Innlent

Hnífstungan á Hverfisgötu: Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árásin átti sér stað á Hverfisgötu.
Árásin átti sér stað á Hverfisgötu. mynd/þorgeir ólafsson
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum þremur sem grunaðir eru um að hafa stungið mann á Hverfisgötu þann 23. nóvember. Verða þeir í gæsluvarðhaldi til 8. desember. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, við fréttastofu.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að það hafi verið kraftaverki líkast að maðurinn hefði lifað af en hann var stunginn í hjartað. Skjót handtök lækna urðu til þess að maðurinn er kominn á ágætis bataveg en hann mun vera ennþá á gjörgæslu.

Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi og lýstu síðan í kjölfarið eftir einum til viðbótar sem fannst skömmu síðar. Tveimur var sleppt en eftir sitja þrír í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu.


Tengdar fréttir

Arkadiusz Lech kominn í leitirnar

Arkadiusz Lech Ustaszewski sem lögregla lýsti eftir í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hverfisgötu í Reykjavík á sunnudagskvöld er fundinn.

Hnífurinn gekk í hjarta mannsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags.

Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu

Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×