Elísabet búin að baka tugþúsundir vafflna Ingvar Haraldsson skrifar 8. apríl 2014 17:05 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari, Elísabet Ólafsdóttir skristofustjóri ríkissáttasemjara og Magnús Ólafsson veðurfræðingur að gæða sér á vöfflum í húskynnum ríkissáttasemjar í dag. Vísir/Pjetur Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, er iðinn við baksturinn. Alltaf þegar skrifað er undir kjarasamninga eru bakaðar vöfflur. „Þetta er alveg ómissandi. Það er eiginlega alveg sama á hvaða tíma sólahringsins er, fólk er alltaf jafn spennt fyrir því að fá vöfflur. Ég var nú að segja áðan að það væri búið að baka tæplega 100 sinnum það sem af er þessu ári.“ En þó er enn langt í land í vöfflubakstrinum. „Við erum tæplega hálfnuð með kjarasamninga þessa árs svo það á eftir að baka vöfflur oftar en 100 sinnum í viðbót á þessu ári. Það á eftir að semja við marga stóra hópa. T.d. er ósamið hjá grunnskólakennurum, háskólakennurum. Bandalag Háskólamanna á eftir að semja bæði við ríki og Reykjavíkurborg.“ Aðspurð hvenær vöfflubakstur hjá ríkissáttasemjara hófst segir hún þetta búið að vera sið mjög lengi. „Ég hugsa að það séu um 20 ár frá því að við byrjuðum á þessu. Þetta hófst árið 1994 eða 1995. Upphaflega var þetta ekki hugsað til eilífðar. En við komumst ekki upp með að hætta fyrst við erum byrjuð. Ég er búin að baka tugþúsundi vafflna síðan þetta byrjaði.“ En kemst hún yfir allan þennan bakstur? „Þetta er ekki mitt aðalstarf. Við reynum að leysa þetta þegar á þarf að halda. Við erum orðin rosa snögg í þessi. Þetta geta verið nokkrir samningar á dag. Þegar mest er eru þetta þrír til fimm samningar á dag. En yfirleitt eru þetta svona einn til tveir samningar á dag.“ Á skrifstofu ríkissáttasemjara er hvergi betra úrval af áleggi á vöfflurnar. „Við erum með rjóma, sýróp, margar gerðir af súkkulaði og sultum.“ Síðast bakaði Elísabet ofan í Lyfjafræðingafélag Íslands þegar skrifað var undir samninga fyrr í dag. Tengdar fréttir Vöfflur hjá ríkissáttasemjara Lyfjafræðingafélag Íslands og ríkið voru að ljúka kjarasamningum. Samið var til eins árs. 8. apríl 2014 15:44 Skellt í vöfflur á meðan kjarasamninga er beðið Enn er beðið eftir því að skrifað verði undir kjarasamningana en biðin styttist 21. desember 2013 19:09 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, er iðinn við baksturinn. Alltaf þegar skrifað er undir kjarasamninga eru bakaðar vöfflur. „Þetta er alveg ómissandi. Það er eiginlega alveg sama á hvaða tíma sólahringsins er, fólk er alltaf jafn spennt fyrir því að fá vöfflur. Ég var nú að segja áðan að það væri búið að baka tæplega 100 sinnum það sem af er þessu ári.“ En þó er enn langt í land í vöfflubakstrinum. „Við erum tæplega hálfnuð með kjarasamninga þessa árs svo það á eftir að baka vöfflur oftar en 100 sinnum í viðbót á þessu ári. Það á eftir að semja við marga stóra hópa. T.d. er ósamið hjá grunnskólakennurum, háskólakennurum. Bandalag Háskólamanna á eftir að semja bæði við ríki og Reykjavíkurborg.“ Aðspurð hvenær vöfflubakstur hjá ríkissáttasemjara hófst segir hún þetta búið að vera sið mjög lengi. „Ég hugsa að það séu um 20 ár frá því að við byrjuðum á þessu. Þetta hófst árið 1994 eða 1995. Upphaflega var þetta ekki hugsað til eilífðar. En við komumst ekki upp með að hætta fyrst við erum byrjuð. Ég er búin að baka tugþúsundi vafflna síðan þetta byrjaði.“ En kemst hún yfir allan þennan bakstur? „Þetta er ekki mitt aðalstarf. Við reynum að leysa þetta þegar á þarf að halda. Við erum orðin rosa snögg í þessi. Þetta geta verið nokkrir samningar á dag. Þegar mest er eru þetta þrír til fimm samningar á dag. En yfirleitt eru þetta svona einn til tveir samningar á dag.“ Á skrifstofu ríkissáttasemjara er hvergi betra úrval af áleggi á vöfflurnar. „Við erum með rjóma, sýróp, margar gerðir af súkkulaði og sultum.“ Síðast bakaði Elísabet ofan í Lyfjafræðingafélag Íslands þegar skrifað var undir samninga fyrr í dag.
Tengdar fréttir Vöfflur hjá ríkissáttasemjara Lyfjafræðingafélag Íslands og ríkið voru að ljúka kjarasamningum. Samið var til eins árs. 8. apríl 2014 15:44 Skellt í vöfflur á meðan kjarasamninga er beðið Enn er beðið eftir því að skrifað verði undir kjarasamningana en biðin styttist 21. desember 2013 19:09 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vöfflur hjá ríkissáttasemjara Lyfjafræðingafélag Íslands og ríkið voru að ljúka kjarasamningum. Samið var til eins árs. 8. apríl 2014 15:44
Skellt í vöfflur á meðan kjarasamninga er beðið Enn er beðið eftir því að skrifað verði undir kjarasamningana en biðin styttist 21. desember 2013 19:09