„Það er svo gott að búa í Kópavogi“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. júlí 2014 07:00 „Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. „Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar. Að minnsta kosti miklu betra en að búa í Hafnarfirði, ef marka má ráðherrann og flokksbræður hans í ríkisstjórn Íslands. Rétt er það. Gott er að búa á Akureyri – enda bjó ég þar að eigin vali í fjóra vetur sem nemandi og undi dvölinni vel. Einmitt vegna þess hversu gott það er stendur nú til að flytja 40 til 60 fjölskyldur nauðungarflutningum frá Hafnarfirði til Akureyrar bara af velvild við viðkomandi. Það er svo gott að búa þar – það er ekki í Hafnarfirði.Ný höfuðborg fyrir „hæstráðanda“ Um leið er sagt að fleiri flutningar standi til. Nú er það svo að höfuðborg eins lands ræðst ekki af fjölda íbúa á staðnum heldur af því hvar stjórnkerfi landsins kýs sér aðsetur. Fjölmörg dæmi eru um að höfuðborgir viðkomandi landa séu ekki fjölmennustu borgirnar. Þannig er til dæmis Washington höfuðborg Bandaríkjanna þótt íbúar séu fleiri í New York og Brasilía er höfuðborg Brasilíu þótt íbúar séu fleiri í Rio de Janeiro. Höfuðborgin er einfaldlega sá staður þar sem stjórnkerfið kýs að hafa sinn samastað. Þar sem „hæstráðandi til lands og sjávar“ vill hafa höfuðborgina.Þar sem „alveg er hægt að gista“ Nú er ljóst orðið að „hæstráðandi til lands og sjávar á Íslandi“ vill flytja stjórnsýslustofnanir frá höfuðborgarsvæðinu og norður á Akureyri. Hann vill hafa þær ekki of langt frá jarðarskikanum að Hrafnabjörgum III þar sem forsætisráðherrann hefur nú skráð lögheimili ásamt fjölskyldu sinni og þar sem „alveg er hægt að gista“, eins og haft er eftir Jóni Guðmundssyni, bónda á bænum þeim þar sem ráðherrann þiggur búsetustyrk frá Alþingi. Ekki verður þá of langt fyrir hann að fara frá stjórnsýslunni og heim.Hvernig flytja má höfuðborgir Nú má margt læra af Brasilíumönnum annað en það hvernig halda á heimsmeistarakeppni í fótbolta – eða hvernig ekki á að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Eitt af því sem læra má af Brasilíumönnum er hvernig flytja má höfuðborgir. „Hæstráðandi til lands og sjávar“ í því landi tók þá gagnmerku ákvörðun að flytja bara höfuðborgina þangað sem hann vildi hafa hana. Arkitektinn Oscar Niemayer var ráðinn til þess að hanna nýja höfuðborg og hún reis á árunum 1956-1960 og nefnist Brasilía. Þangað var svo stjórnkerfið flutt. Þar er nú höfuðborgin. Hin brasilíska Reykjavík ber ekki þann titil lengur.Mbl. sér um það Ekki ýkja langt frá Hrafnabjörgum III er jörðin Hrifla. Hún er vel þekkt úr sögunni. Væri ekki tilvalið að byggja þar nýja höfuðborg í stað Reykjavíkur? Fá skipulagsfræðing eins og þann sem nú situr í forsætisráðuneytinu til þess að taka að sér verkefni Oscars Niemayers. Skipuleggja nýja höfuðborg á Hriflu. Ekki á Laugarvatni – heldur á Hriflu. Hversu miklu betra yrði ekki að búa í höfuðborginni Hriflu en í Hafnarfirði? Ekki spurning. Ekki heldur fyrir íhaldið? Það fylgir bara með – svona aukreitis. Þegir – og þakkar. Mbl. sér um það. Málgagn „hæstráðanda til lands og sjávar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
„Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. „Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar. Að minnsta kosti miklu betra en að búa í Hafnarfirði, ef marka má ráðherrann og flokksbræður hans í ríkisstjórn Íslands. Rétt er það. Gott er að búa á Akureyri – enda bjó ég þar að eigin vali í fjóra vetur sem nemandi og undi dvölinni vel. Einmitt vegna þess hversu gott það er stendur nú til að flytja 40 til 60 fjölskyldur nauðungarflutningum frá Hafnarfirði til Akureyrar bara af velvild við viðkomandi. Það er svo gott að búa þar – það er ekki í Hafnarfirði.Ný höfuðborg fyrir „hæstráðanda“ Um leið er sagt að fleiri flutningar standi til. Nú er það svo að höfuðborg eins lands ræðst ekki af fjölda íbúa á staðnum heldur af því hvar stjórnkerfi landsins kýs sér aðsetur. Fjölmörg dæmi eru um að höfuðborgir viðkomandi landa séu ekki fjölmennustu borgirnar. Þannig er til dæmis Washington höfuðborg Bandaríkjanna þótt íbúar séu fleiri í New York og Brasilía er höfuðborg Brasilíu þótt íbúar séu fleiri í Rio de Janeiro. Höfuðborgin er einfaldlega sá staður þar sem stjórnkerfið kýs að hafa sinn samastað. Þar sem „hæstráðandi til lands og sjávar“ vill hafa höfuðborgina.Þar sem „alveg er hægt að gista“ Nú er ljóst orðið að „hæstráðandi til lands og sjávar á Íslandi“ vill flytja stjórnsýslustofnanir frá höfuðborgarsvæðinu og norður á Akureyri. Hann vill hafa þær ekki of langt frá jarðarskikanum að Hrafnabjörgum III þar sem forsætisráðherrann hefur nú skráð lögheimili ásamt fjölskyldu sinni og þar sem „alveg er hægt að gista“, eins og haft er eftir Jóni Guðmundssyni, bónda á bænum þeim þar sem ráðherrann þiggur búsetustyrk frá Alþingi. Ekki verður þá of langt fyrir hann að fara frá stjórnsýslunni og heim.Hvernig flytja má höfuðborgir Nú má margt læra af Brasilíumönnum annað en það hvernig halda á heimsmeistarakeppni í fótbolta – eða hvernig ekki á að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Eitt af því sem læra má af Brasilíumönnum er hvernig flytja má höfuðborgir. „Hæstráðandi til lands og sjávar“ í því landi tók þá gagnmerku ákvörðun að flytja bara höfuðborgina þangað sem hann vildi hafa hana. Arkitektinn Oscar Niemayer var ráðinn til þess að hanna nýja höfuðborg og hún reis á árunum 1956-1960 og nefnist Brasilía. Þangað var svo stjórnkerfið flutt. Þar er nú höfuðborgin. Hin brasilíska Reykjavík ber ekki þann titil lengur.Mbl. sér um það Ekki ýkja langt frá Hrafnabjörgum III er jörðin Hrifla. Hún er vel þekkt úr sögunni. Væri ekki tilvalið að byggja þar nýja höfuðborg í stað Reykjavíkur? Fá skipulagsfræðing eins og þann sem nú situr í forsætisráðuneytinu til þess að taka að sér verkefni Oscars Niemayers. Skipuleggja nýja höfuðborg á Hriflu. Ekki á Laugarvatni – heldur á Hriflu. Hversu miklu betra yrði ekki að búa í höfuðborginni Hriflu en í Hafnarfirði? Ekki spurning. Ekki heldur fyrir íhaldið? Það fylgir bara með – svona aukreitis. Þegir – og þakkar. Mbl. sér um það. Málgagn „hæstráðanda til lands og sjávar“.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar