„Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2014 11:06 Íbúar Óslóar gáfu Reykvíkingum fyrsta tréð árið 1951. VÍSIR/VALLI Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. Það hefur átt sinn stað á Austurvelli þar sem borgarbúar og aðrir íbúar landsins safnast saman þegar kveikt er á því fyrsta sunnudag í aðventu. Osloby.no greinir frá. Rúm sextíu ár eru síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf.„Við vorum bara að heyra af þessu“ Frægt er að kveikt var í Óslóartrénu í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sagði það til háborinnar skammar að mótmælendur brenndu tréð. Hann fór því til Óslóar fyrir jólin 2012 og felldi tréð sem sent var til Reykjavíkur sjálfur.Óslóartréð var brennt í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009.VÍSIR/ANTONHann sagði komu sína til athafnarinnar táknræna. Reykvíkingar tækju því ekki sem sjálfsögðum hlut að fá gefins fallegt jólatré um hver jól. Heldur væru borgarbúar þakklátir fyrir það og það vildi hann sýna i verki. Jón Gnarr fór aftur út fyrir síðustu jól til þess að fella tréð. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ segir Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í samtali við Vísi. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Ósló hefur einnig gefið íbúum Rotterdam og London tré fyrir hver jól. Þeir stefna jafnframt á að hætta að senda tré til Rotterdam. Áfram verður þó sent tré til London. Talsmaður Óslóarborgar segir tréð sem sent er til London gegna mikilvægu hlutverki og að tréð sé tákn um vináttu Breta og Norðmanna. Allt verði gert til að halda í þá vináttu.Hafa flutt tréð án endurgjalds Tréð hefur hingað til verið flutt til Íslands eð flutningaskipi án endurgjalds. Nú vilji skipafélagið hins vegar fá greitt fyrir flutninginn. Ólafur William Hand, markaðs- og upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, fullyrti í samtali við RÚV að það sé ekki rétt. Eimskip hafi flutt tréð ókeypis í yfir sextíu ár. Reykjavíkurborg hafi borist reikningur fyrir flutningunum í fyrra, vegna misskilnings. Sá misskilningur hafi verið leiðréttur og reikningurinn afturkallaður. Ekki hafi verið farið fram á neina greiðslu. Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. Það hefur átt sinn stað á Austurvelli þar sem borgarbúar og aðrir íbúar landsins safnast saman þegar kveikt er á því fyrsta sunnudag í aðventu. Osloby.no greinir frá. Rúm sextíu ár eru síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf.„Við vorum bara að heyra af þessu“ Frægt er að kveikt var í Óslóartrénu í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sagði það til háborinnar skammar að mótmælendur brenndu tréð. Hann fór því til Óslóar fyrir jólin 2012 og felldi tréð sem sent var til Reykjavíkur sjálfur.Óslóartréð var brennt í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009.VÍSIR/ANTONHann sagði komu sína til athafnarinnar táknræna. Reykvíkingar tækju því ekki sem sjálfsögðum hlut að fá gefins fallegt jólatré um hver jól. Heldur væru borgarbúar þakklátir fyrir það og það vildi hann sýna i verki. Jón Gnarr fór aftur út fyrir síðustu jól til þess að fella tréð. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ segir Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í samtali við Vísi. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Ósló hefur einnig gefið íbúum Rotterdam og London tré fyrir hver jól. Þeir stefna jafnframt á að hætta að senda tré til Rotterdam. Áfram verður þó sent tré til London. Talsmaður Óslóarborgar segir tréð sem sent er til London gegna mikilvægu hlutverki og að tréð sé tákn um vináttu Breta og Norðmanna. Allt verði gert til að halda í þá vináttu.Hafa flutt tréð án endurgjalds Tréð hefur hingað til verið flutt til Íslands eð flutningaskipi án endurgjalds. Nú vilji skipafélagið hins vegar fá greitt fyrir flutninginn. Ólafur William Hand, markaðs- og upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, fullyrti í samtali við RÚV að það sé ekki rétt. Eimskip hafi flutt tréð ókeypis í yfir sextíu ár. Reykjavíkurborg hafi borist reikningur fyrir flutningunum í fyrra, vegna misskilnings. Sá misskilningur hafi verið leiðréttur og reikningurinn afturkallaður. Ekki hafi verið farið fram á neina greiðslu.
Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira