Íslenski boltinn

Gummi Ben: Ég held að ég hafi gert risamistök

Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli skrifar
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson. Vísir/Stefán
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli eftir 4-4 jafntefli gegn Keflavík á heimavelli í Pepsi-deild karla í kvöld en Blikar tryggðu sér jafntefli með tveimur mörkum undir lok leiksins.

„Mér þetta fyrst og fremst ofboðslega lélegur leikur af okkar hálfu og þetta var ekki eitthvað sem ég vil sjá.

„Ég held að ég hafi gert risamistök með þessari uppstillingu því það voru alltof margir sem áttu, eftir á að hyggja, ekkert skilið að spila þennan leik.

„Ég var frekar fúll að eiga bara þrjár skiptingar í hálfleik, þannig að ég ákvað að gera ekki upp á milli þeirra,“ sagði Guðmundur sem sá fátt jákvætt við spilamennsku sinna manna í kvöld.

„Þú þarft að vera klár þegar þú ert að spila við Keflavík og við vorum alls ekki klárir í kvöld og það sýndi sig úti á vellinum,“ sagði Guðmundur ennfremur. Hann kvaðst þó ánægður að hafa náð að bjarga stigi undir lokin.

„Mér líður ekki eins og við höfum unnið þennan leik, en vonandi mun þetta stig nýtast okkur í framhaldinu.

„Við getum kannski verið sáttir með að hafa lagt allt í sóknina undir lok leiksins og hafa náð að jafna leikinn. En að fá á sig fjögur mörk á heimavelli er hreinlega til skammar,“ sagði þjálfarinn og bætti við.

„Það ætti öllum að vera ljóst í hvaða stöðu við erum. Og þótt við höfum fengið eitthvað hrós fyrir ágætar frammistöður upp á síðkastið, þá getum við ekki farið að dansa einhvern sigurdans út af því.

„Við erum í bullandi fallbaráttu og þurfum á stigum að halda,“ sagði Guðmundur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×