Fyrir þolendur með blóðbragð í munni María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 13:30 Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar að sá sem þú treystir brýtur svo á þér. Ítrekað. Fer yfir mörk sem ekki er hægt að fyrirgefa. Sem ekki er hægt að skilja. Sviptir þig sakleysinu. Ímyndaðu þér svo að sá sem þú treystir haldi svo áfram með sitt líf, skeytingalaus um það hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu á þig. Ímyndaðu þér svo þegar þú, umvafin algjöru svartnætti, ferð hægt og rólega að efast um allt sem þú gerir, sjálfstraustið í molum, sektarkenndin ærandi, sálin öskrandi; „Af hverju gerði ég ekkert?“ „Af hverju sagði ég ekkert?“ „Af hverju öskraði ég ekki?“ „Þetta er allt mér að kenna.“ „Ég bauð upp á þetta.“ „Ég hefði átt að… “ Svo kemur dagurinn, (mögulega) mörgum árum seinna að þú ákveður að segja frá. Þú ætlar að hætta að draga alla ábyrgðina á eftir þér. Þú byrjar á því að æfa þig að segja og viðurkenna það upphátt fyrir framan spegilinn að þú berir ekki ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Þessi dagur mun breyta öllu, loksins ætlar þú að standa upp og segja sannleikann. Svo kemur efinn; „Mun fólk trúa mér?“ „Hvað ef það trúir mér ekki?“ „Kannski var þetta allt mér að kenna.“ „Ég hefði átt að… “ Hann játar. Hann yfirgefur. Hann hverfur. Hann er ákærður. Þú ert í réttarsal. Dómarinn spyr þig spurninga. Ítarlegra spurninga. „Hvar varstu?” - Í sófanum í fyrsta skipti í tvö skipti í rúminu mínu og eitt skipti í Portúgal. „Hvenær var þetta?” - Þegar ég var 12 ára, 2001. „Hvernig gerðist þetta?” - Hann var fullur. „Hversu margir puttar?” - einn. „Hversu oft?” - Fjórum sinnum. „Hvernig varst þú klædd?” - Í svörtum Nike stuttbuxum og bláum bol. „Hvernig voru nærbuxurnar hans á litinn?“ - Þær voru rauðar. Hann neitar. Skjálfandi af ótta heldur lífið áfram.Tveimur árum síðar fellur dómur: „Framburður A fyrir dómi var ítarlegur og var stúlkan að mati dómsins samkvæm sjálfri sér. Í málinu liggur ekkert fyrir sem brýtur í bága við framburð A annað en neitun ákærða” Dómur fellur. Hann sýknaður. Þú í molum. ------- Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn. Raunin er önnur og tölfræðin er sláandi. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta árið 2013 var ofbeldið tilkynnt til lögreglu í aðeins 11% tilvika. Hjá þeim 11% sem þó tilkynntu ofbeldið var ofbeldismaðurinn ákærður í aðeins 30% mála. Það vantaði sönnun. Réttarkerfið hefur brugðist svo mörgum einstaklingum að það er þyngra en tárum tekur. Margra ára óvissa, áfallastreituröskun og kvíði. Ég hef heyrt fólk fullyrða það síðustu daga að það hafi misst trúna á réttarkerfinu vegna niðurstöðu hæstaréttar í meiðyrðamáli. Mikið væri nú samfélagið gott ef sama fólk myndi rísa upp og berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það er nefnilega langt síðan þolendur misstu trúna á réttarkerfinu. Tölfræðin talar sínu máli. Að lokum hef ég þetta að segja: Pössum okkur á því hvernig við tölum, hvað við fullyrðum og hverju við slengjum fram. Munum að orð geta sært og ýft upp vondar minningar fyrir þá sem aldrei fengu réttlætinu fullnægt. Það eru nefnilega tugþúsundir þolenda og aðstandendur þeirra þarna úti sem þurfa að hlusta á þessa orðræðu, með blóðbragð í munni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar að sá sem þú treystir brýtur svo á þér. Ítrekað. Fer yfir mörk sem ekki er hægt að fyrirgefa. Sem ekki er hægt að skilja. Sviptir þig sakleysinu. Ímyndaðu þér svo að sá sem þú treystir haldi svo áfram með sitt líf, skeytingalaus um það hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu á þig. Ímyndaðu þér svo þegar þú, umvafin algjöru svartnætti, ferð hægt og rólega að efast um allt sem þú gerir, sjálfstraustið í molum, sektarkenndin ærandi, sálin öskrandi; „Af hverju gerði ég ekkert?“ „Af hverju sagði ég ekkert?“ „Af hverju öskraði ég ekki?“ „Þetta er allt mér að kenna.“ „Ég bauð upp á þetta.“ „Ég hefði átt að… “ Svo kemur dagurinn, (mögulega) mörgum árum seinna að þú ákveður að segja frá. Þú ætlar að hætta að draga alla ábyrgðina á eftir þér. Þú byrjar á því að æfa þig að segja og viðurkenna það upphátt fyrir framan spegilinn að þú berir ekki ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Þessi dagur mun breyta öllu, loksins ætlar þú að standa upp og segja sannleikann. Svo kemur efinn; „Mun fólk trúa mér?“ „Hvað ef það trúir mér ekki?“ „Kannski var þetta allt mér að kenna.“ „Ég hefði átt að… “ Hann játar. Hann yfirgefur. Hann hverfur. Hann er ákærður. Þú ert í réttarsal. Dómarinn spyr þig spurninga. Ítarlegra spurninga. „Hvar varstu?” - Í sófanum í fyrsta skipti í tvö skipti í rúminu mínu og eitt skipti í Portúgal. „Hvenær var þetta?” - Þegar ég var 12 ára, 2001. „Hvernig gerðist þetta?” - Hann var fullur. „Hversu margir puttar?” - einn. „Hversu oft?” - Fjórum sinnum. „Hvernig varst þú klædd?” - Í svörtum Nike stuttbuxum og bláum bol. „Hvernig voru nærbuxurnar hans á litinn?“ - Þær voru rauðar. Hann neitar. Skjálfandi af ótta heldur lífið áfram.Tveimur árum síðar fellur dómur: „Framburður A fyrir dómi var ítarlegur og var stúlkan að mati dómsins samkvæm sjálfri sér. Í málinu liggur ekkert fyrir sem brýtur í bága við framburð A annað en neitun ákærða” Dómur fellur. Hann sýknaður. Þú í molum. ------- Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn. Raunin er önnur og tölfræðin er sláandi. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta árið 2013 var ofbeldið tilkynnt til lögreglu í aðeins 11% tilvika. Hjá þeim 11% sem þó tilkynntu ofbeldið var ofbeldismaðurinn ákærður í aðeins 30% mála. Það vantaði sönnun. Réttarkerfið hefur brugðist svo mörgum einstaklingum að það er þyngra en tárum tekur. Margra ára óvissa, áfallastreituröskun og kvíði. Ég hef heyrt fólk fullyrða það síðustu daga að það hafi misst trúna á réttarkerfinu vegna niðurstöðu hæstaréttar í meiðyrðamáli. Mikið væri nú samfélagið gott ef sama fólk myndi rísa upp og berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það er nefnilega langt síðan þolendur misstu trúna á réttarkerfinu. Tölfræðin talar sínu máli. Að lokum hef ég þetta að segja: Pössum okkur á því hvernig við tölum, hvað við fullyrðum og hverju við slengjum fram. Munum að orð geta sært og ýft upp vondar minningar fyrir þá sem aldrei fengu réttlætinu fullnægt. Það eru nefnilega tugþúsundir þolenda og aðstandendur þeirra þarna úti sem þurfa að hlusta á þessa orðræðu, með blóðbragð í munni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun