Átta marka veisla í Kópavogi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. ágúst 2014 12:00 Pepsi-deild karla í fótbolta fer aftur af stað í kvöld eftir frí vegna Verslunamannahelgarinnar. Fjórir leikir eru á dagskrá, en tveimur er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni. Fjögur efstu liðin áttu að mætast innbyrðist, en leikur Víkings og Stjörnunnar annars vegar og KR og FH hins vegar var frestað og fara þeir fram síðar í mánuðinum. Öllum fjórum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Pepsi-mörkunum sem eru á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld. Einn af leikjum kvöldsins er viðureign Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvelli, en í spilaranum hér að ofan má sjá mörkin úr frábærum leik liðanna í Pepsi-deildinni frá því 2009, sumarið sem Breiðablik varð bikarmeistari. Keflvíkingar komust í 2-0 með mörkum Hauks Inga Guðnasonar og Magnúsar Sverris Þorsteinssonar, en Haukur Ingi, sem er aðstoðarþjálfari Fylkis í dag, verður með sína menn í Árbænum þar sem þeir taka á móti ÍBV klukkan 18.00. Mínútu eftir að Magnús Sverrir skoraði, nánar til tekið á 15. mínútu, minnkaði Alfreð Finnbogason muninn fyrir Breiðablik, en hann var í lok tímabilsins kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Kristinn Steindórsson jafnaði svo metin á 58. mínútu. Blikum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en ellefu mínútum eftir að Kristinn skoraði bætti Haukur Baldvinsson við þriðja markinu. Haukur fullkomnaði svo frábæra endurkomu Breiðabliks með öðru marki sínu og fjórða marki liðsins á 70. mínútu leiksins. En Keflvíkingar lögðu ekki árar í bát. Magnús Þórir Matthíasson, sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem sókndjarfur bakvörður hjá Keflavík í sumar, minnkaði muninn í 4-3 á 78. mínútu og miðvörðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki úr teignum á 85. mínútu leiksins. Það er vonandi fyrir hlutlausa að leikurinn verði jafnskemmtilegur í kvöld, en bæði lið þurfa á sigri að halda. Keflvíkingar hafa ekki unnið í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og Blikar daðra enn við falldrauginn, fjórum stigum frá fallsæti.Leikir kvöldsins: 18.00 Þór - Fram, Þórsvelli 18.00 Fylkir - ÍBV, Fylkisvelli 19.15 Breiðablik - Keflavík, Kópavogsvelli 19.15 Valur - Fjölnir, Vodafonevelli 22.00 Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport Pepsi Max-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Pepsi-deild karla í fótbolta fer aftur af stað í kvöld eftir frí vegna Verslunamannahelgarinnar. Fjórir leikir eru á dagskrá, en tveimur er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni. Fjögur efstu liðin áttu að mætast innbyrðist, en leikur Víkings og Stjörnunnar annars vegar og KR og FH hins vegar var frestað og fara þeir fram síðar í mánuðinum. Öllum fjórum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Pepsi-mörkunum sem eru á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld. Einn af leikjum kvöldsins er viðureign Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvelli, en í spilaranum hér að ofan má sjá mörkin úr frábærum leik liðanna í Pepsi-deildinni frá því 2009, sumarið sem Breiðablik varð bikarmeistari. Keflvíkingar komust í 2-0 með mörkum Hauks Inga Guðnasonar og Magnúsar Sverris Þorsteinssonar, en Haukur Ingi, sem er aðstoðarþjálfari Fylkis í dag, verður með sína menn í Árbænum þar sem þeir taka á móti ÍBV klukkan 18.00. Mínútu eftir að Magnús Sverrir skoraði, nánar til tekið á 15. mínútu, minnkaði Alfreð Finnbogason muninn fyrir Breiðablik, en hann var í lok tímabilsins kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Kristinn Steindórsson jafnaði svo metin á 58. mínútu. Blikum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en ellefu mínútum eftir að Kristinn skoraði bætti Haukur Baldvinsson við þriðja markinu. Haukur fullkomnaði svo frábæra endurkomu Breiðabliks með öðru marki sínu og fjórða marki liðsins á 70. mínútu leiksins. En Keflvíkingar lögðu ekki árar í bát. Magnús Þórir Matthíasson, sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem sókndjarfur bakvörður hjá Keflavík í sumar, minnkaði muninn í 4-3 á 78. mínútu og miðvörðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki úr teignum á 85. mínútu leiksins. Það er vonandi fyrir hlutlausa að leikurinn verði jafnskemmtilegur í kvöld, en bæði lið þurfa á sigri að halda. Keflvíkingar hafa ekki unnið í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og Blikar daðra enn við falldrauginn, fjórum stigum frá fallsæti.Leikir kvöldsins: 18.00 Þór - Fram, Þórsvelli 18.00 Fylkir - ÍBV, Fylkisvelli 19.15 Breiðablik - Keflavík, Kópavogsvelli 19.15 Valur - Fjölnir, Vodafonevelli 22.00 Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira