Verkfall tónlistarkennara: Algjör pattstaða í kjaradeilunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. nóvember 2014 20:01 Algjör pattstaða er í deilu tónlistarkennara og sveitarfélaganna. Verkfallið hefur nú staðið í á fjórðu viku. Tónlistarkennarar fá greiddar út um hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á meðan á verkfalli stendur eða um fjögur þúsund og fimm hundruð krónur á dag eftir skatta. Ríkissáttasemjari segir að ekki sé tilefni til að boða til fundar með deiluaðilum fyrr en eitthvað nýtt kemur kemur fram. Síðasti fundur var á mánudaginn en alls hafa 26 fundir verið haldnir. Rætt var við Sigrúnu Grendal, formann Félags tónlistarkennara, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég hugsa að það sé nú erfiðast fyrir marga að geta ekki farið og gengið til sinna starfa. Okkur er mjög umhugað um okkar nemendur. En það er auðvitað þannig líka að maður fær pósta um nætur og fólk nær illa endum saman. Það skín hins vegar í gegn að fólk vill geta gengið til sinna starfa upprétt,“ sagði Sigrún. Hún getur ekki sagt til um hvað verkfallið mun standa lengi. „Við bara biðlum til sveitarfélaganna að koma að samningaborðinu með svolítið skapandi og opnum huga. Það er auðvitað þannig að það er eiginlega ótækt að við þurfum að fara endurtekið þá leið að skoða og meta hvort að störf okkar séu jafnverðmæt og sambærileg og annarra kennara. Þetta eru stóru línurnar sem við ættum að vera sammála um,“ sagði Sigrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Sýna tónlistarkennurum stuðning Fjölmargir listamenn tóku þátt í myndbandi til stuðnings verkfalls tónlistarkennara, en kennarar eru áhyggjufullir yfir stöðu mála. 11. nóvember 2014 22:22 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Ekkert samkomulag á fundi tónlistarkennara Ekkert samkomulag náðist á fundi tónlistarkennara og fulltrúa sveitarfélaganna í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundi var slitið um klukkan fimm og hefur nýr fundur verið boðaður á föstudag. 28. október 2014 18:15 „Ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara“ Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Sigrún Grendal er döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. 3. nóvember 2014 11:44 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Illa gengur að semja Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Sjá meira
Algjör pattstaða er í deilu tónlistarkennara og sveitarfélaganna. Verkfallið hefur nú staðið í á fjórðu viku. Tónlistarkennarar fá greiddar út um hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á meðan á verkfalli stendur eða um fjögur þúsund og fimm hundruð krónur á dag eftir skatta. Ríkissáttasemjari segir að ekki sé tilefni til að boða til fundar með deiluaðilum fyrr en eitthvað nýtt kemur kemur fram. Síðasti fundur var á mánudaginn en alls hafa 26 fundir verið haldnir. Rætt var við Sigrúnu Grendal, formann Félags tónlistarkennara, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég hugsa að það sé nú erfiðast fyrir marga að geta ekki farið og gengið til sinna starfa. Okkur er mjög umhugað um okkar nemendur. En það er auðvitað þannig líka að maður fær pósta um nætur og fólk nær illa endum saman. Það skín hins vegar í gegn að fólk vill geta gengið til sinna starfa upprétt,“ sagði Sigrún. Hún getur ekki sagt til um hvað verkfallið mun standa lengi. „Við bara biðlum til sveitarfélaganna að koma að samningaborðinu með svolítið skapandi og opnum huga. Það er auðvitað þannig að það er eiginlega ótækt að við þurfum að fara endurtekið þá leið að skoða og meta hvort að störf okkar séu jafnverðmæt og sambærileg og annarra kennara. Þetta eru stóru línurnar sem við ættum að vera sammála um,“ sagði Sigrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Sýna tónlistarkennurum stuðning Fjölmargir listamenn tóku þátt í myndbandi til stuðnings verkfalls tónlistarkennara, en kennarar eru áhyggjufullir yfir stöðu mála. 11. nóvember 2014 22:22 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Ekkert samkomulag á fundi tónlistarkennara Ekkert samkomulag náðist á fundi tónlistarkennara og fulltrúa sveitarfélaganna í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundi var slitið um klukkan fimm og hefur nýr fundur verið boðaður á föstudag. 28. október 2014 18:15 „Ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara“ Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Sigrún Grendal er döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. 3. nóvember 2014 11:44 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Illa gengur að semja Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Sjá meira
Sýna tónlistarkennurum stuðning Fjölmargir listamenn tóku þátt í myndbandi til stuðnings verkfalls tónlistarkennara, en kennarar eru áhyggjufullir yfir stöðu mála. 11. nóvember 2014 22:22
500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30
Ekkert samkomulag á fundi tónlistarkennara Ekkert samkomulag náðist á fundi tónlistarkennara og fulltrúa sveitarfélaganna í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundi var slitið um klukkan fimm og hefur nýr fundur verið boðaður á föstudag. 28. október 2014 18:15
„Ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara“ Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Sigrún Grendal er döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. 3. nóvember 2014 11:44
Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53
Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59
Illa gengur að semja Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær. 5. nóvember 2014 07:00