Stjórnvöld skipuðu ráðgjafahóp með leynd Brjánn Jónasson skrifar 8. apríl 2014 16:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir sex manna ráðgjafahóp um afnám gjaldeyrishaftanna hafa verið skipaðan í lok nóvember í fyrra. Vísir/Daníel Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum sínum þar sem skipan hópsins þótti varða við efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Ráðgjafarnir voru sex talsins, og voru skipaðir í lok nóvember í fyrra. Ekki var tilkynnt opinberlega um skipan þeirra, né var skipunarbréf þeirra gert opinbert fyrr en í svari Sigmundar við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ráðgjafahópurinn hafði frjálsar hendur um verkaskiptingu og fundarhöld. Engar fundargerðir voru ritaðar á fundum hópsins, en fulltrúi forsætisráðuneytisins sem sat fundina ritaði minnispunkta um það sem fram fór til afnota fyrir ráðuneytið, segir í svarinu. Ráðgjafarnir áttu að vera uppspretta hugmynda um afnám gjaldeyrishaftanna, og áttu að auki að smíða tillögur í kringum hugmyndirnar.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði um ráðgjafahóp um afnám gjaldeyrishaftanna.Vísir/Daníel„Þeir eru ráðgjafar ráðherranefndar um efnahagsmál en hafa ekki verið skipaðir í nefnd eða starfshóp. Ráðgjafar hafa ekki ákvörðunarvald í neinum málum er viðkoma afnámi hafta og eru ekki opinberir starfsmenn,“ segir í svari Sigmundar. Í ljósi þessa telur hann reglur um jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum og nefndum hins opinbera ekki eiga við, en ráðgjafarnir eru allir karlmenn. Össur spurði um þóknun ráðgjafanna, en var aðeins svarað að hluta. Tímakaup ráðgjafanna var 17 þúsund krónur. Samið var um fastan tímafjölda á mánuði, en ekki kemur fram í svarinu hversu margir tímarnir voru. Þá var greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum sínum þar sem skipan hópsins þótti varða við efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Ráðgjafarnir voru sex talsins, og voru skipaðir í lok nóvember í fyrra. Ekki var tilkynnt opinberlega um skipan þeirra, né var skipunarbréf þeirra gert opinbert fyrr en í svari Sigmundar við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ráðgjafahópurinn hafði frjálsar hendur um verkaskiptingu og fundarhöld. Engar fundargerðir voru ritaðar á fundum hópsins, en fulltrúi forsætisráðuneytisins sem sat fundina ritaði minnispunkta um það sem fram fór til afnota fyrir ráðuneytið, segir í svarinu. Ráðgjafarnir áttu að vera uppspretta hugmynda um afnám gjaldeyrishaftanna, og áttu að auki að smíða tillögur í kringum hugmyndirnar.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði um ráðgjafahóp um afnám gjaldeyrishaftanna.Vísir/Daníel„Þeir eru ráðgjafar ráðherranefndar um efnahagsmál en hafa ekki verið skipaðir í nefnd eða starfshóp. Ráðgjafar hafa ekki ákvörðunarvald í neinum málum er viðkoma afnámi hafta og eru ekki opinberir starfsmenn,“ segir í svari Sigmundar. Í ljósi þessa telur hann reglur um jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum og nefndum hins opinbera ekki eiga við, en ráðgjafarnir eru allir karlmenn. Össur spurði um þóknun ráðgjafanna, en var aðeins svarað að hluta. Tímakaup ráðgjafanna var 17 þúsund krónur. Samið var um fastan tímafjölda á mánuði, en ekki kemur fram í svarinu hversu margir tímarnir voru. Þá var greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira