Spila þjóðlög fallins heimsveldis Baldvin Þormóðsson skrifar 3. júlí 2014 14:00 Strákarnir eru hressir þegar þeir spila heimstónlistina en þeir nota hljóðfæri frá meðal annars Búlgaríu, Tyrklandi og Grikklandi. mynd/ásgeir ásgeirsson „Við erum að spila tónlist frá ákveðnu svæði í Evrópu sem kennt er við býsanska heimsveldið,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson en hann var að gefa út plötuna Night Without Moon ásamt heimstónlistarhljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans. „Við Haukur Gröndal erum búnir að fara þó nokkrar ferðir til Búlgaríu, Tyrklands og Grikklands að læra á þessi hljóðfæri,“ segir Ásgeir. „Það er til svo mikið af flottum hljóðfærum sem fólk þekkir ekki,“ segir hann. Félagarnir gáfu út plötuna New Road árið 2012 þar sem þeir spiluðu mest tónlist frá Makedóníu og Búlgaríu en þeir einbeita sér að stærra svæði á nýju plötunni. Ásgeir segir tónlistina geta verið gríðarlega krefjandi og erfiða að spila. „Sumt er rosalega hratt og annað dulúðugt og seiðandi,“ segir hann en þeir spila mest gömul þjóðlög frá býsanska heimsveldinu og hafa einnig farið mikið í grunnskóla að kynna börn fyrir tónlistinni og hljóðfærunum. Á plötunni er að finna fjöldann allan af tónlistarmönnum en þeir fengu til liðs við sig tónlistarmenn frá Austurríki, Búlgaríu og Tyrklandi til þess að spila inn á plötuna. „Það er gaman að skoða bæklinginn með plötunni og sjá hverjir spila á hvað hverju sinni,“ segir Ásgeir en útgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Björtuloftum í Hörpu sunnudaginn 6. júlí. Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við erum að spila tónlist frá ákveðnu svæði í Evrópu sem kennt er við býsanska heimsveldið,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson en hann var að gefa út plötuna Night Without Moon ásamt heimstónlistarhljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans. „Við Haukur Gröndal erum búnir að fara þó nokkrar ferðir til Búlgaríu, Tyrklands og Grikklands að læra á þessi hljóðfæri,“ segir Ásgeir. „Það er til svo mikið af flottum hljóðfærum sem fólk þekkir ekki,“ segir hann. Félagarnir gáfu út plötuna New Road árið 2012 þar sem þeir spiluðu mest tónlist frá Makedóníu og Búlgaríu en þeir einbeita sér að stærra svæði á nýju plötunni. Ásgeir segir tónlistina geta verið gríðarlega krefjandi og erfiða að spila. „Sumt er rosalega hratt og annað dulúðugt og seiðandi,“ segir hann en þeir spila mest gömul þjóðlög frá býsanska heimsveldinu og hafa einnig farið mikið í grunnskóla að kynna börn fyrir tónlistinni og hljóðfærunum. Á plötunni er að finna fjöldann allan af tónlistarmönnum en þeir fengu til liðs við sig tónlistarmenn frá Austurríki, Búlgaríu og Tyrklandi til þess að spila inn á plötuna. „Það er gaman að skoða bæklinginn með plötunni og sjá hverjir spila á hvað hverju sinni,“ segir Ásgeir en útgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Björtuloftum í Hörpu sunnudaginn 6. júlí.
Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira