Ekki að ræða það Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. nóvember 2014 07:00 Þegar Búsáhaldabyltingin stóð sem hæst fannst mörgum sem þátttakendur í henni sýndu alþingi óvirðingu. Þarna stóð fólkið og framdi háreysti, reyndi að ná eyrum þingmanna sem vildu fá að vera í friði við að ræða hugðarefni sín, vínsölu í verslunum – linnti ekki látum fyrr en boðað hafði verið til kosninga á ný og helstu hrunkvöðlum komið frá… Sem gekk nú svona og svona. Og fór nú eins og það fór. Fólkið þarna fyrir utan var með öðrum orðum að reyna að fá þingmenn til þess að ræða það að efnahags- og bankakerfi landsins hafði hrunið vegna gáleysislegs framferðis eigenda bankanna. Því fannst – með réttu eða röngu – að þingmenn sinntu ekki vinnu sinni með því að vilja ræða það. Það taldi sig eiga kröfu á því: og þarna mætti það fólkið með pott og sleif og takt – og þrá eftir virðingarverðu alþingi.Dixi Um daginn sýndi forsætisráðherra landsins alþingi Íslendinga meiri vanvirðingu en því var nokkru sinni sýnt í gjörvallri búsáhaldabyltingunni. Það gerði hann með framgöngu sinni – eða öllu heldur útgöngu – við umræður um stærsta mál hans, svonefnda skuldaleiðréttingu – þar sem hann hafði sjálfur framsögu, og hafði lýst því hversu mjög hann hefði hlakkað til þessa mikla gleðidags, þegar málið kæmi loks til kasta þingsins. Hann yfirgaf þingsalinn þegar hann sjálfur hafði talað, gekk út: dixi (eins og Sesar sagði: ég hef talað). Sú skýring var seinna gefin á fjarveru ráðherrans að hann hefði þurft að fara á fund hjá ASÍ, en sá fundur hófst ekki fyrr en klukkan 17.00. Hann yfirgaf alþingi hins vegar klukkan 16.00. Á daginn kom að hann hafði bara hlakkað til að heyra sjálfan sig tala. Að öðru leyti hafði hann ekki áhuga á að ræða það. Hann gat ekki afborið að þurfa að sitja í klukkutíma og hlýða á fulltrúa andstæðra sjónarmiða ræða það, rétt eins og honum er um megn að ræða við aðra sjónvarpsmenn en þá sem fara með fyrirfram samþykktar spurningar. Með útgöngu sinni ýtti hann undir það sjónarmið að umræður á alþingi séu málamyndagjörningur, formið eitt, bara kjaftæði, og fyrir neðan virðingu alvöru-ráðamanns að sitja undir slíku. Með fjarvistum sínum gróf hann frekar undan virðingu alþingis en fólkið í búsáhaldabyltingunni: Það var að reyna að fá þingmenn til að sinna vinnu sinni; hann gaf til kynna að vinna þingmanna væri þarflaus. Þeir væru ekki til annars nýtir en að ræða vínsölu í verslunum. Ekki það: hann hefur umboð þjóðarinnar, svona eins og flokkur með tuttugu og eitthvað prósenta fylgi hefur, og enn minna samkvæmt könnunum, og vinstri menn hver í sinni sérfylkingu. Svona virkar þingræðið: þingmeirihluti ræður og ráðherrar sem njóta trausts þingmeirihluta hafa umboð til þess að taka ákvarðanir um mikilsverð málefni.Úr einu víginu í annað Og nú höfum við fengið ómetanlega innsýn í starfshætti og siðferði á þeim stöðum þar sem teknar eru ákvarðanir um mikilsverð málefni. Gísli Freyr Valdórsson mætti í Kastljós og játaði loks að hafa sent frægt minnisblað úr innanríkisráðuneytinu með viðbótum frá – tja – hverjum? Það kom ekki fram. Gísli kom vel og drengilega fyrir í viðtalinu en sagði þó ekki allan sannleikann, frekar en fyrri daginn: hann neitaði því að upplýsingar frá saksóknara hefðu orðið til þess að hann ákvað að létta á hjarta sínu, en sagði að samviskubitið hefði um síðir orðið sér um megn. Sú saga entist hálfan sólarhring. Daginn eftir kom í ljós í Fréttablaðinu (sem staðið hefur sig vel í þessu máli með nýjum ritstjórum) að lögmaður Gísla hefði fengið upplýsingar um óyggjandi sannanir fyrir sekt hans og þar með væri leikurinn tapaður. Gísli gafst sem sé ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við höfum horft á hann – og yfirmann hans – hrekjast úr einu víginu í annað, en aldrei gefist upp, aldrei gefið upp annað en það sem blasti við, neita, neita, neita, aldrei, aldrei, aldrei segja satt. Og úr því að Gísli sagði ekki satt í játningu sinni, hví skyldum við þá trúa honum þegar hann lætur sem hann hafi einn staðið í þessu stímabraki öllu? Ekki það: hún hefur umboð. Hanna Birna hefur þingmeirihluta á bak við sig. Forsætisráðherrann talar um hana sem „fórnarlamb í málinu“ sem hlýtur að vera Íslandsmet í óskammfeilni án atrennu. Nema Hanna Birna sjálf eigi metið þegar hún sagði að komandi álit umboðsmanns alþingis um hana skipti engu máli – jájá, örugglega einhverjar athugasemdir og við þurfum öll að læra af þessu. En afsögn? Ekki að ræða það. En annað vildi hún ræða við útvalda menn. Sjálfur innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu, hafði þráfaldlega samband við lögreglustjórann í Reykjavík til þess að ræða við hann um lögreglurannsókn á ráðuneyti sínu sem nú hefur leitt til þess að játning liggur fyrir, reyndar vegna gagna í tölvu sem hún gerði alveg sérstakar athugasemdir við að gerð væri upptæk. Á lagamáli heitir þetta að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Í þingræðisríki er það tilefni afsagnar. Annað þarf naumast að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Þegar Búsáhaldabyltingin stóð sem hæst fannst mörgum sem þátttakendur í henni sýndu alþingi óvirðingu. Þarna stóð fólkið og framdi háreysti, reyndi að ná eyrum þingmanna sem vildu fá að vera í friði við að ræða hugðarefni sín, vínsölu í verslunum – linnti ekki látum fyrr en boðað hafði verið til kosninga á ný og helstu hrunkvöðlum komið frá… Sem gekk nú svona og svona. Og fór nú eins og það fór. Fólkið þarna fyrir utan var með öðrum orðum að reyna að fá þingmenn til þess að ræða það að efnahags- og bankakerfi landsins hafði hrunið vegna gáleysislegs framferðis eigenda bankanna. Því fannst – með réttu eða röngu – að þingmenn sinntu ekki vinnu sinni með því að vilja ræða það. Það taldi sig eiga kröfu á því: og þarna mætti það fólkið með pott og sleif og takt – og þrá eftir virðingarverðu alþingi.Dixi Um daginn sýndi forsætisráðherra landsins alþingi Íslendinga meiri vanvirðingu en því var nokkru sinni sýnt í gjörvallri búsáhaldabyltingunni. Það gerði hann með framgöngu sinni – eða öllu heldur útgöngu – við umræður um stærsta mál hans, svonefnda skuldaleiðréttingu – þar sem hann hafði sjálfur framsögu, og hafði lýst því hversu mjög hann hefði hlakkað til þessa mikla gleðidags, þegar málið kæmi loks til kasta þingsins. Hann yfirgaf þingsalinn þegar hann sjálfur hafði talað, gekk út: dixi (eins og Sesar sagði: ég hef talað). Sú skýring var seinna gefin á fjarveru ráðherrans að hann hefði þurft að fara á fund hjá ASÍ, en sá fundur hófst ekki fyrr en klukkan 17.00. Hann yfirgaf alþingi hins vegar klukkan 16.00. Á daginn kom að hann hafði bara hlakkað til að heyra sjálfan sig tala. Að öðru leyti hafði hann ekki áhuga á að ræða það. Hann gat ekki afborið að þurfa að sitja í klukkutíma og hlýða á fulltrúa andstæðra sjónarmiða ræða það, rétt eins og honum er um megn að ræða við aðra sjónvarpsmenn en þá sem fara með fyrirfram samþykktar spurningar. Með útgöngu sinni ýtti hann undir það sjónarmið að umræður á alþingi séu málamyndagjörningur, formið eitt, bara kjaftæði, og fyrir neðan virðingu alvöru-ráðamanns að sitja undir slíku. Með fjarvistum sínum gróf hann frekar undan virðingu alþingis en fólkið í búsáhaldabyltingunni: Það var að reyna að fá þingmenn til að sinna vinnu sinni; hann gaf til kynna að vinna þingmanna væri þarflaus. Þeir væru ekki til annars nýtir en að ræða vínsölu í verslunum. Ekki það: hann hefur umboð þjóðarinnar, svona eins og flokkur með tuttugu og eitthvað prósenta fylgi hefur, og enn minna samkvæmt könnunum, og vinstri menn hver í sinni sérfylkingu. Svona virkar þingræðið: þingmeirihluti ræður og ráðherrar sem njóta trausts þingmeirihluta hafa umboð til þess að taka ákvarðanir um mikilsverð málefni.Úr einu víginu í annað Og nú höfum við fengið ómetanlega innsýn í starfshætti og siðferði á þeim stöðum þar sem teknar eru ákvarðanir um mikilsverð málefni. Gísli Freyr Valdórsson mætti í Kastljós og játaði loks að hafa sent frægt minnisblað úr innanríkisráðuneytinu með viðbótum frá – tja – hverjum? Það kom ekki fram. Gísli kom vel og drengilega fyrir í viðtalinu en sagði þó ekki allan sannleikann, frekar en fyrri daginn: hann neitaði því að upplýsingar frá saksóknara hefðu orðið til þess að hann ákvað að létta á hjarta sínu, en sagði að samviskubitið hefði um síðir orðið sér um megn. Sú saga entist hálfan sólarhring. Daginn eftir kom í ljós í Fréttablaðinu (sem staðið hefur sig vel í þessu máli með nýjum ritstjórum) að lögmaður Gísla hefði fengið upplýsingar um óyggjandi sannanir fyrir sekt hans og þar með væri leikurinn tapaður. Gísli gafst sem sé ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við höfum horft á hann – og yfirmann hans – hrekjast úr einu víginu í annað, en aldrei gefist upp, aldrei gefið upp annað en það sem blasti við, neita, neita, neita, aldrei, aldrei, aldrei segja satt. Og úr því að Gísli sagði ekki satt í játningu sinni, hví skyldum við þá trúa honum þegar hann lætur sem hann hafi einn staðið í þessu stímabraki öllu? Ekki það: hún hefur umboð. Hanna Birna hefur þingmeirihluta á bak við sig. Forsætisráðherrann talar um hana sem „fórnarlamb í málinu“ sem hlýtur að vera Íslandsmet í óskammfeilni án atrennu. Nema Hanna Birna sjálf eigi metið þegar hún sagði að komandi álit umboðsmanns alþingis um hana skipti engu máli – jájá, örugglega einhverjar athugasemdir og við þurfum öll að læra af þessu. En afsögn? Ekki að ræða það. En annað vildi hún ræða við útvalda menn. Sjálfur innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu, hafði þráfaldlega samband við lögreglustjórann í Reykjavík til þess að ræða við hann um lögreglurannsókn á ráðuneyti sínu sem nú hefur leitt til þess að játning liggur fyrir, reyndar vegna gagna í tölvu sem hún gerði alveg sérstakar athugasemdir við að gerð væri upptæk. Á lagamáli heitir þetta að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Í þingræðisríki er það tilefni afsagnar. Annað þarf naumast að ræða.