Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. ágúst 2014 09:47 Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri og rithöfundur, lætur ekki deigan síga þó hann sé kominn á tíræðisaldur. Á fimmtudag heldur hann ásamt Braga Bergþórssyni og Bjarna F. Einarssyni fornleifafræðingi til Nova Scotia í Kanada ætla þeir að huga að hugsanlegum fornleifum sem tengjast ferð Þorvalds Eiríkssonar fyrir um 1000 árum. Viðfangsefnið hefur lengi verið Páli hugleikið og ritaði hann bókina Vínlandsgátan sem fjallar um landafundi norrænna manna í Vesturheimi. Páll kveðst nýlega hafa fengið upplýsingar um vörðu við Nova Scotia sem Þorvaldur gæti hafa reist úr kjöl skip síns. „Ég hef heyrt um þetta, að varðan sé á tilteknu nesi,“ segir Páll. „Þá datt mér það í hug að Þorvaldur hlyti að hafa haft eitthvað til að styðja við þennan kjöl. Það einfaldasta væri að hlaða á hann grjóti, búa til vörðu sem gæti staðið í mörg ár, jafnvel þúsund ár.“ Páll fagnar 91 árs afmælisdegi sínum í ferðinni. Hann kveðst heilsuhraustur og segir að það verði gott að fá nýtt loft í lungun. Jafnframt mun hann halda fyrirlestur í New York um Vínlandsferðirnar. „Ég ætla að reyna að hvetja menn til þess að fara nú að taka mark á Íslendingasögunum - Vínlandssögunum,“ segir Páll.Daglegar veðurspár Páll er líklega einn elsti Facebook notandi landsins. Þar er hann afkastamikill og ritar daglega tíu daga veðurspá sem þúsundir lesa. „Það er alveg prýðilegt að hafa eitthvað verkefni þegar maður er kominn á eftirlaunaaldurinn og er ég búinn að vera þar í 20 ár. Það styrkir mann að senda eitthvað frá sér. Þetta geri ég á hverjum degi,“ segir Páll en hversu margir fylgja honum eftir á Facebook? „Þeir eru 4800,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri og rithöfundur. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri og rithöfundur, lætur ekki deigan síga þó hann sé kominn á tíræðisaldur. Á fimmtudag heldur hann ásamt Braga Bergþórssyni og Bjarna F. Einarssyni fornleifafræðingi til Nova Scotia í Kanada ætla þeir að huga að hugsanlegum fornleifum sem tengjast ferð Þorvalds Eiríkssonar fyrir um 1000 árum. Viðfangsefnið hefur lengi verið Páli hugleikið og ritaði hann bókina Vínlandsgátan sem fjallar um landafundi norrænna manna í Vesturheimi. Páll kveðst nýlega hafa fengið upplýsingar um vörðu við Nova Scotia sem Þorvaldur gæti hafa reist úr kjöl skip síns. „Ég hef heyrt um þetta, að varðan sé á tilteknu nesi,“ segir Páll. „Þá datt mér það í hug að Þorvaldur hlyti að hafa haft eitthvað til að styðja við þennan kjöl. Það einfaldasta væri að hlaða á hann grjóti, búa til vörðu sem gæti staðið í mörg ár, jafnvel þúsund ár.“ Páll fagnar 91 árs afmælisdegi sínum í ferðinni. Hann kveðst heilsuhraustur og segir að það verði gott að fá nýtt loft í lungun. Jafnframt mun hann halda fyrirlestur í New York um Vínlandsferðirnar. „Ég ætla að reyna að hvetja menn til þess að fara nú að taka mark á Íslendingasögunum - Vínlandssögunum,“ segir Páll.Daglegar veðurspár Páll er líklega einn elsti Facebook notandi landsins. Þar er hann afkastamikill og ritar daglega tíu daga veðurspá sem þúsundir lesa. „Það er alveg prýðilegt að hafa eitthvað verkefni þegar maður er kominn á eftirlaunaaldurinn og er ég búinn að vera þar í 20 ár. Það styrkir mann að senda eitthvað frá sér. Þetta geri ég á hverjum degi,“ segir Páll en hversu margir fylgja honum eftir á Facebook? „Þeir eru 4800,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri og rithöfundur.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira