Viðskipti innlent

Hótel Fljótshlíð hlaut umhverfisvottun norræna svansins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnum.
Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnum. vísir/aðsend
Um helgina hlaut Hótel Fljótshlíð umhverfisvottun norræna svansins þegar Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra, afhenti vottunina við formlegum hætti í sal hótelsins.

Hótelið er þar með komið í hóp sjö gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins en Hótel Fljótshlíð er fyrsta hótelið sem gengur í gegnum nýjar og hertar kröfur fyrir svansvottun.

Hótel Fljótshlíð er fjölskyldufyrirtæki, starfrækt að Smáratúni í Fljótshlíð. Ferðaþjónusta hófst þar árið 1986 þegar Sigurður Eggertsson og Guðný Geirsdóttir gerðust meðlimir að Ferðaþjónustu bænda.

Árið 2006 komu dóttir þeirra og tengdasonur, Arndís Soffía Sigurðardóttir og Ívar Þormarsson matreiðslumeistari staðarins, inní reksturinn.

Hótel Fljótshlíð hefur unnið samkvæmt sjálfbærnistefnu frá árinu 2007 og má segja að umhverfisvottunin í dag sé hápunktur þeirrar vinnu þó áfram verði unnið á átt að aukinni sjálfbærni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×