Innlent

Samningar tókust ekki við tónlistarkennara í kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í rétt tæplega mánuð.
Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í rétt tæplega mánuð. Vísir/Ernir
Samningafundi Félags tónlistarkennara og Sambands sveitarfélaganna lauk á níunda tímanum í kvöld án samkomulags. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan ellefu í fyrramálið. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, segist ekki geta tjáð sig um það að svo stöddu hvort miðað hafi áfram á fundinum í dag, sem stóð yfir í nærri hálfan sólarhring.

„Menn eru bara á kafi að vinna og það er alltaf jákvætt,“ segir Inga Rún. „Við höldum því bara áfram á morgun.“

Boðað var til fundarins með stuttum fyrirvara og á honum var nýtt tilboð til tónlistarkennara lagt fram. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í rétt tæplega mánuð.

Ekki náðist í fulltrúa Félags tónlistarkennara við vinnslu fréttarinnar. 


Tengdar fréttir

Illa gengur að semja

Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×