Erlent

Reyna að bera kennsl á böðla IS

Samúel Karl Ólason skrifar
17 sýrlenskir hermenn voru teknir af lífi í myndbandinu.
17 sýrlenskir hermenn voru teknir af lífi í myndbandinu. Vísir/AFP
Nýjasta myndband Íslamska ríkisins sýndi ekki aftöku Peter Kassig né var nýr gísl sýndur. Í myndbandinu voru þó sýndir andlit 16 böðla sem yfirvöld í heiminum reyna nú að bera kennsl á. Þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo þeirra.

Kassig var fyrrverandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum sem sneri aftur til miðausturlanda eftir að hafa barist í Írak. Þá stofnaði hann hjálparsamtök í Sýrlandi og var handsamaður af IS fyrir ári síðan.

Vangaveltur eru uppi um að Kassig hefi ekki verið samvinnuþýður föngurum sínum eins og hinir fjórir vesturlandabúar sem hafa verið teknir af lífi. Vitað er að  samtökin haldi breskum blaðamanni föngnum sem og bandarískri konu sem var í Sýrlandi við hjálparstörf.

Böðull IS gengur undir nafninu Jihadi John og talið hefur verið að hann sé breski rapparinn Abdel-Majed Abdel Bary. Sem fór til Sýrlands ásamt þremur vinum sínum. Yfirvöld bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum segjast vita hver hann er, en hafa ekki gefið nafn hans upp.

Ástralski blaðamaðurinn Peter Stefanovic hitti Bary árið 2011 þar sem hann var að fjalla um mótmæli í London. Það má sjá í meðfylgjandi myndbandi.

Auk Jihadi John eru 16 böðlar á myndbandinu sem taka 17 sýrlenska hermenn af lífi. Einn þeirra er talinn vera tuttuga ára læknanemi frá Bretlandi sem gekk til liðs við IS. Daily Mail hefur eftir föður hans að hann geti þó ekki verið viss um að þetta sé sonur hans.

Þá telja yfirvöld í Frakklandi að einn þeirra séð Frakki. Flestir þeirra Evrópubúa sem gengið hafa til liðs við Íslamska ríkið eru frá Frakklandi og hafa yfirvöld þar í landi ellefu hundruð frakka til rannsóknar. 95 hafa verið ákærðir.


Tengdar fréttir

„Ég er kominn aftur Obama“

Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×