Innlent

Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum

Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra. Vísir/Valli
Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit.

Fólk á þessu svæði er hinsvegar hvatt til að fylgjast grannt með fréttum og vera í stöðugu farsímasambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×