Fékk mörg hundruð milljónum meira 13. nóvember 2014 17:00 Lloyd Christmas og Harry Dunne Heimskingjarnir snúa aftur á hvíta tjaldið tuttugu árum eftir að Dumb and Dumber kom út. Framhaldsmyndin sem svo margir hafa beðið eftir, Dumb and Dumber To, kemur í bíó á morgun. Þar taka þeir Jim Carrey og Jeff Daniels upp þráðinn þar sem þeir létu hann niður falla sem heimskingjarnir Lloyd Christmas og Harry Dunne. Tuttugu ár eru liðin síðan Dumb and Dumber sló í gegn. Kostnaðaráætlun þeirrar myndar hljóðaði upp á sautján milljónir dala, eða rúma tvo milljarða króna. Á endanum hafði hún þénað 247 milljónir dala í miðasölunni úti um heim allan, eða um þrjátíu milljarða króna. Leikstjórarnir Bobby og Peter Farrelly voru nýlega spurðir út í þessa ógurlega vinsælu gamanmynd í þættinum The Hollywood Masters og þar kom ýmislegt áhugavert í ljós. Meðal annars það að Carrey fékk um 870 milljónir króna fyrir að leika Christmas en mótleikari hans Daniels fékk aftur á móti aðeins sex milljónir króna fyrir að leika Dunne, að því er Yahoo.com greindi frá. „Þeir buðu honum 43 milljónir króna fyrir að leika í myndinni en hann sagði nei,“ sagði Peter Farrelly. „Hann vildi fá 50 milljónir. Þá héldu þeir að sér höndum. Svo kom Ace Ventura út, sem var fyrsta myndin hans og hún fór í efsta sætið. Þá sagði kvikmyndaverið: „Ókei, þú færð 50 milljónir“. Þá sagði hann: Nei, ég vil 62 milljónir.“ Til að gera langa sögu stutta hélt Ace Ventura toppsæti sínu á vinsældalistanum og þegar launaviðræðunum lauk voru laun Carreys komin upp í 870 milljónir króna, sem er það mesta sem gamanleikari hafði þá fengið greitt. Hvað Daniels varðar þá fékk hann borgaða þessa smáaura fyrir sitt hlutverk vegna þess að kvikmyndaverið vildi ekki ráða hann til að byrja með. „Þeir sögðu: „Gerið það, einhvern annan en hann. Náið í gamanleikara“,“ sagði Bobby Farrelly, sem vildi ráða Daniels eftir að hafa séð hann í myndinni Something Wild. „Þannig að þeir buðu honum, að mig minnir, sex milljónir króna, og þeir bjuggust við því að hann myndi neita vegna þess hve Carrey fékk mikið greitt. En hann tók þessu.“ Að sögn Peters Farrelly var það Carrey sjálfur sem lagði til fyrir nokkrum árum að ráðist yrði í gerð Dumb and Dumber To en í millitíðinni hafði hin misheppnaða Dumb and Dumberer komið út með öðrum aðalleikurum og leikstjóra. „Jim var á hóteli, kveikti á sjónvarpinu, og horfði á hana frá upphafi til enda og hugsaði með sér: Við verðum að gera aðra mynd.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Framhaldsmyndin sem svo margir hafa beðið eftir, Dumb and Dumber To, kemur í bíó á morgun. Þar taka þeir Jim Carrey og Jeff Daniels upp þráðinn þar sem þeir létu hann niður falla sem heimskingjarnir Lloyd Christmas og Harry Dunne. Tuttugu ár eru liðin síðan Dumb and Dumber sló í gegn. Kostnaðaráætlun þeirrar myndar hljóðaði upp á sautján milljónir dala, eða rúma tvo milljarða króna. Á endanum hafði hún þénað 247 milljónir dala í miðasölunni úti um heim allan, eða um þrjátíu milljarða króna. Leikstjórarnir Bobby og Peter Farrelly voru nýlega spurðir út í þessa ógurlega vinsælu gamanmynd í þættinum The Hollywood Masters og þar kom ýmislegt áhugavert í ljós. Meðal annars það að Carrey fékk um 870 milljónir króna fyrir að leika Christmas en mótleikari hans Daniels fékk aftur á móti aðeins sex milljónir króna fyrir að leika Dunne, að því er Yahoo.com greindi frá. „Þeir buðu honum 43 milljónir króna fyrir að leika í myndinni en hann sagði nei,“ sagði Peter Farrelly. „Hann vildi fá 50 milljónir. Þá héldu þeir að sér höndum. Svo kom Ace Ventura út, sem var fyrsta myndin hans og hún fór í efsta sætið. Þá sagði kvikmyndaverið: „Ókei, þú færð 50 milljónir“. Þá sagði hann: Nei, ég vil 62 milljónir.“ Til að gera langa sögu stutta hélt Ace Ventura toppsæti sínu á vinsældalistanum og þegar launaviðræðunum lauk voru laun Carreys komin upp í 870 milljónir króna, sem er það mesta sem gamanleikari hafði þá fengið greitt. Hvað Daniels varðar þá fékk hann borgaða þessa smáaura fyrir sitt hlutverk vegna þess að kvikmyndaverið vildi ekki ráða hann til að byrja með. „Þeir sögðu: „Gerið það, einhvern annan en hann. Náið í gamanleikara“,“ sagði Bobby Farrelly, sem vildi ráða Daniels eftir að hafa séð hann í myndinni Something Wild. „Þannig að þeir buðu honum, að mig minnir, sex milljónir króna, og þeir bjuggust við því að hann myndi neita vegna þess hve Carrey fékk mikið greitt. En hann tók þessu.“ Að sögn Peters Farrelly var það Carrey sjálfur sem lagði til fyrir nokkrum árum að ráðist yrði í gerð Dumb and Dumber To en í millitíðinni hafði hin misheppnaða Dumb and Dumberer komið út með öðrum aðalleikurum og leikstjóra. „Jim var á hóteli, kveikti á sjónvarpinu, og horfði á hana frá upphafi til enda og hugsaði með sér: Við verðum að gera aðra mynd.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira