Maður sem barði konu í andlitið í New York sleppur við ákæru Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. nóvember 2014 16:11 Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu. Maður frá New York verður ekki kærður fyrir slá konu í andlitið í síðustu viku. Maðurinn og konan voru um borð í lest þegar þau fóru að rífast. Konan sló manninn í hnakkann með skó og sneri maðurinn sér við og sló hana með flötum lófa í andlitið. Atvikið náðist á myndband og það sett á vefsíðuna Youtube á sunnudaginn. Myndbandið hefur farið víða í netheimum, horft hefur verið á það í um fimm milljónir skipta. Það má sjá hér að neðan: New York Post birtir í dag viðtal við manninn. Þar kemur fram að hann hafi verið handtekinn og var geymdur í fangageymslum lögreglunnar í New York í fjóra daga í kjölfar atviksins. Saksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að ákæra manninn, því hann hafi slegið konuna í sjálfsvörn, eftir að hún réðst á hann. Í fréttinni kemur fram að konan og vinkonur hennar hafi gert grín af manninum, sem heitir Jorge Pena, vegna klæðaburðar hans. Þær sögðu jakkann ekki vera í tísku en maðurinn bendir á að rapparinn T.I. hafi verið í eins jakka í nýjasta myndbandi sínu og finnst hann þannig að hafa sýnt fram á að hann sé móðins. Seinfeld-aðdáendur muna eflaust eftir svipuðum jakka en persónan David Puddy klæddist honum. Puddy var kærasti Elaine, bestu vinkonu Jerry Seinfeld. Hér að neðan má sjá atriði þar sem Puddy er í jakkanum. „Ég elska þennan jakka,“ segir hann í samtali við New York Post. Hann segist þó ekki ætla að klæðast honum aftur, því allir muni tengja hann við slagsmálin. Pena er fæddur í Dóminíska lýðveldinu og kom til Bandaríkjanna til þess að spila hafnabolta. Hann var um tíma atvinnumaður en þurfti að hætta vegna meiðsla árið 2010. „Ég hef aldrei slegið neinn áður, sérstaklega ekki stelpu,“ segir Pena. Konan, sem er 21 árs og heitir Danay Howard, hefur verið kærð fyrir líkamsárás fyrir að slá Pena með skónum. Vinkona hennar, hin tvítuga Shanique Campbell, hefur einnig verið kærð fyrir sama brot, en hún sló Pena með veskinu sínu Lögfræðingur Pena segist afar ánægður að atvikið hafi verið tekið upp á myndband. Þannig hafi saksóknarinn haft öll þau sönnunargögn sem hann þurfti fyrir framan sig og getað tekið rétta ákvörðun. Pena ætlar í mál við borgina vegna þess að hann var látinn gista fangageymslur í fjóra sólarhringa. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Maður frá New York verður ekki kærður fyrir slá konu í andlitið í síðustu viku. Maðurinn og konan voru um borð í lest þegar þau fóru að rífast. Konan sló manninn í hnakkann með skó og sneri maðurinn sér við og sló hana með flötum lófa í andlitið. Atvikið náðist á myndband og það sett á vefsíðuna Youtube á sunnudaginn. Myndbandið hefur farið víða í netheimum, horft hefur verið á það í um fimm milljónir skipta. Það má sjá hér að neðan: New York Post birtir í dag viðtal við manninn. Þar kemur fram að hann hafi verið handtekinn og var geymdur í fangageymslum lögreglunnar í New York í fjóra daga í kjölfar atviksins. Saksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að ákæra manninn, því hann hafi slegið konuna í sjálfsvörn, eftir að hún réðst á hann. Í fréttinni kemur fram að konan og vinkonur hennar hafi gert grín af manninum, sem heitir Jorge Pena, vegna klæðaburðar hans. Þær sögðu jakkann ekki vera í tísku en maðurinn bendir á að rapparinn T.I. hafi verið í eins jakka í nýjasta myndbandi sínu og finnst hann þannig að hafa sýnt fram á að hann sé móðins. Seinfeld-aðdáendur muna eflaust eftir svipuðum jakka en persónan David Puddy klæddist honum. Puddy var kærasti Elaine, bestu vinkonu Jerry Seinfeld. Hér að neðan má sjá atriði þar sem Puddy er í jakkanum. „Ég elska þennan jakka,“ segir hann í samtali við New York Post. Hann segist þó ekki ætla að klæðast honum aftur, því allir muni tengja hann við slagsmálin. Pena er fæddur í Dóminíska lýðveldinu og kom til Bandaríkjanna til þess að spila hafnabolta. Hann var um tíma atvinnumaður en þurfti að hætta vegna meiðsla árið 2010. „Ég hef aldrei slegið neinn áður, sérstaklega ekki stelpu,“ segir Pena. Konan, sem er 21 árs og heitir Danay Howard, hefur verið kærð fyrir líkamsárás fyrir að slá Pena með skónum. Vinkona hennar, hin tvítuga Shanique Campbell, hefur einnig verið kærð fyrir sama brot, en hún sló Pena með veskinu sínu Lögfræðingur Pena segist afar ánægður að atvikið hafi verið tekið upp á myndband. Þannig hafi saksóknarinn haft öll þau sönnunargögn sem hann þurfti fyrir framan sig og getað tekið rétta ákvörðun. Pena ætlar í mál við borgina vegna þess að hann var látinn gista fangageymslur í fjóra sólarhringa.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira