Tónlist

Fyrsta æfingin á Eurovision-sviðinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Æfingar fyrir Eurovision-keppnina hófust klukkan sjö í morgun að dönskum tíma í Kaupmannahöfn. Fyrsta undankeppnin verður sýnd á þriðjudaginn, 6. maí, önnur undakeppnin fimmtudaginn 8. maí og úrslitakvöldið verður á laugardaginn 10. maí.

Aram MP3, fulltrúi Armeníu, var fyrstur á sviðið og æfði lag sitt Not Alone.

Því næst fóru fulltrúar Eistlands og Lettlands á sviðið sem er vægast sagt glæsilegt eins og sést í meðfylgjandi myndskeiðum.

Framlag Íslands, lagið Enga fordóma með hljómsveitinni Pollapönk, hljómar í fyrri undankeppninni á þriðjudagskvöldið í næstu viku en Pollapönkarar eru númer fimm í röðinni.










Tengdar fréttir

Sigruðu netkosningu um skrýtnustu búningana

Danska ríkisútvarpið setti af stað kosningu um skrýtnustu búningana í Eurovision í ár og viti menn, íslensku keppendurnir Pollapönk sigruðu með 37% atkvæða.

Farnir út að sigra í Eurovision

"Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á Selfossi daginn áður en haldið var utan.

RÚV ræður öllu um Eurovision-lagið

Pollapönk ræður ekki á hvaða tungumáli framlag Íslands í Eurovision er. Lokaútgáfan er á ensku og fékk almenningur ekki að heyra þá útgáfu í undankeppninni.

Pollapönk áfram

Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.