Kvennalandsliðið í körfubolta fékk hæsta styrkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2014 14:20 Mynd/Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 37 talsins. Þetta er tíunda úthlutun sjóðsins sem hefur nú úthlutað í heild 25 milljónum króna í styrki til afrekskvenna.Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni:Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondokona, 500.000. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélagið Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Ingibjörg Erla er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og fjórum sinnum hefur hún hlotið nafnbótina Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla hefur 4x orðið Norðurlandameistari í grein sinni og náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Ingibjörg Erla er í Team Nordic sem er hópur fremstu taekwondo keppenda norðurlanda. Ingibjörg Erla keppti fyrir skemmstu á EM U21 og mun á komandi mánuðum taka þátt í alþjóðlegum mótum þar sem keppt er um stig sem gilda til þátttöku á Ólympíuleikum.Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, 500.000. Thelma Björg keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Thelma Björg hefur náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum. Thelma hefur sett rúmlega 175 Íslandsmet í 25 og 50 metra laug frá árinu 2010. Besta árangri sínum til þessa náði Thelma Björg á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven 2014 þar sem hún náði í bronsverðlaun. Í fyrra náði Thelma Björg fimmta besta heimsárangri í 400 metra skriðsundi sem jafnframt var þriðji besti tími í Evrópu. Á næstu misserum eru framundan mörg alþjóðleg verkefni t.a.m. HM í sundi í Glasgow á næsta ári.Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona, 500.000 Vegna æfinga og keppni á komandi mánuðum. Hrafnhildur hefur verið ein fremsta sundkona landsins undanfarin ár. Besta árangri sínum til þessa náði hún á EM50 í sumar þar sem hún setti Íslandsmet og keppti í úrslitum í 50m. bringusundi þar sem hún náði 8. sæti. Í beinu framhaldi fór Hrafnhildur á heimsbikarmót í 25m laug í Doha, þar sló hún eigin Íslandsmet í 50 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur stundar nám í USA og mun æfa þar fram að Ólympíuleikum. Hrafnhildur hefur náð lágmörkum fyrir HM25 sem fram fer í Doha í desember.Körfuknattleikssamband Íslands, 1.000.000 vegna A landsliðs kvenna. Stúlknalandslið KKÍ náðu góðum árangri á árinu þegar 16 ára landsliðið varð norðurlandameistari og U18 náði besta árangri sem náðst hefur á EM í þeim aldursflokki. Landslið Íslands í körfuknattleik kvenna er aftur mætt til keppni eftir hlé. Landsliðið keppti á EM smáþjóða á árinu þar sem þær náðu 2. sæti. Með góðri frammistöðu á mótinu sýndu Íslensku stúlkurnar að þær eiga heima í keppni bestu liða Evrópu. Á næsta ári stendur mikið til þar sem landsliðið keppir á Smáþjóðaleikum á Íslandi í byrjun júní og tekur svo í beinu framhaldi þátt í undankeppni fyrir EM sem leikin verður í júní og júlí. Framundan er áframhaldandi uppbygging landsliðsstarfs kvenna með þeim góða efniviði sem er til staðar.Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í ellefta sinn úr sjóðnum. Frjálsar íþróttir Íslenski körfuboltinn Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 37 talsins. Þetta er tíunda úthlutun sjóðsins sem hefur nú úthlutað í heild 25 milljónum króna í styrki til afrekskvenna.Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni:Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondokona, 500.000. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélagið Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Ingibjörg Erla er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og fjórum sinnum hefur hún hlotið nafnbótina Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla hefur 4x orðið Norðurlandameistari í grein sinni og náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Ingibjörg Erla er í Team Nordic sem er hópur fremstu taekwondo keppenda norðurlanda. Ingibjörg Erla keppti fyrir skemmstu á EM U21 og mun á komandi mánuðum taka þátt í alþjóðlegum mótum þar sem keppt er um stig sem gilda til þátttöku á Ólympíuleikum.Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, 500.000. Thelma Björg keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Thelma Björg hefur náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum. Thelma hefur sett rúmlega 175 Íslandsmet í 25 og 50 metra laug frá árinu 2010. Besta árangri sínum til þessa náði Thelma Björg á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven 2014 þar sem hún náði í bronsverðlaun. Í fyrra náði Thelma Björg fimmta besta heimsárangri í 400 metra skriðsundi sem jafnframt var þriðji besti tími í Evrópu. Á næstu misserum eru framundan mörg alþjóðleg verkefni t.a.m. HM í sundi í Glasgow á næsta ári.Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona, 500.000 Vegna æfinga og keppni á komandi mánuðum. Hrafnhildur hefur verið ein fremsta sundkona landsins undanfarin ár. Besta árangri sínum til þessa náði hún á EM50 í sumar þar sem hún setti Íslandsmet og keppti í úrslitum í 50m. bringusundi þar sem hún náði 8. sæti. Í beinu framhaldi fór Hrafnhildur á heimsbikarmót í 25m laug í Doha, þar sló hún eigin Íslandsmet í 50 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur stundar nám í USA og mun æfa þar fram að Ólympíuleikum. Hrafnhildur hefur náð lágmörkum fyrir HM25 sem fram fer í Doha í desember.Körfuknattleikssamband Íslands, 1.000.000 vegna A landsliðs kvenna. Stúlknalandslið KKÍ náðu góðum árangri á árinu þegar 16 ára landsliðið varð norðurlandameistari og U18 náði besta árangri sem náðst hefur á EM í þeim aldursflokki. Landslið Íslands í körfuknattleik kvenna er aftur mætt til keppni eftir hlé. Landsliðið keppti á EM smáþjóða á árinu þar sem þær náðu 2. sæti. Með góðri frammistöðu á mótinu sýndu Íslensku stúlkurnar að þær eiga heima í keppni bestu liða Evrópu. Á næsta ári stendur mikið til þar sem landsliðið keppir á Smáþjóðaleikum á Íslandi í byrjun júní og tekur svo í beinu framhaldi þátt í undankeppni fyrir EM sem leikin verður í júní og júlí. Framundan er áframhaldandi uppbygging landsliðsstarfs kvenna með þeim góða efniviði sem er til staðar.Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í ellefta sinn úr sjóðnum.
Frjálsar íþróttir Íslenski körfuboltinn Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti