Kobe skoraði 44 stig en Lakers tapaði fjórða leiknum í röð | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2014 07:30 Kobe Bryant skorar og skorar en Lakers tapar og tapar. vísir/getty Eins og flestir bjuggust við getur Los Angeles Lakers ekkert við upphaf nýrrar leiktíðar í NBA-deildinni í körfubolta, en þetta mikla stórveldi tapaði í nótt á heimavelli fyrir Golden State Warriors, 136-115. Þetta er fjórða tap liðsins í röð og þá er það aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Vitað var að tímabilið yrði erfitt fyrir Lakers sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Kobe Bryant heldur áfram að skora og skora þó það skili engum sigrum í hús. Hann skoraði 44 stig fyrir Lakers í nótt og miðherjinn Jordan Hill skilaði af sér ágætri tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, átti stórleik fyrir sína menn í nótt og skoraði 30 stig auk þess sem hann gaf 15 stoðsendingar. Þá allra fallegustu má sjá í einum af myndböndunum hér neðst í fréttinni. Golden State í flottum málum með átta sigra og tvö töp í toppbaráttu vesturdeildarinnar.J.R. Smith var stigahæstur hjá Knicks ásamt Melo.vísir/gettyOklahoma City er áfram í vandræðum þar sem tveir bestu leikmenn liðsins; Kevin Durant og Russell Westbrook, eru báðir meiddir. Liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 69-65, á heimavelli í nótt og er aðeins búið að vinna þrjá sigra af ellefu á meðan Houston er búið að vinna níu af tíu leikjum sínum til þessa. James Harden var stigahæstur Houston-liðsins og gældi við þrefalda tvennu, en hann skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók 9 fráköst. Patrick Beverley og Dwight Howard skoruðu báðir 12 stig og tóku samtals 17 fráköst. Eftir sjö tapleiki í röð vann New York Knicks loksins aftur leik, en það hafði betur gegn Denver Nuggets á heimavelli, 109-93. J.R. Smith og Carmelo Anthony skoruðu báðir 28 stig fyrir New York sem vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en sjö leika taphrinan tók við. Arron Afflalo skoraði 18 stig fyrir New York. Þá vann Milwaukee Bucks sterkan útisigur á Miami Heat, 91-84, þar sem Brandon Knight var í stuði fyrir gestina og skoraði 20 stig en Mario Chalmers skoraði 18 stig fyrir Miami.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Denver Nuggets 109-93 Miami Heat - Milwaukee Bucks 84-91 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 65-69 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 115-136Það helsta úr leik New York og Denver: Dwight Howard með tröllatroðslu: Steph Curry með stoðsendingu upp á tíu: NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Eins og flestir bjuggust við getur Los Angeles Lakers ekkert við upphaf nýrrar leiktíðar í NBA-deildinni í körfubolta, en þetta mikla stórveldi tapaði í nótt á heimavelli fyrir Golden State Warriors, 136-115. Þetta er fjórða tap liðsins í röð og þá er það aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Vitað var að tímabilið yrði erfitt fyrir Lakers sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Kobe Bryant heldur áfram að skora og skora þó það skili engum sigrum í hús. Hann skoraði 44 stig fyrir Lakers í nótt og miðherjinn Jordan Hill skilaði af sér ágætri tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, átti stórleik fyrir sína menn í nótt og skoraði 30 stig auk þess sem hann gaf 15 stoðsendingar. Þá allra fallegustu má sjá í einum af myndböndunum hér neðst í fréttinni. Golden State í flottum málum með átta sigra og tvö töp í toppbaráttu vesturdeildarinnar.J.R. Smith var stigahæstur hjá Knicks ásamt Melo.vísir/gettyOklahoma City er áfram í vandræðum þar sem tveir bestu leikmenn liðsins; Kevin Durant og Russell Westbrook, eru báðir meiddir. Liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 69-65, á heimavelli í nótt og er aðeins búið að vinna þrjá sigra af ellefu á meðan Houston er búið að vinna níu af tíu leikjum sínum til þessa. James Harden var stigahæstur Houston-liðsins og gældi við þrefalda tvennu, en hann skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók 9 fráköst. Patrick Beverley og Dwight Howard skoruðu báðir 12 stig og tóku samtals 17 fráköst. Eftir sjö tapleiki í röð vann New York Knicks loksins aftur leik, en það hafði betur gegn Denver Nuggets á heimavelli, 109-93. J.R. Smith og Carmelo Anthony skoruðu báðir 28 stig fyrir New York sem vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en sjö leika taphrinan tók við. Arron Afflalo skoraði 18 stig fyrir New York. Þá vann Milwaukee Bucks sterkan útisigur á Miami Heat, 91-84, þar sem Brandon Knight var í stuði fyrir gestina og skoraði 20 stig en Mario Chalmers skoraði 18 stig fyrir Miami.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Denver Nuggets 109-93 Miami Heat - Milwaukee Bucks 84-91 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 65-69 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 115-136Það helsta úr leik New York og Denver: Dwight Howard með tröllatroðslu: Steph Curry með stoðsendingu upp á tíu:
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira