Erlent

Þjóðvarðliðið dregið frá Ferguson

Randver Kári Randversson skrifar
Mótmælendum í Ferguson fer nú fækkandi.
Mótmælendum í Ferguson fer nú fækkandi. Vísir/AP
Ríkisstjóri Missouri-ríkis í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að þjóðvarðliðið verði dregið frá bænum Ferguson þar sem dregið hefur úr mótmælum í bænum í sem hófust kjölfar þess að lögreglumenn skutu 18 ára pilt til bana.

Mótmælin í nótt voru þau friðsömustu sem verið hafa frá því að hinn 18 ára gamli Michael Brown var skotinn til bana af lögreglumanninum Darren Wilson þann 9. ágúst sl. Hefur lögregla reglulega þurft að beita táragasi til að tvístra mótmælunum og var þjóðvarðliðið í Missouri kallað til aðstoðar.

Á vef BBC kemur fram að færri mótmæli nú en áður og í nótt hafi aðeins sex manns verið handteknir, sem séu mun færri handtökur en verið hafa undanfarna daga. Alls hafa 163 verið handteknir frá því mótmælin hófust. Dregið hefur úr spennunni í bænum, en Wilson hefur verið vikið frá störfum og hefur fjölskylda Browns farið fram á að hann verði sóttur til saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×