Frumflutningur á Vísi: „Fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 09:23 „Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af því að semja jólalög. Frá því að Sleðasöngurinn með Brooklyn fæv kom út árið 1998 hef ég reynt að sinna þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Olgeirsson. Hann samdi jólalagið Kraftaverk á jólum sem hann frumflytur á Vísi í dag en flytjendur lagsins eru þau Sigríður Beinteinsdóttir og Dagur Sigurðsson. Karl er kunnugur jólalögum af ýmsu tagi og er algjör reynslubolti þegar kemur að tónlist. „Frá árinu 2002 þangað til í fyrra sá ég um tónlistarstjórn og útsetningar í Frostrósum og hef samið þó nokkur lög fyrir þær. Meðal annars Af álfum sem kom úr á afmælisári Frostrósa 2011. Þegar ég áttaði mig á því að það væru engar Frostrósir í ár ákvað ég að drífa í að taka upp jólalag til að fylla upp í tómið,“ segir Karl. Hann var ekki í vafa um hvaða flytjendur hann ætti að fá til að túlka lagið. „Sigga Beinteins er náttúrulega ókrýnd jóladrottning okkar Íslendinga. Ég vann með Degi í Bat Out of Hell sýningunni í Eldborg og var þrumulostinn yfir þessari rödd. Ég er mjög stoltur yfir því að fá þau til að flytja þetta lag, þau gera það frábærlega, setja mikla sál í þetta.“ En um hvað er lagið? „Lagið fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum, eitthvað sem ég vona að flestir hafi upplifað. Sjálfur er ég ástfanginn upp fyrir haus um þessar mundir þannig að lagið segir satt og rétt frá,“ segir Karl í skýjunum en hann á von á barni með sinni heittelskuðu, söng- og leikkonunni Siggu Eyrúnu, þann 20. desember. Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af því að semja jólalög. Frá því að Sleðasöngurinn með Brooklyn fæv kom út árið 1998 hef ég reynt að sinna þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Olgeirsson. Hann samdi jólalagið Kraftaverk á jólum sem hann frumflytur á Vísi í dag en flytjendur lagsins eru þau Sigríður Beinteinsdóttir og Dagur Sigurðsson. Karl er kunnugur jólalögum af ýmsu tagi og er algjör reynslubolti þegar kemur að tónlist. „Frá árinu 2002 þangað til í fyrra sá ég um tónlistarstjórn og útsetningar í Frostrósum og hef samið þó nokkur lög fyrir þær. Meðal annars Af álfum sem kom úr á afmælisári Frostrósa 2011. Þegar ég áttaði mig á því að það væru engar Frostrósir í ár ákvað ég að drífa í að taka upp jólalag til að fylla upp í tómið,“ segir Karl. Hann var ekki í vafa um hvaða flytjendur hann ætti að fá til að túlka lagið. „Sigga Beinteins er náttúrulega ókrýnd jóladrottning okkar Íslendinga. Ég vann með Degi í Bat Out of Hell sýningunni í Eldborg og var þrumulostinn yfir þessari rödd. Ég er mjög stoltur yfir því að fá þau til að flytja þetta lag, þau gera það frábærlega, setja mikla sál í þetta.“ En um hvað er lagið? „Lagið fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum, eitthvað sem ég vona að flestir hafi upplifað. Sjálfur er ég ástfanginn upp fyrir haus um þessar mundir þannig að lagið segir satt og rétt frá,“ segir Karl í skýjunum en hann á von á barni með sinni heittelskuðu, söng- og leikkonunni Siggu Eyrúnu, þann 20. desember.
Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira