Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 14:32 Ekkert nautakjöt var í nautabökunum þó að það kæmi fram í innihaldslýsingu á umbúðum vörunnar. Vísir/Stefán Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. Eins og frægt varð kom fram á umbúðunum að nautakjöt væri í bökunum en svo reyndist ekki vera. Málið kom upp í byrjun árs 2013. Matvælastofnun gerði rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sem leiddi í ljós að ekkert nautakjöt var í tveimur vörum sem Gæðakokkar höfðu framleitt og markaðssett og sögðu að innihéldu nautakjöt. Þannig var Nautabaka sögð innihalda 30% nautahakk í fyllingu sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar en innihélt ekkert kjöt. Forsvarsmenn Gæðakokka sögðust á sínum tíma engar skýringar hafa á því hvers vegna ekkert nautakjöt fannst í nautabökunum. Stuttu eftir að niðurstaða Matvælastofnunar lá fyrir kærði Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrirtækið til sýslumannsins í Borgarnesi. Lögreglustjórinn gaf svo út ákæru á hendur fyrirtækinu fyrir brot gegn matvælalögum og reglugerðum sem settar hafa verið samkvæmt þeim. Brotin varða meðal annars 11. grein matvælalaga þar sem segir að óheimilt sé „að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif.“ Farið er fram á það í ákæru að fyrirtækið verði látið sæta refsingu, sem er sektargreiðsla, og að það greiði allan sakarkostnað. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram fyrir Héraðsdómi Vesturlands í dag en var frestað vegna vitna sem komust ekki í dóminn. Tengdar fréttir Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. Eins og frægt varð kom fram á umbúðunum að nautakjöt væri í bökunum en svo reyndist ekki vera. Málið kom upp í byrjun árs 2013. Matvælastofnun gerði rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sem leiddi í ljós að ekkert nautakjöt var í tveimur vörum sem Gæðakokkar höfðu framleitt og markaðssett og sögðu að innihéldu nautakjöt. Þannig var Nautabaka sögð innihalda 30% nautahakk í fyllingu sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar en innihélt ekkert kjöt. Forsvarsmenn Gæðakokka sögðust á sínum tíma engar skýringar hafa á því hvers vegna ekkert nautakjöt fannst í nautabökunum. Stuttu eftir að niðurstaða Matvælastofnunar lá fyrir kærði Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrirtækið til sýslumannsins í Borgarnesi. Lögreglustjórinn gaf svo út ákæru á hendur fyrirtækinu fyrir brot gegn matvælalögum og reglugerðum sem settar hafa verið samkvæmt þeim. Brotin varða meðal annars 11. grein matvælalaga þar sem segir að óheimilt sé „að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif.“ Farið er fram á það í ákæru að fyrirtækið verði látið sæta refsingu, sem er sektargreiðsla, og að það greiði allan sakarkostnað. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram fyrir Héraðsdómi Vesturlands í dag en var frestað vegna vitna sem komust ekki í dóminn.
Tengdar fréttir Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12
Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59
Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47
Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46
Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33