Pólítíkin: Aldrei efast í andstöðunni við Evrópusambandið Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2014 08:30 Evrópusinnar segja mikinn asa hafa verið á Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra og ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og enginn vilji sé til að ná sátt um málamiðlun sem flestir gætu sætt sig við. „Það er nú ekki meiri asi en svo að ef við hefðum viljað ljúka þessu í hvelli hefðum við gert það síðasta sumar þegar ný ríkisstjórn tók við,“ segir utanríkisráðherra. Það hafi hins vegar verið ákveðið að fara í það ferli sem nú sé í gangi og skýrsla Hagfræðistofnunar sé býsna skýr. „Það var því í sjálfu sér ekki eftir neinu að bíða eftir að skýrslan var komin fram og við búin að kynna okkur hana,“ segir Gunnar Bragi. „Varðandi það að kynna þetta fyrir þjóðinni, þá er það að sjálfsögðu næsta skref. Þetta er komið á netið. Það stóð aldrei til, alla vega hef ég aldrei sagt það, að skýrslan sem slík og kynningin fyrir þjóðinni þyrfti að fara fram áður en ákvarðanir voru teknar. Það er hins vegar mikilvægt að skýrslan sé kynnt þannig að menn geti lesið hana yfir,“ segir Gunnar Bragi. Hana sé að finna á netinu með öllum viðaukum. Utanríkisráðherra segir skýrsluna góða og hún eigi eftir að nýtast bæði áhugamönnum um stjórnmál og fræðimönnum í framtíðinni. En menn lesa líka skýrsluna með mismunandi hætti. Þannig telur Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, að þar sé að finna rök fyrir því að hægt sé að semja um varanlegar lausnir á sérstöðu Íslands í helstu hagsmunamálum og hún og stjórnarandstaðan telja að hægt hefði verið að finna sáttaleið með því að hætta viðræðum á kjörtímabilinu en slíta þeim ekki. Tillaga Vinstri grænna í þá veru nær ekki eyrum stjórnarflokkanna.Stjórnarsáttmálinn er skýr Gunnar Bragi vísar til stjórnarsáttmálans sem hann segir skýran í þessum efnum. „Við segjum þar að það verði eingöngu haldin þjóðaratkvæðagreiðsla ef við ákveðum að halda áfram. Þá munum við spyrja þjóðina,“ segir utanríkisráðherra. En hefur utanríkisráðherra aldrei efast um að með stefnu sinni væri ríkisstjórnin að hafa tækifæri til betri tíðar af landsmönnum? Hvarflar það aldrei að Gunnari Braga að hann sé kannski með afstöðu sinni að hafa betri framtíð af Íslendingum? „Ég hef kynnt mér Evrópusambandið frá því löngu áður en ég kom á þing. Ég fór í tvær eða þrjár ferðir þarna út til að kynna mér þetta, líklega tuttugu og tveggja eða þriggja ára í fyrsta skipti. Það hefur aldrei hvarflað að mér að Ísland eigi heima innan Evrópusambandsins. Aldrei nokkurn tíma og það hefur aldrei hvarflað að mér að hag okkar sé þar betur borgið. En það er hins vegar margt gott innan Evrópusambandsins. Ég hef aldrei sagt að það sé alslæmt,“ segir utanríkisráðherra. Sambandið geti til dæmis hentað gömlu Austur-Evrópuþjóðunum vel og stjórnvöld séu staðráðin í að halda uppi góðum samskiptum við ESB.Skagfirska efnahagssvæðið Hörðustu andstæðingar utanríkisráðherra í Evrópumálum hafa kennt hann og Þórólf Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, við Skagfirska efnahagssvæðið og sagt þá verja mjög þrönga sérhagsmuni. „Menn draga gjarnan Kaupfélag Skagfirðinga inn í þessa umræðu og tengja mér. Ég er mjög stoltur af því sem það fyrirtæki hefur gert í Skagafirði og víðar úti á landi. En það er ekki þannig að Kaupfélag Skagfirðinga eða Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð eða einhverjir aðrir stjórni landinu eða stjórni ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi. Kaupfélagsstjórinn sé því enginn brúðumeistari hans. „Nei, en ég hugsa að við deilum skoðunum um margt og ég deili skoðunum með mörgum í atvinnulífinu, í ferðaþjónustunni, landbúnaðinum og sjávarútveginum,“ segir Gunnar Bragi. En í þættinum Pólitíkinni á Vísi ræðir hann þessi mál sem og samskiptin við Kína, Rússland og forseta Íslands. Hann segist ekki geta tekið undir það með Ólafi Ragnari Grímssyni að Pétursborg sé höfuðból norðurslóða. „Ég held að Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig mjög vel fyrir Íslands hönd á erlendum vettvangi. Við erum ekki endilega alltaf sammála en hann hefur hins vegar frelsi til að hafa sínar skoðanir,“ segir utanríkisráðherra og margt fleira um samskiptin við forsetann sem og umheiminn í Pólitíkinni á Vísi.Ferill Gunnars Braga Sveinssonar: Menntun: 1989 Stúdentspróf frá FNV Sauðárkróki Nám í atvinnulífsfélagsfræði í HÍ. Störf: Verslunarstjóri Ábæjar 1989-1990 og 1991-1995. Ritstjóri héraðsfréttablaðsins Einherja 1991-1992. Sölu- og verslunarstjóri hjá Skeljungi hf. 1996-1997. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999. Markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni 1999. Starfaði á verslunarsviði Kaupfélags Skagfirðinga 2000-2002. Framkvæmdastjóri Ábæjar (veitinga) 2002-2003 og 2004-2007. Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði. Varaformaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Annar varaforseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2002-2006, Varaforseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2006-2009. Formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2006-2009. 2009 Þingmaður Framsóknarflokksins 2009–2013 formaður þingflokks Framsóknarflokksins 2013 utanríkisráðherra Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Evrópusinnar segja mikinn asa hafa verið á Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra og ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og enginn vilji sé til að ná sátt um málamiðlun sem flestir gætu sætt sig við. „Það er nú ekki meiri asi en svo að ef við hefðum viljað ljúka þessu í hvelli hefðum við gert það síðasta sumar þegar ný ríkisstjórn tók við,“ segir utanríkisráðherra. Það hafi hins vegar verið ákveðið að fara í það ferli sem nú sé í gangi og skýrsla Hagfræðistofnunar sé býsna skýr. „Það var því í sjálfu sér ekki eftir neinu að bíða eftir að skýrslan var komin fram og við búin að kynna okkur hana,“ segir Gunnar Bragi. „Varðandi það að kynna þetta fyrir þjóðinni, þá er það að sjálfsögðu næsta skref. Þetta er komið á netið. Það stóð aldrei til, alla vega hef ég aldrei sagt það, að skýrslan sem slík og kynningin fyrir þjóðinni þyrfti að fara fram áður en ákvarðanir voru teknar. Það er hins vegar mikilvægt að skýrslan sé kynnt þannig að menn geti lesið hana yfir,“ segir Gunnar Bragi. Hana sé að finna á netinu með öllum viðaukum. Utanríkisráðherra segir skýrsluna góða og hún eigi eftir að nýtast bæði áhugamönnum um stjórnmál og fræðimönnum í framtíðinni. En menn lesa líka skýrsluna með mismunandi hætti. Þannig telur Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, að þar sé að finna rök fyrir því að hægt sé að semja um varanlegar lausnir á sérstöðu Íslands í helstu hagsmunamálum og hún og stjórnarandstaðan telja að hægt hefði verið að finna sáttaleið með því að hætta viðræðum á kjörtímabilinu en slíta þeim ekki. Tillaga Vinstri grænna í þá veru nær ekki eyrum stjórnarflokkanna.Stjórnarsáttmálinn er skýr Gunnar Bragi vísar til stjórnarsáttmálans sem hann segir skýran í þessum efnum. „Við segjum þar að það verði eingöngu haldin þjóðaratkvæðagreiðsla ef við ákveðum að halda áfram. Þá munum við spyrja þjóðina,“ segir utanríkisráðherra. En hefur utanríkisráðherra aldrei efast um að með stefnu sinni væri ríkisstjórnin að hafa tækifæri til betri tíðar af landsmönnum? Hvarflar það aldrei að Gunnari Braga að hann sé kannski með afstöðu sinni að hafa betri framtíð af Íslendingum? „Ég hef kynnt mér Evrópusambandið frá því löngu áður en ég kom á þing. Ég fór í tvær eða þrjár ferðir þarna út til að kynna mér þetta, líklega tuttugu og tveggja eða þriggja ára í fyrsta skipti. Það hefur aldrei hvarflað að mér að Ísland eigi heima innan Evrópusambandsins. Aldrei nokkurn tíma og það hefur aldrei hvarflað að mér að hag okkar sé þar betur borgið. En það er hins vegar margt gott innan Evrópusambandsins. Ég hef aldrei sagt að það sé alslæmt,“ segir utanríkisráðherra. Sambandið geti til dæmis hentað gömlu Austur-Evrópuþjóðunum vel og stjórnvöld séu staðráðin í að halda uppi góðum samskiptum við ESB.Skagfirska efnahagssvæðið Hörðustu andstæðingar utanríkisráðherra í Evrópumálum hafa kennt hann og Þórólf Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, við Skagfirska efnahagssvæðið og sagt þá verja mjög þrönga sérhagsmuni. „Menn draga gjarnan Kaupfélag Skagfirðinga inn í þessa umræðu og tengja mér. Ég er mjög stoltur af því sem það fyrirtæki hefur gert í Skagafirði og víðar úti á landi. En það er ekki þannig að Kaupfélag Skagfirðinga eða Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð eða einhverjir aðrir stjórni landinu eða stjórni ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi. Kaupfélagsstjórinn sé því enginn brúðumeistari hans. „Nei, en ég hugsa að við deilum skoðunum um margt og ég deili skoðunum með mörgum í atvinnulífinu, í ferðaþjónustunni, landbúnaðinum og sjávarútveginum,“ segir Gunnar Bragi. En í þættinum Pólitíkinni á Vísi ræðir hann þessi mál sem og samskiptin við Kína, Rússland og forseta Íslands. Hann segist ekki geta tekið undir það með Ólafi Ragnari Grímssyni að Pétursborg sé höfuðból norðurslóða. „Ég held að Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig mjög vel fyrir Íslands hönd á erlendum vettvangi. Við erum ekki endilega alltaf sammála en hann hefur hins vegar frelsi til að hafa sínar skoðanir,“ segir utanríkisráðherra og margt fleira um samskiptin við forsetann sem og umheiminn í Pólitíkinni á Vísi.Ferill Gunnars Braga Sveinssonar: Menntun: 1989 Stúdentspróf frá FNV Sauðárkróki Nám í atvinnulífsfélagsfræði í HÍ. Störf: Verslunarstjóri Ábæjar 1989-1990 og 1991-1995. Ritstjóri héraðsfréttablaðsins Einherja 1991-1992. Sölu- og verslunarstjóri hjá Skeljungi hf. 1996-1997. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999. Markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni 1999. Starfaði á verslunarsviði Kaupfélags Skagfirðinga 2000-2002. Framkvæmdastjóri Ábæjar (veitinga) 2002-2003 og 2004-2007. Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði. Varaformaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Annar varaforseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2002-2006, Varaforseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2006-2009. Formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2006-2009. 2009 Þingmaður Framsóknarflokksins 2009–2013 formaður þingflokks Framsóknarflokksins 2013 utanríkisráðherra
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira