Skilaboðin eru skýr Birta Björnsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 20:00 Samtökin Íslamskt ríki hóta að taka annan bandarískan blaðamann af lífi láti Bandaríkjamenn ekki af loftárásum sínum á Írak. Forsætisráðherra Breta segir nauðsynlegt að leita allra leiða til að stöðva samlanda sína í því að ganga til liðs við hin grimmilegu samtök. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim, en Foley var einn þeirra rúmlega 20 gísla sem samtökin halda föngnum. ,,Þetta er hræðlegt. Fólk getur dáið á mismunandi hátt, en þetta er hræðilegasta leiðin. Ég hugsa stöðugt um hvað hann hefur liðið miklar kvalir og hversu grimmilegt þetta er," sagði John Foley, faðir James, á blaðamannafundi sem þau foreldrar hans héldu í gær.Foley er ekki eini maðurinn sem samtökin Íslamst ríki hafa aflífað með þessarri aðferð, en sýnileikinn og skilaboðin velta upp þeirri spurningu hvað gerist næst. Skilaboðin frá samtökunum eru skýr, hætti Bandaríkjamenn ekki loftárásum sínum á yfirráðasvæði samtakanna hið snarasta hlýtur bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff sömu örlog og Foley. Síðan myndbandið var birt hafa Bandaríkjamenn hinsvegar haldið áfram loftárásum sínum og aðstoð við Kúrda í baráttunni við hin herskáu IS-samtök og ljóst er að við ramman reip er að draga. Samtökin Íslamst ríki hafa styrkt stöðu sína umtalsvert síðastliðið árið bæði í Sýrlandi og Írak en á kortinu má sjá þær borgir, bæji og landsvæði sem samtökin hafa náð á sitt vald undanfarið ár, eins og sjá má á korti á meðfylgjandi myndbandi. Margt er á huldu um samtökin sjálf og óljóst nákvæmlega hversu margir manna vopnaðar vígasveitir þeirra. Ljóst þykir þó að um býsna alþjóðleg samtök er að ræða, og vitað er að liðsmenn samtakanna koma meðal annars frá Þýskalandi, Rússlandi, Indónesíu, Spáni, Frakklandi, Jórdaníu, Hollandi og Bretlandi. Yfirvöld í Bretlandi leita nú logandi ljósi af upplýsingum um landa sinn, böðulinn sem sést í myndbandinu af aftöku Foley. Ábending barst frá manni, sem áður var haldið föngnum í Sýrlandi, að böðullinn gangi undir nafninu John og tilheyri jafnframt breskum ofsatrúarhópi sem nefnist Bítlarnir. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum.,,Við vitum að of margir breskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands til að taka þátt í ofbeldi og öfgum. Við stjórnvöld ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við þessari þróun," sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Samtökin Íslamskt ríki hóta að taka annan bandarískan blaðamann af lífi láti Bandaríkjamenn ekki af loftárásum sínum á Írak. Forsætisráðherra Breta segir nauðsynlegt að leita allra leiða til að stöðva samlanda sína í því að ganga til liðs við hin grimmilegu samtök. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim, en Foley var einn þeirra rúmlega 20 gísla sem samtökin halda föngnum. ,,Þetta er hræðlegt. Fólk getur dáið á mismunandi hátt, en þetta er hræðilegasta leiðin. Ég hugsa stöðugt um hvað hann hefur liðið miklar kvalir og hversu grimmilegt þetta er," sagði John Foley, faðir James, á blaðamannafundi sem þau foreldrar hans héldu í gær.Foley er ekki eini maðurinn sem samtökin Íslamst ríki hafa aflífað með þessarri aðferð, en sýnileikinn og skilaboðin velta upp þeirri spurningu hvað gerist næst. Skilaboðin frá samtökunum eru skýr, hætti Bandaríkjamenn ekki loftárásum sínum á yfirráðasvæði samtakanna hið snarasta hlýtur bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff sömu örlog og Foley. Síðan myndbandið var birt hafa Bandaríkjamenn hinsvegar haldið áfram loftárásum sínum og aðstoð við Kúrda í baráttunni við hin herskáu IS-samtök og ljóst er að við ramman reip er að draga. Samtökin Íslamst ríki hafa styrkt stöðu sína umtalsvert síðastliðið árið bæði í Sýrlandi og Írak en á kortinu má sjá þær borgir, bæji og landsvæði sem samtökin hafa náð á sitt vald undanfarið ár, eins og sjá má á korti á meðfylgjandi myndbandi. Margt er á huldu um samtökin sjálf og óljóst nákvæmlega hversu margir manna vopnaðar vígasveitir þeirra. Ljóst þykir þó að um býsna alþjóðleg samtök er að ræða, og vitað er að liðsmenn samtakanna koma meðal annars frá Þýskalandi, Rússlandi, Indónesíu, Spáni, Frakklandi, Jórdaníu, Hollandi og Bretlandi. Yfirvöld í Bretlandi leita nú logandi ljósi af upplýsingum um landa sinn, böðulinn sem sést í myndbandinu af aftöku Foley. Ábending barst frá manni, sem áður var haldið föngnum í Sýrlandi, að böðullinn gangi undir nafninu John og tilheyri jafnframt breskum ofsatrúarhópi sem nefnist Bítlarnir. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum.,,Við vitum að of margir breskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands til að taka þátt í ofbeldi og öfgum. Við stjórnvöld ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við þessari þróun," sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira