Tónlist

Sótti innblástur í íslenska víðáttu

Freyr Bjarnason skrifar
Margéta Irglová Tónlistarkonan heldur útgáfutónleika í Kaldalóni 19. nóvember.
Margéta Irglová Tónlistarkonan heldur útgáfutónleika í Kaldalóni 19. nóvember.
Markéta Irglová heldur útgáfutónleika í Kaldalóni 19. nóvember til að kynna sína aðra sólóplötu, Muna, sem var tekin upp á Íslandi.

Markéta hefur tvisvar áður spilað hér á landi. Hún er annar helmingur hljómsveitarinnar The Swell Season á móti Glen Hansard.

Þau léku aðalhlutverkin og sömdu tónlistina í myndinni Once.

Lagið Falling Slowly úr myndinni færði þeim Óskarsverðlaunin og í framhaldinu var gerð söngleikjaútfærsla af Once sem hlaut m.a. átta Tony-verðlaun og er enn sýnd fyrir fullu húsi á Broadway og víðar.

„Ég kom til Íslands í fyrsta skiptið með The Swell Season,“ segir Markéta. „Ég varð ástfangin af landinu þá og varð sorgmædd við að kveðja það, þrátt fyrir að ég vissi að einhvern daginn myndi ég snúa aftur. Víðáttan, öræfin og orkan sem geislar af landinu veita mér innblástur,“ segir hún.

Tónleikarnir í Kaldalóni verða lokahnykkurinn á tveggja mánaða tónleikaferð hennar um Norður-Ameríku og Evrópu.

Svavar Knútur hitar upp en miðasala er hafin.

Meira má lesa um Markétu Irglová hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×