Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 14:32 Ekkert nautakjöt var í nautabökunum þó að það kæmi fram í innihaldslýsingu á umbúðum vörunnar. Vísir/Stefán Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. Eins og frægt varð kom fram á umbúðunum að nautakjöt væri í bökunum en svo reyndist ekki vera. Málið kom upp í byrjun árs 2013. Matvælastofnun gerði rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sem leiddi í ljós að ekkert nautakjöt var í tveimur vörum sem Gæðakokkar höfðu framleitt og markaðssett og sögðu að innihéldu nautakjöt. Þannig var Nautabaka sögð innihalda 30% nautahakk í fyllingu sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar en innihélt ekkert kjöt. Forsvarsmenn Gæðakokka sögðust á sínum tíma engar skýringar hafa á því hvers vegna ekkert nautakjöt fannst í nautabökunum. Stuttu eftir að niðurstaða Matvælastofnunar lá fyrir kærði Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrirtækið til sýslumannsins í Borgarnesi. Lögreglustjórinn gaf svo út ákæru á hendur fyrirtækinu fyrir brot gegn matvælalögum og reglugerðum sem settar hafa verið samkvæmt þeim. Brotin varða meðal annars 11. grein matvælalaga þar sem segir að óheimilt sé „að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif.“ Farið er fram á það í ákæru að fyrirtækið verði látið sæta refsingu, sem er sektargreiðsla, og að það greiði allan sakarkostnað. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram fyrir Héraðsdómi Vesturlands í dag en var frestað vegna vitna sem komust ekki í dóminn. Tengdar fréttir Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. Eins og frægt varð kom fram á umbúðunum að nautakjöt væri í bökunum en svo reyndist ekki vera. Málið kom upp í byrjun árs 2013. Matvælastofnun gerði rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sem leiddi í ljós að ekkert nautakjöt var í tveimur vörum sem Gæðakokkar höfðu framleitt og markaðssett og sögðu að innihéldu nautakjöt. Þannig var Nautabaka sögð innihalda 30% nautahakk í fyllingu sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar en innihélt ekkert kjöt. Forsvarsmenn Gæðakokka sögðust á sínum tíma engar skýringar hafa á því hvers vegna ekkert nautakjöt fannst í nautabökunum. Stuttu eftir að niðurstaða Matvælastofnunar lá fyrir kærði Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrirtækið til sýslumannsins í Borgarnesi. Lögreglustjórinn gaf svo út ákæru á hendur fyrirtækinu fyrir brot gegn matvælalögum og reglugerðum sem settar hafa verið samkvæmt þeim. Brotin varða meðal annars 11. grein matvælalaga þar sem segir að óheimilt sé „að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif.“ Farið er fram á það í ákæru að fyrirtækið verði látið sæta refsingu, sem er sektargreiðsla, og að það greiði allan sakarkostnað. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram fyrir Héraðsdómi Vesturlands í dag en var frestað vegna vitna sem komust ekki í dóminn.
Tengdar fréttir Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12
Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59
Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47
Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46
Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33