Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. júlí 2014 20:19 Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco hafa verið hér á landi undanfarna daga en fyrirtækið hefur áhuga á að reisa verslun hér á landi. Costco hefur einnig áhuga á að hefja rekstur bensínstöðva, svokallaðra fjölorkustöðva, sem munu selja bensín, rafmagn og jafnvel metan. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær jákvætt í fyrirspurn þess efnis að fyrirtækið fengi að opna eina slíka við Korputorg. Forsvarsmenn þess hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og ráðuneyta undanfarna daga en óskað er eftir undanþágum frá lögum og reglum til þess meðal annars að flytja inn og selja ferskt bandarískt kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að full alvara er að baki þessum fyrirætlunum Costco en fyrirtækið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu ráðið til starfa hér á landi meðal annars lögmannsstofur, fasteignasala og verkfræðistofur. Samtök verslunar- og þjónustu fagna þessum hugmyndum fyrirtækisins. „Áherslur Costco eru í samræmi við áherslur Samtaka verslunar og þjónustu undanfarin ár. Þá erum við að tala um kröfur varðandi áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf, merkingarlöggjöf, matvælalöggjöf og ekki síst landbúnaðarkerfið,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ætli Costco að hefja starfsemi hér á landi, með þeim hætti sem fyrirtækið starfar í Bandaríkjunum, er ljóst að málið þarf að koma hér fyrir Alþingi. Þar þarf að breyta áfengislögum, lyfjalögum og reglum um innflutning á fersku kjöti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en hvað segir samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn? „Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún. Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco hafa verið hér á landi undanfarna daga en fyrirtækið hefur áhuga á að reisa verslun hér á landi. Costco hefur einnig áhuga á að hefja rekstur bensínstöðva, svokallaðra fjölorkustöðva, sem munu selja bensín, rafmagn og jafnvel metan. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær jákvætt í fyrirspurn þess efnis að fyrirtækið fengi að opna eina slíka við Korputorg. Forsvarsmenn þess hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og ráðuneyta undanfarna daga en óskað er eftir undanþágum frá lögum og reglum til þess meðal annars að flytja inn og selja ferskt bandarískt kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að full alvara er að baki þessum fyrirætlunum Costco en fyrirtækið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu ráðið til starfa hér á landi meðal annars lögmannsstofur, fasteignasala og verkfræðistofur. Samtök verslunar- og þjónustu fagna þessum hugmyndum fyrirtækisins. „Áherslur Costco eru í samræmi við áherslur Samtaka verslunar og þjónustu undanfarin ár. Þá erum við að tala um kröfur varðandi áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf, merkingarlöggjöf, matvælalöggjöf og ekki síst landbúnaðarkerfið,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ætli Costco að hefja starfsemi hér á landi, með þeim hætti sem fyrirtækið starfar í Bandaríkjunum, er ljóst að málið þarf að koma hér fyrir Alþingi. Þar þarf að breyta áfengislögum, lyfjalögum og reglum um innflutning á fersku kjöti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en hvað segir samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn? „Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún.
Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira