Tónlist

Woodkid kafar í Silfru

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty
Woodkid, sem er væntanlegur til landsins á tónlistahátíðina Secret Solstice, er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað í heimsókn í tvígang.

Samkvæmt tónleikahöldurunum hefur Woodkid mikið dálæti af landinu og hlakkar mikið til að spila hér í sumar.

Síðast þegar listamaðurinn var hér á landi kafaði hann meðal annars í Silfru á Þingvöllum og ætlar hann sér að endurtaka leikinn í ár.

Woodkid er leikstjóri, grafískur hönnuður og tónlistarmaður. Hann hefur leikstýrt myndböndum fyrir Kate Perry, Lana Del Ray og var sköpunar leikstjóri fyrir Pharrel Williams í sérstakri útgáfu af lagi hans Happy en myndbandið er 24 klukkustundir að lengd.

Fjöldi listamanna hefur boðað komu sína hingað til lands en meðal þeirra tónlistarmanna sem koma eru Massive Attack og Woodkid.

Tónlistahátíðin fer fram í Laugardalnum frá 20. - 22. júní í sumar.


Tengdar fréttir

Vill bara rauð M&M

Plötusnúðurinn Carl Craig mun koma fram á tónlistahátíðinni Secret Solstice í sumar en hann er einn af fjölmörgum þekktum erlendum plötusnúðum sem koma fram á hátíðinni.

„Gáfum aldrei út dánartilkynningu“

Hljómsveitin Maus hefur snúið aftur og ætlar að vera virk þetta árið. Sveitin er bókuð á þrjár tónleikahátíðir á árinu en er þó ekki viss um hvort ný plata sé væntanleg.

72 tímar af dagsbirtu

Metro birtir grein í dag um tilurð hátíðarinnar sem haldin verður í fyrsta sinn í Laugardalnum í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.