Lífið

Bað hennar við matarborðið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/getty
Leikarinn David Arquette er búinn að trúlofast kærustu sinni, Christinu McLarty.

Leikarinn bað hennar þegar þau snæddu með fjölskyldu sinni á miðvikudagskvöldið á veitingastaðnum Mastro í Malibu í Bandaríkjunum.

Coco, tíu ára dóttir Davids og leikkonunnar Courteney Cox, og Charlie, tveggja mánaða sonur Davids og Christinu, voru bæði með í för á veitingastaðnum.

Þessar fregnir berast aðeins nokkrum dögum eftir að Courteney trúlofaðist rokkaranum Johnny McDaid.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.