Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá ingvar haraldsson skrifar 3. júlí 2014 14:08 Foreldrar Duncans og Harrietar Cardew hyggjast fá börn sín skráð réttum nöfnum í Þjóðskrá. vísir/daníel Kristín og Tristan Cardew, ætla að krefjast þess að yngri börn þeirra, verði nefnd Duncan og Harriet í Þjóðskrá en Þjóðskrá hefur fram til þess skráð börnin stúlka og drengur Cardew. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna, hyggst senda greinargerð til Innanríkisráðuneytisins vegna málsins. Ragnar segir brotið gegn jafnræðisreglu með því að heimila íslenskum ríkisborgurum af erlendum uppruna að bera erlend nöfn en ekki þeim sem fæddir eru á Íslandi. „Það eru ákvæði í lögum um að sumir íslenskir ríkisborgar fái að skráð nöfn sem ekki séu í samræmi við íslenskar nafnahefðir og beygist ekki eins og íslensk nöfn. Þá ertu kominn með tvo hópa í þjóðfélaginu sem hafa mismunandi réttarstöðu.“Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna.Harriet Cardew var neitað um vegabréf af íslenskum stjórnvöldum því mannanafnanefnd hafnaði nafninu. Ragnar segir það brot á meðalhófsreglu: „Ég tel að íslensk stjórnvöld geti ekki svipt íslenska ríkisborgara ferðafrelsi út af ágreiningi um hvort og hvernig eigi að skrá nöfn í Þjóðskrá. Það er hægt að ná markmiðum nafnalaga með öðrum hætti en þessum.“ Ragnar bætir við: „Það þarf að skilja það að nöfn eru mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hvers einstaklings og eru varin af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum sem við erum aðilar að með réttinum til friðhelgi einkalífs. Þess vegna þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Hinsvegar geta menningarleg og málfarsleg og menningarleg sjónarmið geta skipt máli, en það þarf að gæta jafnræðis.“Hæpið að banna Íslendingum að heita erlendum nöfn Lögfræðingurinn Guðjón Ingi Guðjónsson telur það verulega hæpið að það standist alþjóðasamninga að neita íslenskum ríkisborgurum um að heita erlendum nöfnum. „Íslendingar eru þjóðréttalega skuldbundnir til að vernda réttinn til menningarlegrar sjálfsmyndar sem kemur fram í a lið, fyrstu málsgrein 15. greinar mannréttindasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að. Undir það fellur meðal annars að aðildarríkjum beri skylda til að taka mannanöfn þjóðernishópa gild í opinberri skráningu.“ Guðjón bætir við: „Í þessu ljósi er mjög vafasamt að gera kröfu um að nafnagift fylgi hefðum ákveðinnar þjóðar eða menningarhóps.“ Tengdar fréttir Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00 Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34 Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59 10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00 Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Kristín og Tristan Cardew, ætla að krefjast þess að yngri börn þeirra, verði nefnd Duncan og Harriet í Þjóðskrá en Þjóðskrá hefur fram til þess skráð börnin stúlka og drengur Cardew. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna, hyggst senda greinargerð til Innanríkisráðuneytisins vegna málsins. Ragnar segir brotið gegn jafnræðisreglu með því að heimila íslenskum ríkisborgurum af erlendum uppruna að bera erlend nöfn en ekki þeim sem fæddir eru á Íslandi. „Það eru ákvæði í lögum um að sumir íslenskir ríkisborgar fái að skráð nöfn sem ekki séu í samræmi við íslenskar nafnahefðir og beygist ekki eins og íslensk nöfn. Þá ertu kominn með tvo hópa í þjóðfélaginu sem hafa mismunandi réttarstöðu.“Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna.Harriet Cardew var neitað um vegabréf af íslenskum stjórnvöldum því mannanafnanefnd hafnaði nafninu. Ragnar segir það brot á meðalhófsreglu: „Ég tel að íslensk stjórnvöld geti ekki svipt íslenska ríkisborgara ferðafrelsi út af ágreiningi um hvort og hvernig eigi að skrá nöfn í Þjóðskrá. Það er hægt að ná markmiðum nafnalaga með öðrum hætti en þessum.“ Ragnar bætir við: „Það þarf að skilja það að nöfn eru mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hvers einstaklings og eru varin af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum sem við erum aðilar að með réttinum til friðhelgi einkalífs. Þess vegna þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Hinsvegar geta menningarleg og málfarsleg og menningarleg sjónarmið geta skipt máli, en það þarf að gæta jafnræðis.“Hæpið að banna Íslendingum að heita erlendum nöfn Lögfræðingurinn Guðjón Ingi Guðjónsson telur það verulega hæpið að það standist alþjóðasamninga að neita íslenskum ríkisborgurum um að heita erlendum nöfnum. „Íslendingar eru þjóðréttalega skuldbundnir til að vernda réttinn til menningarlegrar sjálfsmyndar sem kemur fram í a lið, fyrstu málsgrein 15. greinar mannréttindasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að. Undir það fellur meðal annars að aðildarríkjum beri skylda til að taka mannanöfn þjóðernishópa gild í opinberri skráningu.“ Guðjón bætir við: „Í þessu ljósi er mjög vafasamt að gera kröfu um að nafnagift fylgi hefðum ákveðinnar þjóðar eða menningarhóps.“
Tengdar fréttir Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00 Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34 Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59 10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00 Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43
Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00
Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34
Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59
10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00
Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00