Innlent

Húsnæði Osta- og smjörsölunnar kemur til greina fyrir RÚV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Húsið er staðsett við Bitruháls 2
Húsið er staðsett við Bitruháls 2 visir/vilhelm
Vilji er innan Ríkisútvarpsins að flytja starfsemi RÚV frá Efstaleiti.

Þegar hefur verið skipaður hópur til að leita leiða í að finna húsnæði í hentugri stærð.

Sú hugmynd er nú til athugunar innan hópsins hvort húsnæði Osta- og smjörsölunnar á Bitruhálsi 2 henti starfsemi RÚV.

Guðlaugur Sverrisson, fulltrúi Framsóknarmanna í stjórn RÚV, nefndi húsnæði Osta- og smjörsölunnar sem mögulegt húsnæði undir starfsemi stofnunarinnar, á fundi hjá húsnæðismálanefnd RÚV á dögunum. Þetta staðfestir Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, í samtali við Kjarnann.

Húsnæði við Bitruháls er í eigu Kosts ehf en félagið er í eigu Auðhumlu svf sem er jafnframt eigandi Mjólkursamsölunnar.

Húsið er rúmlega 4.700 fermetrar að stærð og fylgir því rúmlega 33.000 fermetra lóð. Fleiri húsnæði hafa einnig komið til greina, til að mynda í Korputorgi.

Guðlaugur Sverrisson vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×