Varar við snörpum vindhviðum á morgun Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 11:42 Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem olli usla í Karíbahafi fyrr í vikunni. Vísir/Arnþór Birkisson Veðurstofan spáir stormi eða roki á morgun þegar leifarnar af fellibylnum Cristobal ganga yfir landið. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að spáð sé snörpum vindhviðum við fjöll víða um land, við suðurströndina og á hálendi. „Það er spáð mikilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, í Mýrdal, Öræfum og sunnanverðum Austfjörðum. Þetta er alvöru kröpp og djúp haustlægð.“ „Ætli það ekki bara,“ segir Þorsteinn, aðspurður hvort sumarið sé þá búið, en tekur þó fram að sumarið nái alveg fram í október samkvæmt Veðurstofunni. Veðurstofusumarið nær alveg frá júní og út september. Þorsteinn segir að Veðurstofan beini þeim orðum til fólks að vera ekki að ferðast að óþörfu á morgun. „Ekki með húsbíla eða aftanívagna. Þá er fólk beðið um að ganga frá lausum munum, trampólínum, gasgrillum og fleira sem gæti farið af stað í suðaustanrokinu.“ Þorsteinn segir að það eigi að lægja sunnan til annað kvöld. „Seinni partinn á morgun fer að draga úr þessu suðvestanlands en það gæti þó hvesst aftur annað kvöld. Það verður hvassviðri á norðanverðu og austanverðu landinu fram eftir kvöldi á morgun.“ Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem kemur núna og heimsækir Ísland. „Það eru alla vega hlýindi á landinu. Það er engin snjókoma. Það verður hins vegar mikil rigning á suðaustanverðu landinu,“ segir Þorsteinn, en hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. „Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.“ Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um síðustu helgi. Á þriðjudag náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í gær segir að yfirleitt minnki fellibyljir þegar þeir fara norður yfir kaldari sjó. Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Veðurstofan spáir stormi eða roki á morgun þegar leifarnar af fellibylnum Cristobal ganga yfir landið. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að spáð sé snörpum vindhviðum við fjöll víða um land, við suðurströndina og á hálendi. „Það er spáð mikilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, í Mýrdal, Öræfum og sunnanverðum Austfjörðum. Þetta er alvöru kröpp og djúp haustlægð.“ „Ætli það ekki bara,“ segir Þorsteinn, aðspurður hvort sumarið sé þá búið, en tekur þó fram að sumarið nái alveg fram í október samkvæmt Veðurstofunni. Veðurstofusumarið nær alveg frá júní og út september. Þorsteinn segir að Veðurstofan beini þeim orðum til fólks að vera ekki að ferðast að óþörfu á morgun. „Ekki með húsbíla eða aftanívagna. Þá er fólk beðið um að ganga frá lausum munum, trampólínum, gasgrillum og fleira sem gæti farið af stað í suðaustanrokinu.“ Þorsteinn segir að það eigi að lægja sunnan til annað kvöld. „Seinni partinn á morgun fer að draga úr þessu suðvestanlands en það gæti þó hvesst aftur annað kvöld. Það verður hvassviðri á norðanverðu og austanverðu landinu fram eftir kvöldi á morgun.“ Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem kemur núna og heimsækir Ísland. „Það eru alla vega hlýindi á landinu. Það er engin snjókoma. Það verður hins vegar mikil rigning á suðaustanverðu landinu,“ segir Þorsteinn, en hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. „Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.“ Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um síðustu helgi. Á þriðjudag náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í gær segir að yfirleitt minnki fellibyljir þegar þeir fara norður yfir kaldari sjó.
Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira