Innlent

Tímabundið vikið frá störfum vegna rannsóknar á meintum brotum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Lögreglumanni hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur tímabundið verið vikið frá störfum vegna rannsóknar á meintum brotum hans í starfi.

mbl.is segir frá þessu en rannsóknin lýtur að óeðlilegum uppflettingum lögreglumannsins í Lögreglukerfi Ríkislögreglustjórans, LÖKE.

Lögreglumaðurinn mun hafa verið handtekinn fyrir páska þar sem hann var í sumarhúsi á landsbyggðinni og voru að minnsta kosti tveir menn til viðbótar handteknir í þágu rannsóknarinnar.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu neita að tjá sig um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×