ráðherranefndarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Noregur Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, sem nú er einnig Hljómahöllin. Þar funduðu sjö norrænir ráðherrar atvinnu- orku- og byggðamála en samhliða fór fram norræn ráðstefna um byggðamál í gær og í dag. Meðal ráðherranna var olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Tord Lien, sem norskir fjölmiðlar kalla Turbo Tord, eða Túrbó-Þórð. Í fyrra var hann sagður ætla að opna á meira íslenskt olíuævintýri þegar hann ákvað að norska ríkið, í gegnum ríkisolíufélagið Petoro, skyldi taka fullan þátt í olíuleit með Íslendingum á Drekasvæðinu, þrátt fyrir að nýgerður stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinar mælti fyrir um að Jan Mayen-svæðið skyldi ekki opnað til olíuleitar. „Við tókum þátt í þessu því höfum trú á að hér séu möguleikar sem hægt sé að kortleggja,“ segir Tord Lien í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en bætir við: „Það er ekkert leyndarmál að sjávarbotninn á hluta af íslenska og norska landgrunninu umhverfis Jan Mayen er mun erfiðari til rannsóknar en til dæmis landgrunnsbotninn við Noreg.“ Þótt hægriflokkarnir tveir í minnihlutastjórn Ernu Solberg í Noregi styðji báðir olíuleit við Jan Mayen neyddust þeir við stjórnarmyndun í fyrra til að fallast á kröfu tveggja smáflokka, um bann við opnun nýrra olíusvæða, til að tryggja sér stuðning þeirra á Stórþinginu. -Er bara spurning um tíma hvenær Noregur fer inn á Jan Mayen svæðið? „Ég vil ekki vera með getgátur um það,“ svarar Tord Lien. „Flokkur minn hefur talið að það eigi að opna Jan Mayen svæðið. Nú er fyrir hendi samstarfssamningur sem gildir til ársins 2017 og ríkisstjórnin fer eftir honum. Þannig er staðan í dag.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra stýrði fundi norrænu ráðherranefndarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Noregur Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45