Innlent

„Stór sigur fyrir íslenska myndlist"

Birta Björnsdóttir skrifar
Fyrir aldarfjórðungi var leitað til listamannsins Leifs Breiðfjörð um gerð listaverks á vesturhlið Hallgrímskirkju sem meðal annars átti að nota sem hurð á kirkjuna.

Listaverkið sem um ræðir má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en í janúar árið 2010 flutti Leifur sjálfur til landsins hluta verksins.

Í tollskýrslu kom fram að um væri að ræða listaverk, en hafnaði tollstjóri því að afgreiða listaverkið sem slíkt, heldur vildi afgreiða það sem smíðavöru, með tilheyrandi virðisaukaskatti og vörugjöldum.

Leifur stefndi því ríkinu og kafðist endurgreiðslu á tollagjöldum.Í niðurstöðu dómsins, sem féll í dag, segir að um sé að ræða listaverk. Féllst dómari á kröfu Leifs og dæmdi ríkið til að endurgreiða honum sjö og hálfa milljón króna, auk dráttarvaxta.

Listamaðurinn er ánægður með málalyktir.

„Þetta er afar ánægjulegt. Ég myndi segja þetta vera stóran sigur fyrir myndlist og myndistarmenn," sagði Leifur Breiðfjörð í samtali við fréttastofu rétt fyrir fréttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×